Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1973 lUmsjón: Alfreð Þorsteinsson Jafn sjalfsagí, að iáni íslands blakti á Olympíuleikvanginum • !• hjá Sameinuðu þjóðunum FYRIR skemmstu var Gisli Halldórsson, for- seti ÍSÍ, kjörinn for- maður ólympiunefndar ísiands. Af þvi tilefni sneri iþróttasiðan sér til Gisla og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um málefni Ólympiunefnd- arinnar og ÍSÍ. — Tclur þú hcppilegt, aö sami maðurinn sé formaðurO 1. og for- seti t.Slt.,? — Ég hef nú átt sæti i ólympiu- nefnd tslands i 20 ár og tel það ekki óeðlilegt, að forseti t.S.Í. sé af og til formaður nefndarinnar. Enda hefur það átt sér stað áður, t.d. var fyrirrennari minn, Benedikt G. Waage, formaður nefndarinnar á árunum 1949-'53. Veena bess að samskipti t.S.t. og Ólymplunefndarinnar eru mjög náin, er þessi ráðstöfun að mörgu leyti heppileg. T.d. hefur það ávallt verið talið rétt, að fram- kvæmdastjóri t.S.t. væri einnig ráðinn framkvæmdastjóri Ó.t. og aösetur hennar væri á skrifstol'u sambandsins. Framkvæmda- stjórn IS.l. á að tilnefna 2-3 menn I nefndina, og forseti sambands- ins er sjálfkjörinn. Fer þvi ekki hjá þvi, að stjórn t.S.l. hlýtur að láta þessi mál mjög til sin taka. Þá fellur starf t.S.t. að mörgu leyti i sama farveg og starf Ó.t. Helzta verkefni nefndarinnar er að sjá um, að sem flest sér- sambónd eigi þess kost að senda þátttakendur á Ólympiuleika, svo og aðrar iþróttagreinar, sem ekki hefur verið stofnað sérsamband um, en þá fer t.S.I. með umboð þeirra greina á erlendum vett- vangi. ólympiunefndin á að tryggja fjárhagslegan grundvöll ferðarinnar, og er það ávallt eitt aðalverkefnið að safna fjármun- um til þess að greiða þann kostnáð. Þá hefur Ó.l. ávallt styrkt sérsamböndin nokkuð til þess að auka þjálfun landsliða okkar, sem tekið hafa þátt i leik- unum. Vegna þess sem nú er sagt, hefur ávallt verið talið rétt, að formenn sérsambanda væru ekki formenn Ó.t. Formaður nefndar- innar hefur þvi ávallt verið einn úr hópi þeirra, sem tilnefndir hafa verið i nefndina af t.S.l. eða fráfarandi ólympiunefnd. Ef við litum á þaö, hvernig Norðurlöndin hafa skipað sinum málum i þessu efni, þá er það ákveðið i lögum sænska iþrótta- sambandsins, R.F., að forseti þess sé einnig formaður Ólympiu- nefndarinnar, og þannig er það Hka I Finnlandi. t Danmörku hefur það lengst af verið sami maðurinn, þar tíl nú fyrir ári, að formaður danska Iþróttasambandsins var kosinn varaformaður, en formaður Gisli Halldorsson, (orseti tSt. Mynditi er tekin á skrifstofu lSt i tþróttamiostöoinni i Laugardal. (Tfma- mynd GE). danska iþróttasambandsins var kosinn varaformaður, en for- maður var kosinn fulltrúi Alþjóðaólympiunefndarinnar i Danmórku, hinn kunni iþrótta- maður Ivar Vind. 1 Noregi var það ákvæði i lögum, að sami maðurinn skyldi vera formaður á báðum stöðum, en nýlega var lög- unum breytt þannig, að þetta væri ekki skylda, en jafnframt var ákveðið, að á Ólympiuleikun- um væri forseti norska iþrótta sambandsins æðsti maður, og kæmi þar fram fyrir hönd Ölympiunefndarinnar. Af þessu má sjá, að allir frænd- ur okkar á Norðurlöndum telja heppilegt og nauðsynlegt, að þarna séu mjög náin tengsl á milli. — Ilyggst þú beita þér fyrir ein- hverjum nýmælum i starfi ó.t. með tilliti til þeirrar gagnrýni, sem komið hefur fram á störf ncfndarinnar? — Varðandi þá gagnrýni, sem kom fram á sambandsráðsfundi tSt, tel ég ekki að hún hafi verið alvarlegs eðlis. Það helzta var, að einstaka fundarmaður taldi, að nefndin i heild hefði haldið of fáa fundi. En samkvæmt starfsregl- um