Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 197:!. I iXiJ—Li ¦ Umsjón: Birgir Vioar Halldórsson Zeppelin Mynd þessi fjallar um Zeppelin loftskip Þjóðverja i fyrri hcim- styrjöldinni. Úngur liðþjálfi (Michael York, er lék I myndinni Cabaret) er fenginn til að gerast „sjálfboðaliöi" og flýja til Þýska- iands til aö reyna að komast aö hvaö Þjóðverjar ætlist fyrir... Myndin er byggð á sögu Owen Crump, leikstjóri er Etienne Pcrier, tónlist cr cftir Roy Kudd, framleiosluár 1971; Samsetning á mynd oft léleg og leikur sæmi- lcgur. GAMLA BÍÖ l The boy friend Ungstúlka (Twiggy) er aðstoðarsviðs- stjóri i leikhúsi, sem er ekki af betra taginu. Aðalleikkonan slasast rétt fyr- ir sýningu, og Twiggy er látin i hlut- verk hennar. Frægur Hollywood-leik- stjóri kemur i leikhúsið, og þar með ná leikhússgestir liklega tölunni 30. Leik endur leika nú eingöngu fyrir leik- stjórann fræga, þvi allir eiga þann draum að komast til Hollywood, og gengur nú á ýmsu... Ken Russell leik- stýrir þessum söngleik eftir Sandy Wilson. Þótt Twiggy umturnaði tizku- heiminum á sfnum tima, þá umturnar hún ekki Hollywood. hafnorbíó Figures in a landscape Uobert Show og Malcolm McDowell leika i mynd þessari tvær ólikar per- sónur, og er leikur þeirra mjög góður. Þeireruásifelldum flótta undan þyril- vængju og hermönnum. Langdregin mynd með táknrænni spennu flótta- mannsins. Leikstjóri er Joseph Losey. o .o Bófaflokkurinn Æðisgengasta slagsmálamynd, sem hér hefur sézt, og kemur blóðinu á hreyfingu i skammdegiskuldanum, segir i auglýsingum i dagblöðunum. Mynd þessi er með þeim lélegri, sem maður hefur séð. Enska talið, sem sett er inn á myndina, er einstaka sinnum óskiljanlegt. Frámunalélegur leikur, filman rispuð, hetjudáðir og lífsseigla i yfirnáttúrlegu hámarki. JoeKidd .. Clint Eastwood, „spaghettisérfræð- ingurinn" mikli, kemst ágætlega frá þessari mynd. Alltaf lofar hann fyrir- fram nokkuð ákveðinni spennu og skemmtun. Meðleikendur eru m.a. Robert Duvall, Don Straud og John Saxon. Leikstjórinn, John Sturges, skilar lélegu handriti ágætlega, þó er mynd þessi ekki góð i samanburði við fyrri myndir hans, t.d. FLOTTINN MIKLI, SJÖ HETJUR og DJÖFLA- VEIRAN. Tónlist Lao Schifrini. The Hellstrom chronicíe o o o Ótrúlega falleg mynd, óvenjuleg, list- ræn og ægileg. Kvikmyndatakan er hreint frábær, eða öllu heldur krafta verk. Hún gjörbreytir skoðunum fólks á þessum málum. Ekki er okkur oft boðið upp á heimildakvikmyndir hér i kvikmyndahúsum, hvað þá jafnstór- kostlega mynd sem þessa. „Fallvalt- leiki mannkynsins stendur illa að vigi gagnvart skordýrum," segir Hell- ström, visindamaðurinn er ritaði skýrslu þessa. Siðan fær maður áhrifamiklar staðreyndir, hverja á fætur annarri, i tæpa tvo tima. Sem dæmi: ævi einnar tegundar flugu er fjórtán timar, og fjórtánda hvern dag fjölgarkyni þeirra. Ýmis skordýr geta stokkið fimmtiu falda lengd sina (það væri svipað og að langstökkvarar stykkju um 90 metra i langstókki), étið 100 falda þyngd sina á dag (svipað og að maðurinn þyrfti að innbyrða um 250 nautgripi á dag), dregið 