Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. nóvember l!)7:i TÍMINN 9 Hvers vegna bindindismaður? Er-a svo gott sem gott kveða öl alda sonum? Fyrir fáum dögum hringdi til min maður. Hann bað mig að skrifa nokkrar linur i Timann á bindindisdaginn. Ég játti þvi. — Eftir það fór ég að hugsa um væntanlegan greinarstúf og þá vandaðist málið. Eitt hið fyrsta, sem mér kom þá i hug var þetta: Engar tvær mánneskjur (hvað þá fleiri) eru eins. Svo miklir einstaklingar er- um við, að engir tveir menn kváðu hafa eins fingraför. Fyrst nú ytri gerðin er svo sundurleit, hvað þá um innri manninn? Og þar sem við erum öll si svonz, hvert með sinu markinu brennd, hvað hef ég þá að segja, sem þig varðar, sem e.t.v. lest þessar linur? Sterkasti bindindisboðskapur, sem mig rekur minni til að hafa heyrt,barst mér að eyrum alveg nýlega. Flytjendur höfðu ratað i erfiðleika vegna áfengisneyzlu, en siðar tekið sig á i harðri bar- áttu til sjálfsbjargar. betta fólk flutti ekki prédikun en sagði frá eigin reynslu blátt áfram. i þvi var fólginn styrkleiki boðunar- innar. — Og þegar öllu er á botn- inn hvolft: Hvað stoðar ráðgjöf, prédikun, boð og bönn um svo persónulega hluti sem neyzlu drykkjarfanga ýmiss konar við einstaklingsbundna og oft svolitið hrokafulla mannskepnuna, sem ekki er þá upp á það komin að láta segja sér fyrir verkum á þvi sviði? En við getum þó alltaf leyft okkur aö segja hvert sina sögu. Svo langt gengur ekki sjálfsbyrg- ingsháttur okkar manna, að við getum ekki, ef svo ber undir, lært nokkuð af annarra reynslu. Ég ætla að láta það nægja núna að segja brot af minni — og freista að greina frá þvi, hvers vegna ég hef verið bindindismaður, eins og það er kallað, fram á þennan dag. Fyrst er þá þess að geta, að ég man ekki til að ég hafi fundið hjá mér löngun til þátttöku i vin- drykkju. Áfengi var ekki haft um hönd á heimili foreldra minna og margir af minum jafnöldrum neyttu ekki áfengis i uppvexti. Á dansleikjum og i öðrum gleðskap á mannamótum hef ég jafnan skemmt mér svo konunglega, að ekki hefur verið á það bætandi! Ýmsir segja það næsta erfitt að vera þar „allsgáður”, sem vin- drykkja fer fram. Ekkert hef ég orðið var við þetta, og hef þó tíð- um setið slik samkvæmi. Nema eftir þessi tæp 60 ár, sem ég hef að baki, get ég ekki með nokkru móti munað eftir atvikum i þá veru að bindindi gagnvart áfengum drykkjum hafi valdið mér óþæg- indum, ellegar að mér hafi þótt á- horfsmál aö halda uppteknum hætti. E.t.v. mættu þessir punktar, sem hvað mig snertir hafa orðið afgerandi, vera nokkurt ihug- unarefni ungu fólki, sem annað hvort er ekki byrjað eða þá skammt á veg koinið að móta af- stöðu sina á þessu sviði. Rétt er að taka fram, að bindindissemi á bernskuheimili minu fylgdi siðan sterkur bind- indisáróður hjá Bjarna á Laugar- vatni, þegar ég var þar i skóla. Fyrir honum var ég mjög opinn og það þvi fremur sem segja mátti.að maður elskaði og virti Bjarna skólastjóra og marga samstarfsmenn hans við skólann. A barnsaldri var ég vist alltaf fremur kjarklítill og ekkert sér- staklega gefinn fyrir að tefla á tvær hættur. — Þetta hefir þótt loða við mig lengst af. t samræmi við það hefir mér jafnan vaxið i augum sú áhætta, sem ætið er samfara áfengisneyzlu, þvi eng- inn veit með vissu fyrirfram, hvort honum auðnast að gæta ,,hófs” i gegnum árin. Loks er svo þess að geta, að ég hef töluvert miklað fyrir mér þá ábyrgð, sem þvi sé samfara að neyta vins ,,i hófi" við ýmis tæki- færi og gefa með þvi fordæmi og óbeina hvatningu til hvers manns um að vera með. Mér finnst ég ekki mundi vilja taka þátt i slikri sýnikennslu i vindrykkju, vitandi það upp á mina tiu fingur, að fyrir nokkrum hundraðshluta þeirra nýliða, sem „setjast að sumbli" ár hvert, á það að liggja að lenda i erfiðleikum með áfengisneyzl- una. En játa ber það, að með til- liti til þess, sem áður greinir, þá er auðvitað útlátalitið fyrir mig að segja svo. Nú hef ég gert tilraun til að svara þvi með fáum orðum, hvers vegna ég er bindindismaður. Hér skal þvi einu við bæta, að ég dreg mjög i efa,að ég hefði sjálfur farið betur út úr lifinu, þó ég hefði t.d. hesthúsað nokkra hektólit'ra áfengis á umliðnum árum. Ámóta Vilhjálmur IIjálinarsson. ósennilegt þykir mér það, að ég hefði orðið samferðafólki minu hætishóti meir að skapi með þeim hætti. Þess vegna vil ég að lokum biðja góðfúsan lesara að velta fyrir sér þeirri spaks manns spurningu fornri, sem ég tilfærði i byrjun: Er-a svo gott / sein gott kveða / öl alda sonuin? Vilhjálmur Hjálmarsson VYMURA veggfóður I VYNIL í eldhús böð og herbergi VIKKM v Veggfóður- og málningadeild Armúla 24 — Reykjavík Símar 8-54-66 og 8-54-71 Sm mm I 1 m Ef þú ert að leita þér að útvarpsmagnara og kannar markaðinn, munnt þú komast að þeirri niðurstöðu að Model 210 er sá útvarpsmagnari sem þú varst að leita að. Því með Model 210 hefur Sansui tekist að sameina það sem efst er í huga þeirra sem ætla sér að kaupa útvarpsmagnara. Ekki bara í Model 21 0 eru hin rómuðu Sansui tóngæði, heldur er Model 210 ódýrasti útvarps- magnarinn í sínum flokki. Tökum upp nýja sendingu af Sansui í dag. Laugavegi 89. Slmi: 13008

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.