Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR, UM LAND ALLT Upplagiö yfir 20 þúsund 275. tölublað — Sunnudagur25. nóvember — 57. árgangur. Isinn r Q Rauða- vatni heillar MARGUR skautinn hefur rist svellið á Reykjavíkur- tjörn síðan veruleg byggð myndaðist i kvosinni milli hennar og sjávar, og enginn fær gizkað á, hversu oft hef- ur verið haldizt i hendur, bæði i gamni og alvöru, á fljúgandi ferð eftir glærum isnum. En nú er Reykja- víkurborg farin að teygja anga sina langt upp i landið, og Rauðavatn,sem áður var viðs fjarri byggðu bóli.er nú miklu nær heilum borgar- hverjum enTjörnin. Það hefur lika oft verið margt um manninn á Rauðavatni undanfarna frostdaga, þegar norðan- vindurinn hefur ekki verið allt of napur og hryssings- legur. Og eins og fyrri daginn hafa ekki hvað sízt börnin flykkzt á skautum út á isinn, fegin að fá að leika þar lausum hala eftir innisetu i skólastofunum. Það sakar ekki þótt talsvert frost sé, þvi að þá er ekki annað en dúða sig vel. Timamynd: Gunnar. Sé kallmerkið TF3LH þá er yngsti radíóamatör landsins við stöð sína norour í Þingeyjarsýslu HANN er ungur að árum, enda mun hann vera yngsti radióama- törinn, sem sendileyfi hefur á is- Isandi. Hanner fimmtán ára gam- all, heitir Lárus HarDarson og býr sig nú i vetur undir að taka lands- próf i héraðsskólanum á Laugum i Reykjadal. Viðtal við Björgvin Sigurgeir Horaldsson— opna © Byggt og búið - 6. þáttur bls. 2 O Frostmorgunn í laugunum — bls, 10 Ekki er þó öll sagan sögð. Lárus smiðaði sjálfur loftskeytastöð sina, og má af þvi ráöa, að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna i þessu efni. Tæki hans eru einföld að gerð, tveir n órar i við- tæki og aðrir tveir i sendi. En nú hefur Lárus hug á að smiða sér fullkomnara viðtæki og sendi fyr- ir 21 mhz-sviöið (15m). Á þeirri tiðni er auðvelt að ná um alla Evrópu, og jafnvel miklu lengra, þegar skilyrði eru góð, með þvi afli, sem handhafar nýliðaleyfis mega nota. Lárus lauk prófi radióamatöra siðast liðið vor, og i sumar starf- rækti hann stöð sina, TF3LH á 3,5 mhz-amatörsviðinu (80m) á Laugabóli i Reykjadal, ör- skammt frá Laugaskóla. En á Laugabóli var hann I sumar- vinnu. Hann náði að jafnaði á- gætu sambandi við aðra radíó- amatöra i Reykjavik, á Akureyri og viöar, og einnig hefur honum tekizt aö fá svar frá Danmörku. Það er póst- og simamála- stjórnin, sem veitir radióamatör- um sendileyfi að afloknum tilj skildum prófum. Umsækjandi, sem öðlast vill nýliðaleyfi, verður að vera fjórtán ára eða eldri, geta sent og tekið á móti þrjátiu og fimm stöfum á minútu á morsi og kunna grundvallaratriði i raf- magns- og fjarskiptafræðum. Vilji nú einhver af ungu kyn- slóðinni, piltur eða stúlka, feta i fótspor Lárusar Harðarsonar, er eðlilegt, að nánari vitneskju sé þorf. En þá er ráöið aö leita til samtaka þeirra, sem kunna galdr'a fjarskiptatækninnar upp á sina tiu fingur, og utanáskriftin er: Islenzkir radióamatörar, I.R.A., box 1058, Reykjavik. Y&mmiBÐfí SUNDLAUGIN ereittaf mörgu, sem „Hótel Loftleiðir" hefur lil slns ágætis og umfram önnur hbtel hérlendis. En það býður Itka afnot af gufubaðstofuauksnyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISIÐ VINUM A HOTEt LOFTLEIDIR. Nýjar tegundir sjó- og vatna dýra I NATTÚRUFRÆÐINGNUM, sem er nýkominn út,segir í tveim greinum eftir Arnþór Garðarss. dýrafræðing og tvo NorOmenn, sem verið hafa við rannsóknir við Mývatn, frá nýjum tegundum sjávar- og vatnadýra, er hér hafa fundist hin siðari ;ír. Grein Arnþórs er um bursta- orma, sem eru smávaxin dýr, er litill gaumur hefur verið gefinn. Greinir hann frá sjö nýjum teg- undum burstaorma, er hann hef- ur fundið, þar af 5, er ekki hefur verið getiö við Island áður. Ein tegundin hefur áður fundizt i sjó djúpt út af Snæfellsnesi, og ein hefur veriö talin islenzk án hand- bærra gagna. Tvær þessara tegunda eru al- gengar á fjörum suðvestan lands, og mikið er af einni innst i Eyjafirði. Flestar tegundanna hafa fundizt norðar en tsland er, og tvær virðast vera hér nálægt suðurmörkum sinum. Aðeins ein ersuölæg, miðað við tsland, fund- in undir steini i fjöru nálægt Hlið á Alftanesi, og er ekki að fortaka, að hún sé tiltölulega nýkomin hingað. Norðmennirnir greina aftur á móti frá vatnssvampi, mosadýri og blóðsugu, er lifir á öndum og vaðfuglum, fundnum i eða við Mývatn. Sunnudagsblað fylgir ekki Tímanum um þessa helgi Wmtm Lárus Haröarson við heimasmiöaöa loftskeytastöö sina, TF3LH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.