Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 5
Sunnúdagur 25. nóvember lilí:i
TÍMINN
Lyndon B.Johnson afhjúpaður
Nei, það er ekki verið að fletta
ofan af einhverjum misgjörðum
Johnsons forseta, þó að ef til vill
megi lesa það út úr fyrirsögn-
inni. Hann slapp við Watergate-
hneyksli í sinni forsetatið, þótt
fundið væri að ýmsu hjá honum.
Hér sjáum við ekkju hans Lady
Bird Johnson vera að afhjúpa
brjóstmynd af eiginmanni
sinum sáluga. bessi mynd
stendur i geimferðastöð i
Houston i Texas, sem hefur
verið skirð eftir forsetanum
fyrrverandi og heitir Lyndon B.
Johnsons — geimferðastöðin.
4f Síðasta kvikmynd BB?
Brigitte Bardot segist vera fast-
ákveðin aö hætta að leika i kvik-
myndum nú þegar hún hefur
lokið við a ð leika i myndinni
„Colinot". —Þetta verður
siðasta kvikmyndin min, segir
hún, hvort sem henni snýst nú
hugur eða ekki. Hún varð
nýlega 39 ára og aldurinn setur
sin mörk á hana eins og aðra.
Þegar átti að senda út aug-
lýsingamyndir fyrir þessa
siðustu kvikmynd, þá fór
Brigitte yfir þær myndir, sem
átti að birta og hún lét eyði-
leggja f'leiri en eina, vegna þess
að þar sáust hrukkur eða eitt-
hvað, sem henni likaði ekki.
Kngu að siður cr hún hin
fegursta kona og glæsileiki
hennar og yndisþokki hefur sið-
ur en svo horfið, þó að arin scu
að verða 40. Karlmenn elta hana
stöðugt á róndum, og heyrzt
hefur, að nú sö BB að hugsa til
giftingar einu sinni enn. Sá
hamingjusami er 24 ára náms-
maður, sem hefur siðustu mán-
uði verið dyggur förunautur
hennar.
Uppskeruhátíð 4±
í Póllandi
1 seplember i haust var haldin
mikil uppskeruhatið i Póllandi.
Var þar mikiðum dýrðir og allir
trtku þátt i hátiðinni, jal'nl ungir
sem gamlir. Ilátiðarsvæðið var
skreytt mcð blómum og plönl-
um. Þarna sjaum við aðal-
skreytinguna, sem gerð er úr
margs konar jarðarávöxtum og
gnenmeti.
Vín í sundlauginni!
Fra Paris er okkur hermt, að i
Frakklandi hafi verið geysileg
vinuppskera siðaslliðið sumar,
ogsumir vinbaíiidur lent i vand-
ræðum með geymslur undir vin-
l'ramleiðslu sina. t Mathas, rett
fyrir utan l'aiis helur bæjar-
sljórnin ákveðið, að leigja út
þrjár sundlaugar til vinyrkju-
bænda i héraðinu, þegar kom á
daginn að uppskeran varð svo
mikil, að allar geymslur voru
yfirfullar og til slórvandræða
horlði. Nú á að lála valnið renna
úr sundlaugunum, siðan á lik-
lega að hreinsa þær eitthvað og
lylla þær svo af vini. Skyldi ekki
einhvern langa til að fara i
laugarnar í Mathas!?
4C
*
Beykirinn hefur
nóg að gera
Svo lengi sem menn rækta
vínber á vinekrum og drekka
vínið, sem úr þeim er gert,
verður nóg að gera fyrir beykja
It>yzkalandi, að þvf er sagt er. I
þúsundir ára hafa beykjar haft
þar næga atvinnu við aö hand-
smiða vinámur úr eik, en til
þess að fá fyrsta flokks vín
þurfa vinámurnar líka að vera
fyrsta-flokks, þvi að i þeim
verður að geyma vinið, svo það
verði með réttu bragði. Þvi
miður verða beykjar færri með
hverjum deginum sem liður.
Hér er um handiðnað að ræða,
sem vélavinna getur ekki tekið
við, ef allt á að vera eins og til
er ætlazt. Óttast menn nú i
Þýzkalandi, að þar verði brátt
enginn fáanlegur, sem kann að
handsmiða 600 litra ámur,
svipaðar þeim, sem maðurinn
er að bora á gat hér á myndinni.