i framkvæmdanefnd, sem i eiga sæti 5menn á að halda fundi minnst mánaðarlega, en öll nefndin tvo fundi á ári. t nefnd- inni voru 15 menn, en 17 eiga sæti I núverandi nefnd. Þá var það og gagnrýnt, að ekki skyldi vera læknir með i ferðinni til Munchen. Fráfarandi nefnd iiiM^íSS-ií var mikill vandi á höndum að afla fjár til þessarar farar, vegna þess að nú tók lang-fjölmennasti hóp- ur, sem nokkru sinni hefur farið á leikana þátt iþeim Eftir hinn frækilega sigur handknattleiks- manna i undanúrslitum ólympiu- leikanna á Spáni, þar sem, þeir unnu sér rétt til þátttöku, var sýnt, að miklu meira fjármagn þurfti til ferðarinnar en nokkru sinni fyrr. Ólympiunefndin og fjáröflunarnefnd, er skipuð hafði verið áttu þvi mikið verk fyrir höndum. En fyrir ótult starf þess- ara aðila, og sérstaklega formanns Ó.Í., safnaðist mikið fé ifrjálsum framlögum, og sveitar- stjórnir og rikisvald létu aukið fé af hendi rakna. Ber vissulega að þakka það. En þrátt fyrir þaö, varð nefndin að halda sparlega á þeim fjármunum, sem hún hafði handa milli. Alls fóru 45 manns á leikana, þar af 21 i liði handknttleiks- manna. Vissulega verður að telj- ast eðlilegt.að læknir fari með svo stórum hópi iþróttamanna, sem keppa dag eftir dag i erfiðum leikum. Hér var aðeins um fjár- hagsatriði að ræða, þar sem nefndina vantaði á þessum tima nokkur hundruð þúsund krónur, svo endar næðu saman. Þá hafði einnig, eins og endranær, verið talað við Dani um að vera okkur innan handar með þessa þjón- ustu, en það hefur áður verið talið fullnægjandi. Vegna þess hve keppni nú var ströng hjá handknattleiksmönn- um, v.ar su þjónusta i þessum efnum^ sem fékkst á staðnum, ekki fullnægjandí, og mun nefnd- in að sjálfsögðu draga sinar ályktanir með tilliti til þess i næstu ferð. Það hefur þegar komið fram ósk nefndarmanna um að fjölga fundum, umfram sem reglugerð segir fyrir um, og verður það gert. Nú, þegar svo stutt er siðan ég tók við formennsku i nefndinni, er erfitt um vik að tala um nýmæli, sem ég muni beita mér fyrir. Nefndin hefur ákveðnar starfs- reglur að fara eftir, en þar er kveðið svo á i 2. gr.: „Starfssvið Ólympiunefndar Isl. er að útbreiða og vernda Ólympiuhreyfinguna, að undir- búa, ákveða og stjórna þátttöku íslendinga i ólympiuleikum. Ólympiunefnd skal fylgja áhuga- mannareglum I.S.I., og hún skal hafa nána samvinnu við fram- kvæmdastjórn I.S.I. og sérsam- böndin." Eins og sést á þessari grein, eru starfssviði okkar sett ákveðin takmörk. Iþróttahreyfingin I heild er stöðugt að útbreiða Ólympiuhugsjónina með sinu við- tæka starfi, bæði innanlands og á sviði alþjóðasamvinnu. Ölympiu- nefndin starfar i anda þessarar hugsjónar með þátttöku okkar i leikunum. Aðalstarf nefndarinn- ar er að afla þess fjár, sem þarf til þess að standa straum af þeim mikla kostnaði, sem er þvi sam- fara að taka myndarlega þátt i leikunum. Þar sem Ólympiuleikarnir verða næst i Austurriki og Kanada, tel ég að við eigum að standa að myndarlegri þátttöku i næstu leikum. Við erum að eign- ast magra ágæta skiðamenn, sem vonandi eiga eftir að ná enn betri árangri á næstunni, svo við getum sent myndarlegan hóp til þátttöku I vetrarleikunum Siðastvoru þeir báðir i Japan, en þangað þótti of dýrt að senda keppendur, miðað við getu okkar þá. Það ætti að vera sérstök ánægja að senda fjölmennan hóp til Kanada. En eftir leikana ættu islenzku kepp- endurnir að fá tækifæri til að taka TÍMINN ræðir vio Gísla Halldórsson, forsjfjei ÍSI, sem kiörinn hefur verið formaður Olympíunefndar Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.