Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1972 F^\\ llh, / .illll ■ Hannes Jónsson félagsfræðingur: ÞETTA ER ÖRUGLEGA RÓTTÆKASTA. EN FRIÐ- SÆLASTA EFNABYLTING, SEM HÆGT ER AÐ FRAMKVÆMA Samtal við Hannes Jónsson um framleiðslusamvinnufélög Eins og fram kom hér aö fram- an í viðræðum við rafvirkjana hjá Samvirki, var það Ilannes Jóns- son, félagsfræöingur, scm var hugmyndafræðingurinn bak við framleiöslusamvinnufélag raf- virkja, en llannes lagði undir- stöðuna með þvi að semja sam- þykktir félagsins og réttarform. Við áttum þvi stutt samtal við Hannes Jónsson félagsfræðing um tiidrög þcss, að hann tók þctta verk að sér, en Ilannes er kunnur sam vinnuinaður. Sagðist honum frá á þessa leið: FUF gaf út bæk- ling um framleiðslu- samvinnu 1953 — Það eru nú liðnir meir en tveir áratugir siðan ég byrjaði að sinna framleiðslusamvinnu, sem er mikið og merkilegt mál. Arið 1953 gaf Félag ungra framsókn- armanna til dæmis út eftir mig stóran bækling um framleiðslu- samvinnu og sitthvað fleira. Framleiðslusamvinna, ef henni væri beitt gæti haft mikil áhrif á hag manna og ég hika ekki við að segja, að þetta er örugglega rót- tækasta, en friðsælasta efnahags- bylting, sem hægt er að fram- kvæma, vegna þess að hún sam- einar fjármagn og vinnu i hönd- um þeirra, er starfa við fram- leiðsluna. Hún er, eða getur verið, einn veigamesti þátturinn i þvi, sem við nefnum atvinnulýðræði. Félagsleg hönnun A sinum tima leituðu rafvirkjar til min með stofnun framleiðslu- samvinnufélags, en mitt verkefni fyrir félagið var félagsleg hönn- un þessarar starfsemi. Samdi ég fyrir þá samþykktir fyrir fram- leiöslusamvinnufélag, þannig að unnt var að skrásetja félagið sem samvinnufélag, en samvinnulög- in eru orðin mjög gömul hér á landi og hafa ekki verið endur- skoöuð. Þau eru að þvi leyti til úr- elt, að þau gera ekki ráð fyrir framleiðslusamvinnufélögum sérstaklega. t tilkynningu til firmaskrárritara , (sbr. 10. og 11. gr. laga um samvinnufélög nr. 36, 27. júni 1921) segir, að tilgangur- inn og starfsemi félagsins sé: Að bæta hag starfandi rafvirkja I félaginu mcð þvi, að reka raf- magnsverkstæði, annast raflagn- ir, viðgerðir á raftækjum og hvers konar þjónustu, sem til- heyrir verksviði rafvirkja, svo og að reka innflutningsverzlun og annast hvcrs konar raftækja-og efnissölu til rafvirkja. Annar tilgangur er svo auðvitað sá, að bæta kjör og félagslega að- stöðu rafvirkja þeirra, með þvi að tryggja launajafnrétti og hindra arðrán af vinnu þeirra. — Hvert er i stuttu máli megin- markmið framleiðslusamvinnu- félaganna? Markmið fram- leiðslu sam- vinnunnar — Meginmarkmið framleiðslu- samvinnufélaganna eru fjögur: 1 fyrsta lagi, að uppræta fjármuna- lega mismatiðá mönnuinmeð þvi aö sameina fjármagn og vinnu i höndum hins vinnandi fólks við atvinnureksturinn. 1 öðru lagi, að afnema arðrán af vinnu, með þvi að tryggja hinu vinnandi fólki allan afrakstur fjármagns og vinnu og finna þannig og greiða verkafólkinu sannvirði vinnunnar við fram- leiðsluathöfnina. 