Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 25. nóvembcr 1973 TÍMINN 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjómarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18:!00-18;!06. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. „Stórsigur íslands" Erlendur Patursson, leiðtogi Þjóðveldis- flokksins i Færeyjum, er harðast berst fyrir út- færslu fiskveiðilögsögu við Færeyjar, ritar for- ystugrein i málgagn flokks sins 14. nóvember sl. um landhelgissamninga íslendinga og Breta. Erlendur Patursson kveður upp þann dóm um þessa samninga, að þeir séu stórsigur Is- lands. Erlendur bendir á, að i þessum samn- ingum haf i Bretar orðið að viðurkenna f immtiu milna fiskveiðilögsögu íslendinga. íslendingar hafi tryggt sér fullkomlega réttinn til þess að fjalla sjálfir um þau brot, sem framin verði innan 50 milna lögsögunnar. Erlendur bendir á, að aðeins tilteknum togurum, sem á skrá séu, sé veitt leyfi til veiða á tilteknum svæðum. öðrum togurum verði ekki veitt leyfi til veiða. Brjóti eitthvert þess- ara skipa isl. lög og gegn samkomulaginu, striki islenzk yfirvöld þau út af skránni, svo þau missi veiðileyfin um alla framtið. Þá telur Erlendur Patursson, að með sam- komulaginu við Breta hafi íslendingar fengið aflamagnið, sem Bretar hafi hingað til veitt á íslandsmiðum, stórlega skorið niður. Erlendur segir i þessu sambandi, að eðlilegt sé, að skoðanir hafi verið skiptar um það, hve takmarka ætti aflamagn Breta mikið, en allir stjórnmálaflokkar á íslandi hafi hins vegar, þegar til kastanna hefði komið, orðið sammála um að ganga að þessari lausn, sem Erlendur nefnir stórsigur Islendinga. Erlendur gerir þennan landhelgissamning Islendinga og Breta að sérstakri herhvöt til þjóðar sinnar. 1 greininni segir Erlendur m.a.: „íslendingar hafa reist skorður við þvi, hversu mikið útlendingar geta veitt á miðum þeirra, en á miðum okkar verður það i skásta lagi jafnmikið og áður, sem útlendingar geta veitt — og i sumum greinum leyfilegt að auka veiðarnar um 10-25%. Þar næst er þess að geta, að við munum áfram búa við núverandi fisk- veiðilögsögu, tólf milur. Og samtimis og við höfum yfirhöfuð engan rétt til löggæzlu, enga aðstöðu til þess að taka lögbrjóta, engan mögu- leika til þess að dæma þá og eigum þess engan kost að svipta þá veiðileyfi, þá hafa íslending- ar tryggt sér þetta allt." Eru þetta þakkirnar? Snarpar umræður urðu á Alþingi sl. fimmtu- dag um tillögu þeirra Karvels Pálmasonar og Hannibals Valdimarssonar um skipun sér- stakrar, þingkjörinnar rannsóknarnefndar til að rannsaka, hvort landhelgisgæzla hafi verið með eðlilegum hætti úti fyrir Vestf jörðum frá 15. október sl. Ólafur Jóhannesson, forsætis- og dómsmála- ráðherra, sagði i umræðunum, að slikar rann- sóknanefndir væru fátiðar, en ef Alþingi teldi rétt að leggja vissa hópa rikisstarfsmanna undir slika rannsókn, þá ætti vissulega að byrja á öðrum en starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnár, sem hefðu á undanförnu ári lagt lif sitt stöðugt i hættu við mjög erfiðar aðstæður og unnið stórvirki gegn ofureflinu. Væri fremur við hæfi, að Alþingi ályktaði um sérstakt þakk- læti til þessara manna nú, en leggja til slika rannsókn. — TK Jack Anderson, Long Island Press: Feisal vill verða aðalleiðtogi Araba Olían tryggir honum mikil völd FEISAL konungur i Saudi-Arabíu hef ir á valdi sinu oliulokana, sem á veltur, hversu kalt Bandarikjamönn- um þarf að verða i vetur. Yfir- völd Saudi-Arabiu hafa ein á valdi sinu að rjúfa afgreiðslu- bannið á oliu frá Arabarikjun- um. Sérfræðingar fjármálaráðu- neytis Bandarikjanna viður- kenna, að áframhaldandi tak- markanir á oliuafgreiðslu valdi verulegum efnahags- erfiðleikum. Athuganir, sem öryggisráð Bandaríkjanna hefir látið framkvæma, hafa leitt i ljós, að ekki finnst nein leið til þess að auka oliu- streymið, ef Feisal vill ekki skrúfa frá lokunum. LITIÐ ynnist með þvi að hætta matvælaflutningum til Saudi-Arabíu. Feisal konung- ur hefur efni á að greiða úr hinum feikidigra sjóði sinum hvaða verð sem er, fyrir þau matvæli, sem þegnar hans þarfnast frá öðrum löndum. Stungið hefir verið upp á að frysta inneignir Saudi-Arabiu á Vesturlöndum, en ekki er liklegt, að það bæri mikinn árangur. Konungurinn hefir verið svo hygginn að láta af- greiða oliu til þeirra landa, þar sem meginhlutinn