Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1973 KARL GUSTAF XVI, HINN NÝI KON- UNGUR SVÍÞJÓÐAR — Maður á að gera skyldu sína og vera starfi sinu trúr, án þess að taka sjálfan sig of hátiðlegan. Kimnigáfan er það dyr- mætasta, sem við eigum. Sjái maður spaugilegu hliðarnar við lifið, verður allt miklu auðveldara — Þetta sagði afi minn viðmig, og ég hef haft mikla gleði af þessum lærdómi. Hérsést Karl Gústaf ifanginu á afa sinum. Allir Stokkhólmsbúar vissu hvaða þýðingu fallbyssuskotin höföu þann 30. april áriö 1946. Sybilla prinsessa hafði eignazt barn. Fólk stoppaöi á götunum og byrjaöi aö telja skotin, og þegar 42 skotum hal'oi verið hleypt af, þá var mikið um dýröir I Stokk- hólmi — og allri Sviþjóð. Prins hafði fæðzt. FYRIR VETURINN FRÁ GRÁFELDI HF Loófóóraður skinnfatnaóur Ath.góðir greiðsluskilmálar Laugavegi 3 4.hæð sími 26540 oP^W GRÁFELDUR HE Yngsti konungurinn Tvéir síðustu Bernadotte-kon- ungarnir hafa I mörgu tilliti verið elztir. Gustav V var elztur af sænsk- um stjórnendum. Hann var 93 ára, 4 mánaða og 13 daga gamall. Hann varð einnig sá konungur sem stjórnaði lengst i Sviþjóð. Hann lézt á 43. stjórnarári sinu. Gustaf V var auðvitað elztur meðal samtiðar-konunga i Evrópu. Aður en Gústaf Adolf VI lézt, var hann einnig eins og Gústaf V, elzti stjórnandi I Evrópu. Hann yfirgaf þennan heim 91 árs að aldri. Þegar Gústaf Adolf' VI settist i veldisstólinn, var hann eldri en nokkur annar konungur, sem tekiö hafði viö þessu tignar- heiti. Hann vantaði aöeins nokkra daga upp á 69 ára aldurinn. Ef hann hefði verið venjulegur sænskur borgari hefði hann verið á ellilaunum. Sem sænskur þjóðhöfðingi varð hann næstelztur á eftir föður sin- um. Hann var konungur i tæp 23 ár, og var reyndar elztur af evrópskum stjórnendum. Júliönu Hollandsdrottningu vantar þó nokkur ár, til að ná honum. Aftur á móti hafa þrir konungar af Bernadotteættinni setið lengur að völdum en hann: Gústaf V (43 ár) Oskar II (35 ár) og Karl XIV (26 ár) Karl Gustaf XVI er óyggjandi yngsti konungurinn. Hann tók við krúnunni 27 ára gamall. Karl XV var 33 ára, Óskar 135 ára, Oskar I 46 ára Gústaf V 49 ára og Karl XIV 55 ára. Konungur Sviþjóðar er þvi sá yngsti, sem hefur tekið við konungstign af Bernadottun- um. En fyrir hans tið — löngu fyrir hans tima — voru til sænskir konungar, sem voru börn að aldri. Við konungsvigsluna varð Karl Gústav yngstur evrópskra kon- unga. Margrét drottning Danmerkur er næst i röðinni 33 ára að aldri og þar á eftir kemur Baudouin frá Belgiu 43 ára. EHsabet Englandsdrottning er 46 ára,Júlíaná Hollandsdrottning 64 ára og Ólafur Noregskonungur 70 ára. Ólafur Noregskonungur er þvl elztur að árum, en Júliana Hollandsdrottning hefur stjórnað lengst. Það má segja aö Karl Gústaf 'hafi komizt vel frá þvi timabili sem hann var krónprins. Það er ekki auðvelt að vera stöðugt undir smásjá hjá sjónvarpi, blöðum, og útvarpi. Einn geispi á fundi, eöa við opinber hátiðleg tækifæri getur komið af stað orðrómi um þreytu vegna óreglulegs lífernis, — eða þá aö honum hundleiðist. Hugsið ykkur hvernig það er, aö geta f arið á dansleik með góðri vinkonu án þess að vera hund- eltur af ljósmyndurum. En viö skulum ekki finna of mikið til með Karli Giístaf. Vinir hans hafa hjálpað honum mikið og byggt umhverfis hann þagnar- múr. Erlendis hefur hann sjálf- sagt sleppt fram af sér beizlinu við og við — sem reyndar hefur komiö á daginn. Fjölskyldan hefur liklegast ekkj alltaf verið ánægð með myndir og skrif, sem um hann'hafa birzt, þegar hann hefur dvalizt á erlendri grund. En fáist tækifæri til að ræða við hann einslega, þá gefur hann sér alltaf góðan tima — og maður fær hreinskilnisleg svör, ef hann getur treyst blaðamanninum, og fær auk þess að lesa handritið yfir áður en það fer I prentun, er hann heillandi, hnyttinn og opinskár. En bak við vingjarnlegt yfir- borðið skynjar maður, undir hvers konar fargi hann lifir og hve alvarlega hann tekur hlut- verk sitt. Hann tók allt öðru visi á móti fréttamönnum þegar hann var tveggja ára gamall. Þá sat hann og lék sér að kubbum, þegar blaöamaöur og ljósmyndari komu I heimsókn. Margrét Bir- gitta og Désirée prjónuöu og Kristln teiknaði. Allt i einu hentist Karl Gústaf að blaðamanninum, greip tennis- spaða, sem hann hafði undir hendinni og lamdi Kristlnu i and- litiö með honum. Hún brá fyrir hann fæti og hann reiddist vegna árásar uppáhalds systur sinnar og réðist þá „Litli prinsinn" á hinar systurnar. Tennisspaðan- um sveiflaði hann fram og aftur um loftið, það var tilgangslaust fyrir Sybil móður hans að ætla að reyna aö stöðva hann, — þá uppgötvaði hann allt i einu dálitið, sem var nýtt og alveg hræðilegt — ljósblossa ljósmynd- arans! þá — og þá fyrst — lagði hann frá sér spaðann. En hann varð heldur aldrei góður tennis- spilari. Gústaf Adolf VI, hlnn nýlátni konungur Svlþjdðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.