Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 40
GKÐI fyrir góöan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Auglýsingosími Tímans er Þarna mun Sjóminjasafn Islands að öllum likindum rlsa. Svæðið er vestan við Hafnarfjarðarkaupstað og er við fjarðarmynniö á móti Hvaleyrinni. Timamynd Róbert. Sjóminjasafn íslands ™ ■ ptnflnrto f1111 * nf rrrim.m oo í Hafnarfirði FLEST mælir mcð þvi að fyrir- hugað Sjóminjasafn lslands verði reist i Hafnarfirði. Bærinn á sér langa sögu sem helzta höfn á Suð- Vesturlandi, og var um aldaskeið ein aðalkaupskipahöfn landsins. t>ar hófst fyrst þilskipaútgerð hór á landi og siðar togaraútgerð. Hafnarstæðið er fagurt, og land- rými er gott fyrir safnið. Hjóð- minjavörður hefur mælt með þvi, að safninu verði komið upp i Hafnarfirði, bæjarráð hefur sam- þykkt það, og borin hefur verið upp á Alþingi þingsályktunartil- laga um hið sama. Enn er ótalið, að i Hafnarfirði er til mikið af gripum, sem heima eiga i sjó- minjasafni. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur íjallað um málið, og bæjarstjórn hel'ur samþykkt að heita hentugu landsvæði undir safnið. Fleiri en einn staður við Hafnarfjörð kem- ur til greina, en þeir sem fjallað hafa um málið, eru sammála um, að langheppilegasti staðurinn sé svonefnd Ljósafit, sem er i hraun- jaðrinum vestan við kaupstaðinn, og allar likur benda til að þar verði Sjóminjasafn tslands reist. Nokkru lengra frá ströndinni ris Dvalarheimili aldraðra sjó- manna i llafnarfirði, og fer vel á þvi að hafa þessar stofnanir i nokkrum tengslum hvora við aðra. Allt er enn óráðið um, hvenær hal'izt verður handa um að reisa húsakynni yfir safnið, og hvernig þeim verður háttað, en geta má þess, að Gunnar M. Jónasson arkitekt, sem nam sina grein i Finnlandi, valdi sér sjóminjasafn á Islandi sem prófverkefni. t Hafnarfirði er talsvert til af sjóminjum, eins og fyrr er sagt. Er það bæði vegna þess, að kaup- staðurinn stendur á gömlum merg sem útgerðarstaður, og að nokkuð er um liðið siðan farið var að safna gripum. Gunnar Agústs- son hafnarstjóri á sæti i byggða- safnsnefnd Hafnarfjarðar. Hann sagði Timanum, að þegar farið hefði verið að safna munum i væntanlegt byggðasafn, hefði komið i ljós, að langmest af göml- um gripum þar um slóðir væru tengdir sjósókn og siglingum, og lægi þvi beint við að reisa sjó- minjasafn i Hafnarfirði. 1 Hafnarfirði bjó lengi einn öt- ulasti safnari landsins, Andrés Johnson i Asbúð. Hans safn er nú i Þjóðminjasafni. Verður það flutt aftur til Hafnarfjarðar, þegar sjóminjasafnið verður reist þar. Aðrir ágætir safnarar eru i Firð- inum, og hefur Gisli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn, verið hvað duglegastur við söfnunina, og hefur hann dagi umsjón með þeim gripum, sem þegar eru til i safninu. Brydeshús i Hafnarfirði er bók- staflega fullt af gripum, sem eru i eigu byggðasafnsins. Margt af þvi, sem þar er geymt, kemur okkur ósköp kunnuglega fyrir sjónir, en annað er torkennilegra. Margir þeirra muna, sem þarna eru, virðast litið eiga skýlt við fornar minjar og atvinnuhætti. — Sjáðu, þetta fann ég um dag- inn, sagði Gisli, er blaðamaður leit inn i húsið. Hann hampaði kaðaltrossu, og viðvaningurinn sá ekki annað en venjulegan kaðal. — En, sagði Gisli, svona kaðla eru allir hættir að nota, og þeir hafa ekki verið fluttir til landsins í mörg ár. Trossan, sem Gisli fann, er úr hampi, og slikt er ekki lengur not- að á skipum eða i veiðarfæri. Nú er þetta allt úr gerviefnum. Fer þá að skýrast betur geymd margra annarra muna, sem þarna eru. — Netadræsur, upp- stokkuð lina, tréstampar undir bjóð, tágakörfur og sitthvað fleira, sem íyrir nokkrum árum var næsta algeng sjón i hverju sjávarplássi, i bátum og við hafn- ir. Breytingar við sjósókn eru svo örar, að menn varast ekki, að þeir munir og tól, sem notuð voru fyrir skemmstu, eru horfin úr sögunni, og oft er það ekki fyrr en hvorki er orðið eftir tangur né tetur af einhverju atvinnutæki, að maður áttar sig á,að það er horfið fyrir fullt og allt. Þarf þvi að beita nokkurrri athygli, ef menn á ann- að borð kæra sig um að geyma til- tekna gripi, svo að eftirkomandi kynslóðir geti gert sér að ein- hverju grein fyrir fortiðinni. Margt er af gömlum munum i safninu. Nýlokið er að gera við bát, sem smiðaður var á árunum 1870 til ’80. Hann er alheill, með árum, rá og reiða. Þetta er tveggja manna far, og átti Helgi i Melshúsum bátinn siðast, en þar á undan tsak á Óseyri, og er bát- urinn að öllum likindum smiðað- ur af Sveini i Sveinshlið á Alfta- nesi, að sögn Gunnars Ágústsson- ar. Annar gamall bátur er i eigu byggðasafnsins’, og er einnig ver- ið að gera hann upp. Vél var sett i hann um 1930, og verður hún i honum áfram á sjóminjasafninu, en sá bátur var upphaflega smið- aður sem siglari. Annars sagði Gunnar, að svo mikið bærist af munum, að vand- ræði væru með að taka á móti þvi öllu, og sýnir það áhuga manna á að koma upp sjóminjasafni. En að öllum likindum verður stóra fjósið á búinu i Krýsuvik, sem er eign Hafnarfjarðarbæjar, notað til að geyma munina i næstu árin, þar til safnið verður fullbyggt. Þeir sem að safninu standa, hafa ferðast viða og dregið að gripi. Einna mest kemur af Suð- urnesjum, en vestur á fjörðum hafa fengizt vilyrði fyrir nokkrum gömlum bátum, og jafnvel heilu nausti með nær öllum búnaði. Verður allt þetta flutt suður við tækifæri. Auk skipa og búnaðar er búið að Framhald á 37. siðu. -SX' Undirrit......óskar eftir að gerast áskrifandi að Timanum Nafn Heimili • Innkaupastjórar KULDAÚLPUR á mjög hagstæðu verði Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir Jólagjöfin hennar: llmvötn frá heimsþekktum framleiðendum, m.a.: NINA RICKE, PERRY CARDEN, CARVEN Jólagjöfin hans: OLD SPICE Geysilegt gjafavöru- og leikfanga-úrval Heildverilun _ ‘^étur^éturóóon k/\ Suðurgata 14 Símar 2-10-20 og 2-51-01 *..... Sunnudagur 25. nóvcmber 1973 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.