af auði hans er geymdur. Oryggisráð Bandarikjanna hefur vitanlega athugað um beitingu hervalds, ef allt ann- að þrýtur. Athugun á þvi máli hefur þó leitt i ljós, að gifurleg hætta stafaði af skemmdar- verkum og örlagarikum bönn- um hvers konar, ef vopnavaldi yrði beitt til þess að ná valdi á oliulindunum i Saudi-Arabiu. ATHUGANIR hafa þvi leitt i ljós, að samningaleiöin sé vænlegust, ef ekki eina færa leiðin til þess að auka oliu- forða Bandaríkjanna, en á hann gengur nú ört. Henry Kissinger utanrikisráöherra átti leynilegar viðræður við Feisal konung, en tókst ekki að hnika hinum aldna þjóð- höfðingja um hársbreidd. Kunnugir og fróðir menn, sem aðild áttu að undirbúningi viðræðnanna, við Feisal kon- ung, hafa bent á, að Kissinger láti betur að leika i valdatafli heimsstjórnmálanna en þeg- ar um efnahagsmál sé að ræða. Hann á til dæmis að hafa verið að þvi kominn að gleyma að kalla til sérfræðing i oliumálum, þegar öryggis- ráð Bandarikjanna tók oliu- afgreiðsluna frá Saudi-Arabiu til meðferðar. KISSINGER fór heldur ekki eftir þeirri ráðleggingu að tala við oliumálaráðherrann, sem talinn er liklegur til þess að greiöa fyrir samkomulagi, ef auðið yrði. Kissinger virðist vilja ráöast á garðinn þar sem hann er hæstur, og ræddi þvi við konunginn sjálfan, sem var hinn kurteisasti, en lét eigi að sfður engan bilbug á sér finna. Konungur lýsti þvi hátiðlega yfir, aö hann væri ekki aðeins fús að leyfa olijafgreiðslu afram, heldur meira að segja að auka hana. En hann kvaðst ekki geta með nokkru móti slakað á klónni, fyrr en að Israelsmenn væru farnir að yfirgefa og afhenda það land, sem þeir tóku i styrjöldinni 1967. Hann minnti Kissinger á margitrekaðar aðvaranir um, að áframhaldandi stuöningur Bandarikjanna við lsrael hlyti að leiða til afgreiðslutak- markana á oliu. " .'¦':' ¦ ¦ ...... E9flf&* * ¦ {¦'. -<'¦"'!¦ Wf t V*'X '*¦ . ts. ¦:*-M'- * ' 'S "*'»*•? fe&fíí' •' - Keisal konungur HIÐ furðulegasta við þetta allt er þó, að öllum ber saman um, að Feisal konungur sé i raun og veru hlynntur Banda- rikjamönnum. Fjölmargir af mestu áhrifamönnum i Saudi- Arabiu stunduðu nám i Bandarikjunum. Sagt er til dæmis, að góðlátlegs metings gæti milli þeirra framá- manna, sem stunduðu nám i norðurhluta Kaliforniu og hinna, sem sátu skóla sunnan- til i fylkinu. Feisal konungur er einnig mjög ákveðinn andstæðingur kommúnista. Honum er enn meira i mun en þeim Nixon forseta og Kissinger utanrik- isráðherra að forðast áhrif Sovétmanna i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Konungurinn metur þó meira en allt annað það hefð- bundna hlutverk sitt að vernda hinar þrjár helgu borgir i heimi múhameðstrú- armanna, Mekka, Medina og Jerúsalem. Hinum aldna kon- ungi er kappsmál að Jerúsa- lem verði aftur falin umsjá múhameðstrúarmanna. FRÓÐIR menn segjaþó, aö fleira hafi áhrif á afstöðu Feisál konungs en trúmálin ein. Honum er umhugað að hamla gegn róttækni i Araba- rlkjunum og efla áhrif hóf- samra manna á öll málefni Araba. Af þessum sökum hef- ur hann stofnað til náinnar samvinnu við Sadat forseta Egyptalands. Feisal konungur getur hins vegar ekki vænzt áhrifa eða þess að verða vel a'gengt um eflingu hófsemi I málefnum, nema þvi aðeins að hann taki að sér forustuna i baráttunni fyrir endurheimtum þess lands, sem Arabar haí'a misst. Þau ráð hans, að beita oliulok- unum sem vopni i stjórnmála- baráttunni, hafa gert hann að hetju iaugum allra Araba. Þvi afsalar hann sér ekki að nauð- synjalausu. HINN aldni konungur er þvi staðráðinn i að herða á oliu- klemmunni, unz Israelsmenn verða knúnir til að hverfa aftur inn fyrir landamærin, sem giltu i ársbyrjun 1967. Hann er reiðubúinn að leggja Aröbum fé til nýrrar styrjald- ar, ef Israelsmenn vilja ekki ganga að þessum skilyrðum. Hann krefst þess einnig, aö valdhafarnir i Washintgton heiti þvi hátiðlega, að Banda- rlkin búi Israelsmenn ekki vopnum aðnýju. öryggisfa'ði Bandaríkjanna virðist þvi torveldara að hafna kröfum Feisals sem það kynn- ir sér betur alla málavexti. Landbúnaðarráðuneytið er að framkvæma gaumgæfilegaat- hugun á matvælaflutningi til Arabarfkjanna. Arið sem leið voru 15 af hundraði innflutts korns til Saudi-Arabiu frá Bandarlkjunum komin, en i ár er gert ráð fyrir, að hlutur þeirra verði eitthvað yfir 20 af hundraði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.