Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 7
Suniiudagur 25, nóvember l!>7:i TÍMINN Grein: Jónas Guðmundsson AAyndir: Róbert Ágústsson en komið hefði i hans hlut, ef hann hefði unnið hjá venjulegum raf- verktaka. Viðskiptavinurinn greiðir hins vegar það sama og greitt er hjá öðrum rafvirkjafyr- irtækjum. Allir fá sama kaup framkvæmdastjóri og verkamenn Allir rafvirkjar hjá Samvirki eru á sama kaupi, framkvæmda- stjórar og sveinar, og nemar ef þeir væru, sem er hugsanlegur möguleiki. Ábyrgð á verkum gagnvart verkkáupanda bera menn sameiginlega, en áþyrgð gagnvart Raf m agns ve itu Reykjavikur bera einstakir meistarar hjá okkur, (einn meist- ¦h Guðmundur Magnússon). . pað hefur komið i ljós, að i sliku áamstarfi verður hver og einn starfsmaður að vera nokkurs konar verkstjóri. Allir, sem vinna saman eru ábyrgir, og ekki eru neinir verkstjórar. Þetta er þvi spor i áttina að atvinnulýðræði, sem mikið er talað um nú á tim- um'. Fjármagnsskortur tilfinnanlegur — Hverjir hafa verið helztu rekstrarerfiðleikarnir? — Það er fjármagnsskorturinn. Stofnféð er ekki nægjanlega mik- ið. Peningar koma seint inn fyrir verk, eins og gengur, og þetta hefur leitt til þess að stundum hefur verið erfitt að fá endana til að ná saman. Sá, sem gengur i almennu deildina greiðir eitt þúsund krón- ur, en i rafvirkjadeildina, þá greiða menn 10.000 krónur. t framtiðinni er það hugsanlegt að unnt sé að veita félagsmönnum, — almenningi sérstakan afslátt af verkum, — þaðer félagsmönnum, en eins og er, þá hefur þetta eink- um verið hagsmunamál rafvirkja að ganga i almenha félagið. Leita tilboða — Standa vel að vígi i tilboðum Samvirki 'hefur leitað tilboða i verk á höfuðborgarsvæðinu og hafa þá yfirleitt verið lægstbjóð- endur. Hér er ekki nein yfirbygg- ing á fyrirtækinu og þvi er ef til vill auðveldara að finna raun- kostnað á einstök verk, en væri ella. Helztu verkefni hafa verið stórfelld verkefni fyrir Viðlaga- sjóð i Kópavogi, i Garðahreppi og Breiðholti, ennfremur 4. áfangi Kópavogshælisins, fjöldi nýbygg- inga, stórra og smárra, einnig höfum við gert tilboð i stór verk- efni i sambandi við virkjanir. I upphafi var gerð fyrir okkur rekstraráætlun. Þá var reiknað með. að 10 rafvirkjar væru hér i fullu starfi á næsta vori. En þar sem óvenjumikil verkefni hafa komið i okkar hlut hefur starfs- mannaf jöldinn aukizt frá þvi sem fyrirhugað var i hagspá. Um heildarveltu er ekki vitað á þessu ári, en útborguö laun hjá félaginu eru um 500 þúsund krónur á mánuði, en þegar mælingarhagn- aði hefur verið skipt hækka þess- ar tölur verulega. Reyna að afla sérþjálfaðra rafvirkja í öllum greinum Reynt hefur verið að velja til starfa rafvirkja með þekkingu á sérsviðum, svo sem heimilis- tækjaviðgerðum. skiparaflögnum, nýlögnum i hús, dyrasimum, loft- netum og rafvélavirkjum. Þó að þetta séu ekki allt sérstök fög, er starfsreynsla á einstökum svið- um mikilvæg, segja þeir félagar að lokum. Að samtalinu loknu, fóru starfsmenn Timans i heimsókn á nokkra vinnustaði, til að ræða við félagsmenn og voru teknar fáein- ar myndir, sem birtast með kynn- ingu þessari. — JG Edvarö Guðmundsson rafvirki og Guðmundur Magnússon, rafvirkjameistari Samvirkis. Þarna er veriðaðvinna viðtengiskáp i viðlagasjóðshúsi i Breiðholti. Guðmundur sér um samskiptin við Kafmagnsveitu Keykjavikur og annað cftirlit mcö raflögnum á vegum Samvirkis. Þórarinn K. ólafsson viö viðgerðir. Þórarinn er kunnur fyrir félags- málastörf i Kópavogi. Sigvaldi Kristjánsson vift tengingu á stjórnborði fyrir malbikunarstöð Reykjavlkurborgar t Grjótnáminu viö Elliðárvog.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.