Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 3
Súnnudagur 25. nóvember l!l7:í TÍMINN Hóprannsókn Hjartaverndar á ao Ijúka 1976 Rannsóknarstöð Hjartav'erndar hóf starfsemisíðla árs 1967. Hefur þar verið unnið bæði að rannsókn- um á fólki í Reykjavik og utan af landsbyggðinni. Alls hafa verið gerðar á Rann- sóknarstöð Hjartaverndar 30 þús. rannsóknir, en margir einstakl- ingar hafa verið rannsakaðir oft- ar en einu sinni. t Reykjavik hafa alls um 17 þús. manns verið rannsakaðir, og var það fólk fætt á árunum 1907-1935. Undanfarið ár hefur verið unnið að rannsókn á fólki úr Arnes- og Rangárvallasýslum og fólk þaðan verið boöað til stöðvarinnar i Reykjavik. Um 80% kvenna úr Arnessýslu mættu til skoðunar, en nokkru færri karlmenn, og telst þetta viðunandi mæting. Einnig hefur fólki á aldrinum 41-60 ára Ur sýslum og kaupstöð- um vestan og norðanlands verið boðið til rannsóknar undanfarin ár. H jartaverndunarsamtökin - áætla að ljúka rannsóknum allt land árið 1976. Til þess þarf aukið starfslið, og áætlað er að ráða tvo lækna til viðbótar til Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar. Sjúkrask>-á með niðurstöðum rannsókna um hvern þátttakenda er send til heimilis- eða héraðs- læknis, enda er Rannsóknarstöð Hjartaverndar ekki hugsuð sem lækningastöð he|dur leitarstöð. Eftir að fyrsta áfanga hóprann- sóknar Hjartaverndar lauk 1968, hefur stöðugt verið unnið að úr- vinnslu gagna, sem safnað hefur verið, en slik úrvinnsla er mjög timafrek. 1 undirbúningi er að Hjarta- yernd taki þátt i alþjóðlegu sam- starfi á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) um rannsóknir á hækkuð- um blóöþrýstingi, en nii taka 14 þjóðir þátt i þessum rannsóknum. Þriðja alþjóðlega þingið um æðakölkun, sem haldið var i Vest- ur-Berlin ioktóber, sóttu þrir full- trúar frá Rannsóknarstöð Hjarta- verndar. Það voru þeir Nikulás Sigfússon yfirlæknir, Daviö Daviösson prófessor og Þorsteinn Þorsteinn lifefnafræðingur, og kynntu þeir fyrstu niðurstöður mælinga á blóðfitu íslenzkra karl- manna á aldrinum 34-60 ára. Þessi blóðfituefni eru talin meðal mikilvægustuáhættuþátta hjarta- og æðasjtikdóma. Þess má geta, að Rannsókna- stöð Hjartaverndar er eini staðurinn hér á landi, þar sem menn eru rannsakaðir reglulega. Þeim sem taka þátt f kerfis- bundnum rannsóknum er rann- sóknin að kostnaðarlausu, en þeim er gefinn kostur á að greiða 300 kr. til styrktar stöðinni. 1. P.eykjavíkursvæði , ¦, ,j 2. Gullbringu- og Kjósarsýsía 3. Mýrar- ojj BorgarijarSarsýsla ' ,4..Evjatjarðarsýsla . r .Si'SiglufjörSur . > 6.. ilrnesöýsla . 7. ^angárvallnsýsla A svæðunum innan feitu Hnanna hafa þegar farið fram hóprannsóknir á fólki á vissu aldurskeiði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.