Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sumiudagur 25. nóvember 197:$ I EINA TlÐ VAR RIT- LISTIN MIKILS METIN Höfum viö vanrækt skrift og leturgerð okkar nú á sfftari tim- um? Hvaft er skrift og leturgerft? Svolitift mismunandi hnykkir i bleki efta blýi á pappír, myndu gárungarnir ef tii vill segja. Vift- fangsefni þessarar greinar er ein- mitt hlutverk, mikilvægi og stafta skriftar á islandi nú og einnig verftur ögn skyggn/.t aftur í aldir og litift á þróunina i stórum drátt- um, — hér á landi og crlendis. „Frá þvi ritöld hófst hér á landi, hefur ritlistin verift i nán- um tengslum við menningu þjóð- arinnar. Menn fundu fljótt, að rit- kunnátta var nauðsyn. Ekki að- eins nauðsynleg kunnátta fá- menns hóps embættismanna, heldur allri alþýðu. Ritlistin varð þvi snemma þjóðareign. Menn endurrituðu bækur af stakri vandvirkni. Annálar voru skráð- ir, og bréf fóru manna á milli. Ritað orð var um aldaraðir einn helzti tengiliður i samskiptum manna. Ritlistin var talin til fag- urra lista (leturbr. blaðamanns). Afstaða fólks til viðfangsefnisins ásamt skriftaráhöldum krafðist þess, að menn vönduðu rithönd sina”. L>etta er hluti úr formála bókar, er ber nafnið Leturog kom út árið 1970. L>etta er kennslubók í letur- gerð, en höfundar eru Björgvin Sigurgeir Haraldsson kennari og Torfi Jónsson auglýsingateiknari. Greinin, sem hér fer á eftir, er byggð á viðtölum við þann fyrr- nefnda, Björgvin Sigurgeir, en undanfarin ár hefur hann beitt sér fyrir eflingu og breytingu a skriftarkennslu i skólum lands- ins. Björgvin fæddist að Hauka- bergi i Dýrafirði árið 1936. Hann nam frjálsa myndlist við Hand- iða- og myndlistaskólann, er nú heitir Myndlista- og handiöaskóli Islands, siðan fór hann i handa- vinnudeild Kennaraskólans og lauk prófi þaðan 1963. Einnig stundaði hann nám i hagnýtri myndlist við Staatliche Hoch- schule fur bildende Kunste i llamborg. Og nú siðast fram- haldsnám i Noregi. Að loknu námi við Kennaraskólann 1963 hól' hann kennslu við Vighóla- skóla i Kópavogi, þar sem hann hel'ur kennt siðan. Jafnframt hefur hann kennt við Myndlista- og handiðaskólann frá 1971. Frá barnæsku hefur Björgvin haft mikinn áhuga á myndlist, og hefur um árabil bæði málað og stundað höggmyndalist og grafik. Einkasýningu hélt hann 1968. Auk þess hel'ur hann tekið þátt i haust- sýningum FIM og sýningum My ndhöggvarafélagsins i Iteykjavik. En þetta er þáttur, sem ekki verður fjallað um hér. Áhuginn vaknaöi vegna þarfarinnar — Þegar ég hóf teiknikennslu i Kópavogi fyrir 10 árum, stóð ég frammi fyrir þvi vandamáli, mið- að við þær aðstæður, sem voru i skólanum á þeim tima, að mér fannst eðlilegt, að breytingu yrði að gera á námstilhöguninni og koma inn i teiknikennsluna i skól- anum fleiri greinum, sem þó féllu saman við það, sem mér var falið að gera. Þess vegna tók ég fyrir að kenna leturgerð i fjórða bekk gagnfræðastigsins, með allgóðum árangri. Bæði að minum dómi og samkennara minna varð það til þess, aö frágangur nemenda á skrifuðu máli var mjög til batn- aðar. tslenzkukennarar og aðrir fundu mun á frágangi og skrift þeirra, sem brautskráðust við gagnfræðapróf, og hinna, er luku landsprófi, einkum miðað við það, sem verið hafði næstu árin á