Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 25. nóvember 1973 TÍMINN 33 unum hafði velt um blekbyttunni og kennt annarri telpu um. Það er ljótt, og ekki undarlegt, þó að unga og góða kennaranum þyki þetta leiðinlegt". Pétri og Lisu kom i hug þegar þau höfðu ekki lært lexiurnar sinar. Og ekki höfðu þau vist allataf verið þæg og góð heldur — og þau urðu þögul og hugsandi. ,,En konan þarna, að hverju er hún að gá?" spurði Pétur. ,,Það skal ég segja þér", sagði tungl- maðurinn. ,,Strákurinn hennar hafði lofað að vera kominn heim klukkan sjö, nú er klukkan þarna niðri á jörðinni rétt orðin átta. Og nú þykir henni sárt að drengurinn skuli ekki efna það, sem hann lofar. Og svo er húniika svo hrædd um að hann hafi farið með hinum strákunum út á veika isinn á tjörninni. ónei, trúið mér til, það er stundum ekki gaman að vera móðir, þegar börn- in eru óþæg. Ég hef séð meira en nóg af þvi". Pétur kafroðnaði, tunglmaðurinn hlaut að vita, hve oft hann hafði látið mömmu sina biða eftir sér. En tungl- maðurinn minntist ekki einu orði á það, heldur bauð hann þeim að koma méð sér inn i mánasalinn, þar sem alls staðar stafaði geislum af silfrinu. Mikið var fallegt þarna hjá tunglmanninum ! En, æ, þegar Pétur ætlaði að stiga niður eitt þrepið varð honum fóta- skortur og i sama bili hvarf maðurinn i tungl- inu og öll dýrðin. „Heyrðu, Pétur"! hrópaði Lisa til hans, — ,,Þú ert að detta út úr rúminu þinu!". Pétur lá alveg ringl- aður á gólfinu i barna- herberginu heima — og förin til tunglsins hafði ekki verið nema draumur. Þegar hann hafði skriðið upp i rúmið sitt aftur og þau höfðu bæði hlegið sig mátt- laus, þá sagði hann Lisu alla söguna. ,,En heyrðu Pétur", sagði Lisa, ,,Það hefur vist verið satt, allt sem maðurinn i tunglinu sagði þér. Við verðum að verða betri og hlýðn- ari hér eftir en hingað til". ,,Já, það var ég ein- mitt að hugsa um lika", sagði Pétur. Og svo lögðu þau sig aftur og sofnuðu vært. ¦8p*0£ RUÐU hitarinn Smiths afturrúðu-hitarinn hreinsaraf raka oghélu á ótrúlega skömmum tíma. Engin plast-motta og því engin skeröing útsýnis. Auðveld isetning á flestum gerðum bifreiða og vinnuvéla. Við gangsetningu. Eftir 1 min. 50 sek. -ftir 2 min. 45 sek. > Eftir4 mín. 30sek Skípholti 35 — Simar: 8-13-50 verzlun ¦ 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Svefnstóll er lausnin Nýr, vandaður svefnstóll á hjólum með rúmfata- geymslu. Fáanlegur I gulum, rauðum, græn- um og hvitum lit. Aklæöi f stll. SVEFNBEKKJA HöfOatúni 2 - Sími 15581 Reykjavík Gjaldkeri Óskum að ráða mann eða konu til gjald- kerastarfa. Áskilin er starfsreynsla við gjaldkerastörf, tollskýrslugerð, verðút- reikninga svo og almenn skrifstofustörf. Samvinnuskóla- eða Verslunarskóla- menntun er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið starfið eigi siðan en 1. eða 15. janúar n.k. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- stjórinn. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf skulu hafa borizt skrif stofu vorri eigi siðar en 30. nóvember n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.