1 þriðja lagi, að tryggja verka- fólkinu á lýðræðislcgan hátt yfir- ráð við stjórnun atvinnurckstrar- ins. 1 fjórða lagi, að gera verkafólk- ið efnalega sjálfstæða framleið- endur, sem ráða bæði fjármagni og vinnu, yfirtaka hlutverk at- vinnurekandans, uppræta milli- liðinn og efla sjálfstæði verka- fólksins. Enn eitt grundvallaratriði, sem telja verður til markmiða fram- leiöslusamvinnufélaga, eins og allra annarra félaga, sem vinna að varanlegum framförum og kjarabótum launþega, er að vinna að framförum I verktækni og vinnuaðferðum viðkomandi starfsgreinar. Tækniframfarir, vaxandi verktækni og vinnuhag- ræðing, sem miða að aukinni framleiðni og framleiðslu, eru forsendur bættra lifskjara og vaxandi hagsældar og þar með meginundirstaða varanlegra kjarabóta. Að þessu hljóta fram- leiðslusamvinnufélögin þvi að keppa. Hagnýtingin á framleiðslusam- vinnu sem úrræði í kjarabarátt- unni gerir verkamanninn ábyrgj- an þátttakanda ekki aðeins i framleiðslunni heldur einnig í at- vinnu- og viðskiptarekstrinum. Innan vébanda framleiðslusam- vinnufélagsins er hinn starfandi maður i senn eigandi fyrirtækis- ins með félögum sinum og vinnu- þiggjandi, sjálfstæður launþegi og atvinnurekandi, sem rekur fyrirtæki sitt á félagslegum grundvelli, þvi gert er ráð fyrir athafnafrelsi og blönduðu hag- kerfi, þar sem athafnasvigrúm er fyrir einkarekstur, samvinnu- rekstur og opinberan rekstur. Helztu vandamál framleiðslusam- vinnufélaga. — Hver eru helztu vandamál framleiðslusamvinnufélaga? — 1 þessu sambandi er rétt að taka fram, að starfræksla fram- leiðslusamvinnufélaga er ekki eins auðveld og menn kunna að halda. Dauðatala þeirra er mjög há. A vegi þeirra eru margir þröskuldir, sem erfitt hefur reynzt fyrir vinnandi fólk að yfir- stiga. Skal ég nú drepa lauslega á fjóra þeirra: 1 fyrsta lagi er skortur verka- fólks á rekstursfétil þess að koma fjárhagslega fótunum undir fé- lögin. 1 öðru lági má nefna skort á við- skiptavinum, einkum á meðan veriðerað byggja fyrirtækið upp. 1 þriðja lagi má nefna skort verkafólksins á reynslu við fram- kvæmdastjórn fyrirtækja og fjár- munalega starfsemi. Og i fjórða lagi má nefna ýmis- leg persónuleg miskliðarefni, sem upp geta komið meðal fé- lagsmanna i slikum sameignarfé- lögum, svo sem afbrýðisemi, ó- ánægju og tortryggni af einu eða öðru tagi, sem er afleiðing félags- legs vanþroska. Reynslan sannar, að öll þessi atriði hafa á ýmsum stöðum og timum orðið framieiðslusam- vinnunni fótakefli. Mér virðist þó, að það sé langt i frá, að þessir erfiðleikar séu ó- yfirstiganlegir miðað við núver- andi ástand i islenzku þjóðfélagi. Iðnsveinar á tslandi eru t.d. ekki það illa á sig komnir fjár- hagslega, að þeir geti ekki margir saman lagt fram nægjanlegt fé til þess að mynda þann höfuðstól framleiðslusamvinnufélags, sem nægja mundi til þess að koma fót- Hannes Jónsson félagsfræðingur. Hann er hugmyndafræðingurinn bak við framleiðslusamvinnu- félagið. unum undir slikt firma, sem gæti svo opnað viðskiptareikning i banka, er tryggði þeim eðlilegt rekstursfé likt og öðrum firmum i landinu. Hitt er lfka augljóst, að eftir- spurn efjtir atvinnuþjónustu iðn- sveina er það mikil á Islandi i dag, að ekki ætti að verða skortur á viðskiptavinum fyrir fram- leiðslusamvinnufélag iðnsveina, enda ætti að vera auðvelt fyrir starfandi samvinnufélög og sam- vinnusamtök i landinu að beina verkéfnum til slikra félaga. Hvað snertir þriðja erfiðleik- ann, skort verkafólks á reynslu við framkvæmdastjórn fyrir- tækja og fjármunalega starfsemi, þá er þess að gæta, að fram- leiðslusamvinnufélög geta að sjálfsögðu, ekki slður en önnur fyrirtæki, ráðið i sina þjónustu viðskiptafræðinga eða aðra menn með verzlunarþekkingu og reynslu af fjármunalegri starf- semi og viðskiptalifinu. Fjórði erfiðleikinn snertir fé- lagsandann innan félagsins. Rið- ur að sjálfsögðu á, að forusta fé- lagsins geri sér far um að skapa og viðhalda heilbrigðum