undan. — Var þetta eini skólinn, þar sem kennsla sem þessi fór fram um þetta leyti? —■ A þessum tima mun þetta hafa verið eini skólinn. En nokkru siðar munu fleiri skólar hafa tek- ið upp kennslu hliðstæða þessari. — Hvað með þá menntun, sem þú hafðir um þetta leyti. Fannst þér þú hafa nægilega þekkingu til þess, sem þú varst að kenna? — Nei, ég fann fljótlega, að ég var alls ekki nægilega undirbúinn til að veita þessa kennslu. A þess- um tima, 1963, var Torfi Jónsson nýkominn heim frá námi i aug- lýsingateiknun i Hamborg, með skrift sem sérgrein. Og hann hélt nokkur námskeið að tilhlutan Teiknikennarafélagsins uppi i Myndlista- og handiðaskóla — fyrir teiknikennara, sem vildu kenna skrift i skólunum. Ég sótti þessi námskeið, en nokkrum ár- um áður hafði ég, eins og þegar er komið fram, lært skrift sem undirstöðu undir auglýsinga- teiknun i Myndlista- og handiða- skólanum. Nú, jafnhliða þvi sem ég reynd.i að kenna skriftina, reyndi ég að afla mér allra tiltækra upplýs- inga i bókum, skoðaði skrift, æfði ýmsarskriftargerðirog reyndi að færa mér það til nota i skriftar- kennslunni. — Hvenær vaknaði eiginlega áhugi þinn á skrift og skriftar- kennslu? — Hann vaknaði i rauninni ekki fyrr en ég fór að kenna. Hann vaknaði hreinlega af þörf, af þvi að ég vildi gera kennsluna við tækari, og ég valdi skriftina. Ef til vill hafa námskeið Torfa valdið sinu um. og svo hitt. að ég var samtiða honum i Hamborg '61 og '62. en þar var leturgerð m jög virt námsgrein. Enda hafa Þjóðverj- ar ætið staðið framarlega i grafiskum listgreinum. — En hvenær var það svo, sem þú fórst út i þetta sérnám i skrift erlendis, sem þú hefur minnzt á við mig áður? — Það var árið 1970. Þá fékk ég ársleyfi frá kennslu og fór i skóla i Noregi, Statens lærerskole i forming i Osló, komst þar inn ási? asta ár teiknideildarinnar, tók lokapróf frá skólanum og fékk þar með full réttindi, þ.e. auðvit- að norsk réttindi, til teikni- og skriftarkennslu i framhaldsskól- um, þ.e. eftir grunnskólastig. Ég tók form- og litafræði sem aðal- grein, en skrift og skriftarsögu, sem hliðargrein. Þar að auki var svo listasaga og uppeldisfræði, þar sem aðallega var fjallað um kennslu fullorðinna. Forsendur fyrir skriftarnámi minu voru ekki til i Noregi, — skrift var ekki kennd sem sjálfstæð grein við kennaraskólann. Aftur á móti er mjög góð skriftardeild við Statens handverks- og kunstindustriskól- ann i Osló, og þar fékk ég með leyfi skólanna og ráðuneytisins norska að taka hluta námsins. Við skólann vann ég að sérstakri kennsluáætlun — kennslufræði- legri ritgerð, svokallaðri ,,hoved oppgave”, en i henni fjallaði ég um skriftarsöguna, skriftarþróun hjá börnum á aldrinum tveggja til sjö ára með tilliti til teikniþró- unarinnar á sama aldursskeiði. Siðan tók ég fyrir, hvernig byggja skyldi upp nám i skrift og skrift- arsögu fyrir fólk á aldrinum 17 til 19 ára. Þessi kennsluáætlun hæfir t.d. forskóla Myndlista- og hand- iðaskólans, en auðvitað einnig fleiri skólum með fólk á þessum aldri. Litið á skriftina sem list- grein — Hvað um gildi og traustleika islenzkrar skriftar liðinna alda, Björgvin? — tslenzk skrift stendur á mjög traustum merg. Með fáum eða engum þjóðum var skrift eins þýðingarmikill