Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1973 ftSQfl Hraðbraut undir Notre Dame? Stærsta leikfangalest í heimi er 33 ára gömul Siemers-f jölsky ldan I Lauenbruck i Þýzkalandi hefur helgað sig sama tómstunda- gamninu i 33 ár samfleytt. Fjöldskyldan hefur i öll þessi ár verið að byggja og bæta við leik- fangalest eina mikla, er renn- ur fram og til baka eftir járn- brautarteinum með viðkomu á ótalmörgum stöðvum. Upphafið að öllu þessu er það, að faðirinn f fjölskyldunni, sem þið sjáið hér á myndinni, gaf syni sinum, sem þá var sex ára, fyrstu járn- brautarlestina. Siðan hafa þeir báðir i sameiningu safnað að sér fleiri lestum og öðru dóti, er þarf til þess að gera þetta að raunverul. járbrautarkerfi, og eiga samanlagt 464 eimvagna, sumir þeirra eru mjög sjaldgæfir og dýrmætir safngripir. Þá eiga þeir um 4000 lestar- vagna og flutningavagna. öllu þessu dóti er komð fyrir á borði, sem er niu sinnum fjörutiu metrar að stærð. Brautarteina- kerfið er nokkrar mflur að lengd, og við teinana standa margar smástöðvar, sem eru eins og venjulegar brautar- stöðvar i öllum smáatriðum, þrátt fyrir smæð sina. I lok. þessa árs hafa feðgarnir ákveðið að láta lestir sinar fara á ákveðnum timum af stað og hafa fasta viðkomustaði. Mikill fjöldi fólks kemur til þess að fá að sjá þetta merkilega leikfang, og er ætlunin að koma fyrir yfirbyggingu yfir brautar- kerfið allt, þannig að gestir geti fylgzt með lestunum ofan frá og fengið þannig mun betri yfirsýn yfir það, hvernig þessu er óllu fyrir komið. Mjög heitar og heftarlegar um- ræður urðu í borgarstjórn Parisar i síðustu viku um lagn- ingu hraðbrautar, sem nauð- synleger talin. Ahún að liggja á vesturbakka árinnar Signu, þar sem eru fjölda gamalla og frægra bygginga. I sambandi við þessa hraðbraut er áætlað að gera tveggja kilómetra löng neðanjarðargöng, svo hægt sé að hlifa fornum byggingum og öðrum minjum. t áætlun um hraðbrautina er lika gert ráð fyrir nýjum almennings- görðum, þar sem þykir þurfa að hreinsa til á árbakkanum. Skoðanir voru mjög skiptar á fundinum, sem stóð langt fram á nótti, en áætlunin var loks samþykkt með 46 atkvæðum, en 39 voru á móti. Fimm borgar- ráðsmenn gengu af fundí og með þvi voru þeir að mótmæla þvi, að þvi er þeir sögðu, að ekkert hefði verið leitað eftir skoðunum almennings i Paris um þetta mál, sem væri þó svo mikilvægt fyrir borgarbúa. Borgarráðsmaöur að nafni Jean Verdier, sagði, að sérfræðingar, sem um málið hafa fjallað, segðu að það yrði siður en svo, að fegurö Parisarborgar biði hnekki við þessar framkvæmdir og fagnaði hann fyrir hönd borgarbúa þessari þörfu framkvæmd, sem á að bæta mjög umferðina i Paris, en það ku vfst ekki vera vanþörf á þvi. DENNI DÆAAALAUSI Af hverju þarftu ný gleraugu. Þú sérð sannarlega meira en nóg nú þegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.