félags- anda, efla félagslegt siðgæði fé- lagsmanna, og fyrirbyggi þar með að persónuleg afbrýðisemi, flokkadrættir, óánægja og tor- tryggni grafi um sig meðal fé- lagsmanna. Að sjálfsögðu veltur mest á aðalforustumönnum fé- lagsins hvað þetta snertir. Gegni þeir hlutverki sinu vel, ætti þetta ekki að verða framleiðslusam- vinnufélagi fremur en öðrum fé- lögum atvinnu-og viðskiptalifsins að fótakefli. Elzta grein samvinnunnar — Hvað geturðu sagt okkur um uppruna framleiðslusamvinnu? — Framleiðslusamvinnan er elzta grein samvinnufélaga. Hún á uppruna sinn i Frakklandi fyrir áhrif Buchez árið 1831: hún hefur gengið mjög misjafnlega, og mér finnst sérstök ástæða til að taka það fram, að dauðatala fram- leiðslusamvinnufélaga er hlut- fallslega hærri en nokkurrar ann- arrar tegundar samvinnufélaga. Samt sem áður er það staðreynd, að innan alþjóðasambands sam- vinnumanna eru nú samtals 63.110 framleiðslusamvinnufélög meö samtals 5,4 milljónir félags- manna og velta þeirra var um 1.780 milljónir sterlingspunda ár- ið 1968. Skilgreining og flokkun — Væri hægt i stuttu máli að skilgreina samvinnuformið frek- ar að þessu leyti? — Framleiðslusamvinnufélög- in má skilgreina þannig, að þau séu atvinnufyrirtæki, sem verka- fólkið, er við þau vinnur, á og rek- ur á eigin ábyrgð og áhættu á grundvelli lýðræðislegrar stjórn- skipunar og nýtur alls afraksturs- ins af I hlutfalli við framlagða vinnu. Aðalhlutverk framleiðslusam- vinnufélaganna er og hefur verið að vinna að félagslegum og efna- hagslegum hagsmunum meðlima sinna, með þvi að veita þeim stöö- uga vinnu, tryggja þeim allan af- rakstur vinnu og fjármagns og gera þá þannig sjálfstætt verka- fólk á grundvelli gagnkvæmrar samhjálpar. Framleiðslusamvinnufélög flokka I tvo meginflokka. Anna* vegar ,eru iðnfélög með sam- vinnusniði, en hins vegar iðjufé- lög með samvinnusniði. 1 iðnfélögunum bindast iðn- sveinar samtökum til þess að ger- ast sjálfstæðir verktakar, vinna fyrir eigið verktakafélag, sem flytur þá oft einnig inn vöru og hráefni og annast sölu á henni, jafnframt vinnunni, beint til vinnukaupenda. 1 iðjufélögunum gerir vinnandi fólk aftur á móti samtök sin á milli til þess að framleiða mark- aðsvöru úr hráefni eða að ein- hverju leyti unnu efni og selja hana ýmist til annarra samvinnu- félaga eða dreifingaraðila á neyt- endamarkaði, segir Hannes Jóns- son félagsfræðingur að lokum. Bólstrarar og bif- vélavirkjar næstir Hugsjónamenn og fræðimenn af ýmsu tagi hafa um aldir reynt að uppræta arðrán af vinnu, ým- ist með þvi að leggja hugmynda- fræðilegan grundvöll, eða gera blóðugar byltingar i nafni réttlæt- is. Bylting Hannesar Jónssonar félagsfræðings og rafvirkjanna i framleiðslusamvinnufélaginu er kyrrlát og lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. En innan raða félagsmanna er heilbrigður og mikill áhugi, sem utanaðkomandi maður skynjar. Kannski er þetta fyrsti blær, sem boðar nýtt vor i mannlifi og nýjar framfarir i málefnum vinnandi stétta. Þótt ekki kæmi það fram hér, er okkur kunnugt um, að Hannes Jónsson félagsfræðingur er að vinna að svipuðum verkefnum um þetta leyti, þar eð ýmsar fleiri stéttir hugleiða nú framleiðslusam- vinnufélög, svo sem bifvélavirkj- ar og húsgagnabólstrarar, svo eitthvað sé nefnt. Jónas Guömundsson Lögfræðiskrifstofa Vilhjálms Arnasonar hrl., Iðnaðarbankahúsinu, Lækjargötu 12 3. hæð, simar 24635 og 16307. Jón B. á lager Samvirkis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.