þáttur i lifi manna og hér hjá okkur. Og almenn skriftarkunnátta hefur verið miklu meiri hér en með öðrum þjóðum. Góðir skrifarar voru mikils metnir, — það var litið á þá sem listamenn, — vegna skriftar- innar, sem og vegna skreytinga i bókum. Annars munu stundum aðrir hafa skreytt bækurnar en þeir, sem skrifuðu þær. Einnig var leturgerð rikur þáttur i is- lenzkri alþýðulist. — Þú télur það sem sagt óyggj- andi, að litið hafi verið á skrift hér fyrr á öldum sem listgrein? — Já, tvimælalaust. Það hefur mikil virðing verið borin fyrir þessum mönnum, og er að sjá sem þeir hafi margir hverjir ver- ið á mála hjá rikum mönnum. Tökum til dæmis Flateyjarbók, sem talin er rituð á siðari hluta 14. aldar. 1 formála hennar er greint frá þvi, að hún sé rituð af prestunum Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þorhallssyni, en sá sið- artaldi hafi lýst hana, fyrir Jón Hákonarson, sem var auðugur bóndi, er bjó i Viðidalstungu i Húnavatnssýslu. — Voru það ekki munkar lengi vel, sem einkum lögðu stund á að skrifa bækur? — Fyrst i stað hefur skriftin e.t.v. einkum verið stunduð innan klausturveggja, en einnig á bæj- um rikisbænda: þeir hafa ráðið sérstaka menn til að afrita fyrir sig bækur. Islenzk ritlist lifði sitt blóma- skeið, þegar flest veglegustu handritin voru rituð, eða á 14. öld. Það er reyndar ljóst, að ritmenn- V TuW pgf t v hifírfT ná \ i hvvfmx ftul báiT Urldíuga rtv e v DOftr l>£*Öi *v> ty ttiá ár Inrttt’t ctiji itf-Ijrtpá* fud ímRuvf Hjú m TTd hollii ?!$$ tr Ijcfm5 tm iu|n] |mt v í-c|»fí d lijti hoUt íu ►dtrWgia ftpjí’ ttó? * IwiUi fudtít ; IjolhtíViiöíirt" ! fcml Kíár ád; fr |t6Í -lih hrthibuú Irtttr ftáWui m Jöii ÍTd Uíftiu uítu Br 1tá» t!wu * ym lyuptr fu«1! Hrrtmú i gnopTu (Vnilnár gm*? pih DÖi!:átnrti» drnlhi k .■*—rir>ð. wöH pð I f ftl inf 'inff iNnrtrr tiilr poíFf nc IFpt ttthr 1itpr i%mn MM nlp f lm ~t niK t1 \j htigjá nfT' tttpn ett þo íF dt rtreJ ehuni tÍ fvfc m$ fthi fABk tFru fcpiðe illpaip rtöitáimdtt íprt f cná?t6r prt/í ftúu : uktQtig tó? ep t rtr petii0u ini«il iti d^Htf fftgr Ittni ðr rrtáftft’lmi pirft máru |TuttJ dríf fF eéA íiiö upi hurtrtr <tr h illr dpimö eiifcjiöð tnu chfe^ wltr*• hrtttthr tiulðc ftrrK m«i crl) iuI) ihu v ik fð — úr Flateyjarbók, sem rituft var á siftari hluta 14. aidar. uppnais- stafurinn er A. Hér er um frumgotneskt ietur aft ræfta. 4Jté jutrw hilat& GbwhfíJj'atfyr <r m fUuthÝ %*&$*&£* t UT i<Ltt Smtaat Cc tx sf*kaJlLl* pm&f^ &tfð*f*uýn U»nw> 4 L OCípiJ f? inij mprau'pfja ý* tctl&lurti n f* jöft* \** 'aUih i UffÁ a'Lfei'. Or kgtpU' 0* n 0«» Ctúla Bcrrðnjd lartM 3CIK tothrm íf* ycv fpr Qnftm a* juu arSdicdju' Qnrkd, Gtlhff. a <tr fidfi rtlu tncm kouJ>a Lrft VCX TxjGhaC ölxjffótxdkfm fiaxýpv Q ) flffttg I or a j/íru> - \r* fitrto kmpctá Ltnhj/lþt* kmjt ot mtmjtm, Cxxshn Or alb enrtlM Zn Bdilv a'St/» fstmsf U Scmfc SmmhenMi örfotÆ'. — Or tslendingabók Ara frófta, skrifaft 1651 af séra Jóni Erlendssyni I Villingaholti. Skriftin likist samtlma enskri skrift. Þess má geta, aft aufta bilift fremst I textanum á myndinni var I upphafi ætlaft fyrir skreyttan staf, en greinilega hefur ekki komizt I verk eöa farizt fyrir aft gera þann staf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.