Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1973 Ingólfur Daviosson: Byggt og búið í gamla daga VI :¦:¦:¦:¦:¦:-; ¦¦ ¦.-.: r:-:- :¦:-;¦ :.:¦:¦:¦:¦ ;.;¦ ;-;-;¦;¦ ;-: Kirkjan I Beruf iröi (1952) Llklega hafa timburkirkjur og torfkirkiur veriö byggðar jöfnum höndum i gamla daga, allt frá landnámstíð. Höfðingjar sóttu kirkjuvið til Noregs. Kannski hefur veriö eins konar torfkirkjuskeið á mestu þreng- ingartlmum þjóðarinnar. Hinar lágu, vallgrónu byggingar á Islandi báru sumar hverjar svip af hólum. Kannski eru hug- myndirnar um álfa í hólum og þjörgum mótaöar af lágum grasgrónum kotum, og á hinn bóginn af sögnum um háreistar hallir? Torfkirkjan gamla er þá kristin höll. Alkunna eru torfkirkjurnar á Saurbæ í Eyjafiröi og Vföimýri i Skagafiröi, bdðar hin þokka- legustu guöshús. En fleiri eru enn til þ.á.m. á Hofi á öræfum, bænahúsið á Núpsstaö í Fljóts- hverfi og Grafarkirkja á Höföa- strönd (sjá myndir.) Myndin af kirkjunni á Hofi var tekin sumarið si.Kirkjan er vinaleg að sjá, alvaxin grasi, frá jörð og upp á mæni. Grár viöibrúskur óx á þekjunni innan um grænt grasið, og birkihrlsla stendur gengt dyrum. Bænahúsio á Núpsstaöer Hka grænt og gróið þak og veggir. Hvitir blóm- sveipir geithvanna fóru vel viö græntgrasið,þegarmyndin var tekin I ágúst 1968. Húsið sómir sér ágætlega á heyjavellinum I skjóli bjarkanna, undir brattri fjallshllöinni. Baksviðiö er st<5r- fenglegt, sandar, fljót og jöklar. Ljósar dyrnar bjóða kirkjugesti velkomna. Að Gröf á Höföa- strönd setur klukknaportið sér- kennilegan svip á litla bæna- húsið. Fyrir rúmri hálfri fjórðu öld munu þarna hafa verið bernskuslóöir Hallgrims Péturssonar, unz faöir hans gerðist hringjari á Hólum og hringdi þar stærri klukkum en i Gröf. Það er bjart og hreinlegt, en varla eins hlýlegt yfir gömlu, litlu timburkirkjunum. Til eru reglulegar timburkirkjur, en hér skal aðeins minnzt á hinar lágreistari, turnlausu á Klypps- stað, Berufirði og Fitjum. Loð- mundarf jörður var enn I byggð, þegar tekin var myndin af kirkjunni á Klyppsstað 1953, enda sést fólk viö kirkjudyr undir kirkjuklukkuhjálminum. Þá var búið í Stakkahlíð, Sævar- enda og Úlfsstððum. Sveitin er grösug og hin friðasta. Einu sinni bjó Páll Olafsson skáld Nesi i Loðmundarfiröi. Þarna var Helgi Valtýsson rit- höfundur hjarðsveinn á ung- lingsárum slnum og á Seljamýri fann Isak barnaskólafrömuður. blómið fagra, gulkollinn. Fyrir alllöngu var reist stórt steinhús á Seljamýri og liparitmolum og biksteini blandað I steypuna. En húsiö molnaöi fljótt niður. Skyldi biksteinninn I Stakkahllð einhvern tlma verða hagnýttur? Eitt unga leikritaskáldiö okkar mun ættað úr Loðmundarfirði þótt ekki sé það borið og barnfætt þar. Afinn söng messu á Klyppsstað. Kirkjan litla i Berufirði ber kross sinn með sóma undir klet.tahliðinni. Það var bjart yfir sveitinni og brakandi þurrkur, þegar myndin var tekin 10/8. 1952. Enn kalla klukkur á Fitjum i Skorra- dal fólkið til messu, þótt strjál- býlt sé orðið innan til i dalnum. Furðu margir munu hafa fengið frið I sálina I þessum gömlu torf- og timburkirkjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.