Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. nóvember 1973 TÍMINN 11 íslendingasaga, sem vex að gildi með árum og öldum Jón Thorarensen: Útnesjamenn, þriðja útgáfa. Nesjaútgáfan, 1973. Verð: kr. 1.356.00 Þegar Otnesjarnenn eftir séra Jón Thorarenséh komu út 1949 vakti bókin mikla og verðskuld- aða athygli. Tvær útgáfur bók- arinnar seldust upp á útgáfuár- inu. Til þessarar athygli, vin- sælda og viröingar voru aug- ljósar ástæður. Þetta var svip- mikil ættarsaga frá liðnum öld- um, vel rituð og stórbrotin að efnivið úr lifi genginna kyn- slóöa. En þó var mest um vert, hve trúverðuga mynd hún sýndi af lifsstríði, atvinnuháttum, náttúrufari , þjóðháttum og mannlifi mikils háttar sjósókn- arhverfis a Suðurnesjum á horf- inni tið. Mál hennar var auðugt af orðum.tálsháttum og lýsing- Séra Jón Thorarensen um, sem beinlinis var bjargað úr glatkistunni i þann mund.sem hún var að iokast. Höfundur hafði á valdi sinu ótrúlega kjarnmikið málfar úr þessum ga'mla sjóði. Þetta allt saman gerði bókina að mikilvægum þætti tslendingasögunnar, og enginn vafi er á þvi, að gildi hennar vex æ því meir sem tim- ar liða. Nú hafa Útnesjamenn verið ó- fáanleg bók á markaði hart- nær þrjá áratugi, og þvi var gild ástæða til að gefa hana út i þriðja sinn, svo sem nú hefur verið gert. Sú útgáfa er i falleg- um og vönduðum búningi, að þvi er bezt verður séð, og aukið við hana smáræði, sem hiklaust má telja til sögubóta. útnesjamenn eru sem kunnugt er ættarsaga, sem nær yfir aldafbil og segir frá fjórum kynslóðum að minnsta kosti. Hver kynslóð fær sinn sógukafla, en þeir kallast: Rismál, Stórstraumur, Oldu- faldur og Fallaskipti, og eru heitin táknræn um framvindu sögunnar og það fólk, sem mest kemur við hana. Þá fylgir i sögulok ættartala og niðjaskipt- ing þeirra Kirkjubæjarmanna, og dylst vist fæstum, að þar er raunverulegt fólk leitt fram en engar hugsmiðar, þótt nöfnum sé eitthvað breytt, enda er bein- linis gerð grein fyrir þessu sanngildi i bókarauka, sem höf- undur bætir nú við þriðju útgáf- una og kallar „örfáa írtnesja- lykla". Er að honum mikill og góöur skilningsauki fyrir les- endur, sem ekki eru hagvanir á söguslóðinni. Höfundur kveðst hafa skrifað Útnesjamenn á tveim sumrum 1947 og 1948 og lokið henni alveg næsta vetur. Um tilgang verksins segir hann: ,,Ég skrifaði Útnesjamenn i þeim höfuðtilgangi að lýsa þjóð- háttum, einkum á Suðurnesjum, á tlmum hinnar gömlu útgerð- ar, sem stóð með mestum blóma frá 1850—1900. A þeim timum voru teirtahringar og áttahringar hin stóru skip á vetrarvertiðum. Teinahringar voru prýði hverrar verstöðvar. Þeir voru 20 álnir milli hnifla. Þeir höfðu 19 manna áhöfn og skipt var I 22 staði eða 11 köst, þar af þrir hlutir dauðir, eða svokallaðir skipshlutir, 2 fyrir skip en 1 fyrir tillögur". Siðan segir svo um sögustað- ina i bókinni: „Vogurinn I sögunni er Kot- vogur. Kirkjubær er Kirkjuvog- ur, Sandar eru Básendar, Tang- ar eru Stafnes hið forna sýslu- mannssetur Gullbringusýslu, og Otsalir eru prestssetrið Hvals- nes, þar sem sóknarprestar Hafnamanna sátu samfleytt frá 1370—1811. Kotvogurinn var æskuheimili mitt, þessi þjóðkunna útvegs- jörð hins gamla tima. Kotvogs- bærinn var geysilegur að stærð, alls 16 hús og mörg þeirra stór. A árunum kringum 1870 voru gerð þar út frá heimilinu 3 stór- skip & vetrarvertiðum — tveir teinahringar meö 38 sjómönn- um og áttahringur með 12 manns. Það voru 50 sjómenn alls. Þar við bættist heimilis- fólkið 6 vinnukonur, 3 hlutakon- ur og 4 vinnumenn, hjónin og bórnin 8 manns, og stórskipa- smiður, sem var fastur heimilismaður. Svo fjölmennt var þarna fyrir hundrað árum". Þetta segir séra Jón, og fer þá ekkert á milli mála lengur um sanngildi sögunnar og heimild- ir. Hér er þvi um að ræða sögu raunverulegrar Kirkjuvogsætt- ar. Þótt Útnesjamenn séu þó öðrum þræði skáldsaga að þvi er varðar atburðalýsingar, mannlýsingar, samtöl og fleira, stendur sagan föstum fótum i raunveruleikanum, og vafa- laust setur það höfundi vissar hömlur. Persónulýsingar sögunnar eru viða mjög athyglisveröar, og þarna eru engir veifiskatar á ferð. Manndómurinn bregzt ekki, né heldur hvers konar stórlæti I lifinu, þótt áfallasamt verði á lifsfarinu og syndin sé Sauðfjárjörð óskast Vil kaupa eða leigja góða jörð frá og með næstu fardögum. Aðeins landmikil og góð sauðfjárjörð kem ur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Timans merkt Sauðfjárjörð 1655 fyrir 15. desember. tið fylgikona. En það er sem margt þetta gerðarfólk kunni á þvi lagið að gera sér hana undirgefna og snúa afleiðingum hennar sér i hag. En mestur aðall Útnesja- manna er og verður málfar sög- unnar og gamlar orömyndir sterkrar merkingar frá sér- kennum lífsins i þessum útgerð- arstað á liðnum öldum, oröafar, sem átti þarna föðurland, en þekktist ekki annars staðar nema að nokkru leyti. Svo sér- stakt hefur lifið á þessum slóð- um veriö, aöþar varðtilmálfar, sem hæfði þar og ekki annars staðar. Þarna hefur séra Jón bjargað miklu, og fyrir það verða útnesjamenn ætlð Islend- ingasaga sem aldrei fellur i gildi. Og vist má telja, að þetta verði ekki siðasta útgáfa sög- unnar. —AK Eín ég sit og sauma Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SÍNGER 760, fullkomnari en nokkru sinni fyrr. NY TEGUND SINCER 760 #Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett í fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. # Þræðingarspor, allt frá 1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk præðing. VERÐ 26.956,00. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA # Véladeild ^^ ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.