100 falda þyngd sina. Ei«u atriði*er teliift af vis- indamanninum, þar sem hann stendur á svölum og horfir á mannfjöldann á götunni. Siðan segir Hellström: „1 hvernig þjóðfélagi lifum við, þar sem fólkið skiptir sér i hópa, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri?" Siðan eru sýndir lifnaðarhættir býflugna. Hellström hefur fengið það framan i sig, að hann sé vitfirringur, sturlaður, og hann hefur misst af kennarastöðu og visindastyrkjum. Myndatakan tók um tvö ar, og oft var hún mikluni erfiðleikum bundin. Eftir að hafa séð þessa mynd, myndi maður jafnvel taka hliðarspor til að stiga ofan á ..... Þetta er ein af þeim myndum, sem fólk ætti ekki að missa af. TÓNABÍÓ The secret of Santa Vittoria Helzta sportið Eitt aðalsportið hjá kvikmyndaleikur- um'er að leikstýra myndum og leika aðalhlutverkið einnig. Til gamans og fróðleiks ætla ég að nefna hér nokkra leikara og myndir þeirra: Cliff Robertson með myndina J W COOP. Meðleikendur eru m.a. Geral- dine Page, John Crawford, og Bruce Kirby. Mynd þessi hefur fengið mjög góða dóma erlendis. Charles Chaplin með myndina LIMELIGHT, þar sem hann er leik- stjóri, framleiðandi, leiksviðsstjóri og leikur eitt aðalhlutverkið. Meðleikend- ur eru m.a. Claire Bloom, Sydney Chaplin og Buster Keaton. Clint Eastwood með myndirnar A PALY MISTY FOR ME og HIGH PLAINS DRIFTER. Paul Newman með myndirnar RACHEL, RACHEL, SOMETIMES A GREAT MOTION og THE EFFECT OF GAMMON RAYS ON THE MAN IN MOON MARIGOLDS. Reynolds og Miles Beðið er með eftirvæntingu eftir myndinni THE MAN WHO LOVED CAT DANCING, með þeim Burt Reynoldsog Söru Miles. Fréttir herma, að hér sé á ferðinni mjög góð „WEST- ERN"-mynd. Umboðsmaður Söru lézt (eins og getið hefur verið i fréttum), meðan verið var að framleiða mynd- ina, og þótti dauða hans hafa borið að með einkennilegum hætti. Þetta varð til þess, að staðurinn, þar sem myndin var tekin (Gila Bena, Arizona), var um tíma i heimspressunni. o o o Anthony Quinn er alltaf svipaður i sin- um hlutverkum, og skilar þeim yfir- leitt mjög vel. 1 þessari er hann stór- kostlegur og leikur drykkjumann mik- inn, sem fyrir tilviljun er valinn borg- arstjóri i Santa Vittoria. Eiginkona hans (Anna Magnini) hefur fengið sig fullsadda á framkomu hans og hegðun og finnst litið til kjörsins koma. Eitt aðalvandamál Bombolinis borgar- stjóra er að fela um eina milljón af vinflöskum fyrir Þjóðverjum, sem eru I þann veginn að hernema borgina... Mynd þessari, sem er eftir skáldsögu Robert Crichton, leikstýrir meistarinn Stanley Kramer, og er valinn leikari i hverju hlutverki. Afburðamynd. Faye Dunaway Alltaf mun Faye Dunaway verða tengd við Bonnie Parker i myndinni BONNIE AND CLYDE. Og hún heldur enn áfram að koma á óvart með þvi að sýna á sér nýjar hliðar á tjaldinu, eins og hún hefur gert i mvndunum THE THOMAS CROWN AFFAIR og LITTLE BIG MAN. 1 siðustu mynd hennar, OKLAHOMA CRUDE, leikur hún „framlinukonu", sem likt og Bonnie er oftast með byssu i hönd. Meðleikendur hennar I mynd þessari eru þrjár stórstjörnur, þeir George C. Scott, Jack Palance og John Mills. «¦¦¦'' Cliff Richard Nýlega lét Cliff Richard þau orð falla við fréttamenn, að hann langaði til að leika svipuð hlutverk og stjarnan Errol Flynn. I fyrstu mvndinni. sem hann hefur leikið i lengi, TAKE ME HIGH, sverfur ekki til stáls. t mynd- inni leikur hann ungan fjármálamann. Framleiðandinn er Kenneth Harper, sem framleiddi m.a. fyrri myndir Cliffs, THE YOUNG ONES, SOMMER HOLIDAY og WONDERFUL LIFE. I myndinni TAK ME HIGH, sem David Askey leikstýrir, leika einnig þeir Hugh Griffith, George Cole og Richard Wattis. Aðdáendur Cliffs biða með eftirvæntingu eftir myndinni. Bond-tónlist Það kveður við nýjan tón i tónlistinni i nýju James Bond-myndinni LIVE AND LET DIE. Hingað til hefur John Barry séð um að semja tónlistina fyrir Bond myndirnar, en i þessari nýju mynd sér George Martin um tónlistar- hliðina, með þessari undantekningu þó, að bitillinn Poul McCartney hefur samið titillagið. EINKUNNAGJÖF oea o o o Lee Marvin vann hug og hjörtu áhorf- enda i myndinni PAINT YOUR WAGON, þar sem hann söng lagið „I WAS BORN UNDER A WONDERING STAR". Þó má ekki gleyma myndun- um CAT BALLOU og THE DIRTY DOZEN. I nýrri mynd, EMPEROR OF THE NORTH, leikur hann járnbraut- arflæking (a railroad hobo) og lét hann þau orð falla, er hann tók að sér hlut- "verk þetta, að lif flækinga hefði alltaf vakiðáhuga hans. Það var þó aöallega vegna þess að góð peningaupphæð var I boði, að hann tók að sér þetta hlut- verk, þarsem hann leikur flæking sem ferðast um á kreppuárunum. Meðleik- ari hans er enginn annar en Ernest Borgnine, sem leikur harðsviraðan brautarstjóra, og er hægt að imynda sér andrúmsloftið, þegar þessir góðkunnu kappar berjast upp á lif og dauða á þaki þjótandi járnbrautarlest- ar. Framleiðandi myndarinnar er Ernest Borgnine I myndinni „Emporer of the north" Kenneth Hyman, og var myndin fram- leidd fyrir 20th CENTURY FOX. Sýningartimi myndarinnar er tveir- timar. Leikstjóri er Robert Aldrich, og hefur hann áður leikstýrt þeim köpp- um. Það var i myndinni THE DIRTY DOZEN(Tólf ruddar, sem sýnd var i Gamla biói). 1 næstu mynd Lee Marvins leikur hann bankaræningjann HARRY SPIKES, og er myndin tekin á Spáni, um 18 milur frá Madrid, á stað sem heitir Alcala de Henares. Marvin lýsir Harry Spikes sem tvifara djöfulsins. 1 stuttu máli er efni myndarinnar það, að Spikes kennir þrem ungum mönn- um, er hafa bjargað lifi hans, hvernig standa eigi að bankaránum, og verða þeir siðan undirtyllur hans. Ungu mennirnir eru leiknir af þeim Gary Grimes (lék i myndinni Sumarið "42), Ron Howard og Charlie Martin Smith. Leikstjóri er hinn góðkunni Richard Fleischer, sem hefur leikstýrt mörg- um góðum myndum. Lee Marvin var spurður að þvi ný- lega, hvort hann hefði hug á að leik- stýra mynd, og hann svaraði þvi til, að hann hefði engan áhuga á sliku i fram- tiðinni. Hann vildi heldur starfa með góðum leikstjóra. Hann sagði einnig: „Að vera leikari er að vera bundinn i báða skó. Auðvitað finnst mé-mikið til peninga koma, en ég kýs fremur frjálsræðið".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.