Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 22
22 Bobby Fischer er af mörgum talinn besti skákmaður allra tíma enda voru yfirburðir hans ótrúlegir þegar hann var upp á sitt besta. Eftir 1972 dró hann sig hins vegar úr sviðsljósinu og síðan hefur hann ekki verið samur. Þróun? Segja má að Fischer hafi af eigin rammleik brotist fram í skákheiminum en á eftirstríðsárunum stóðu Banda- ríkjamenn Sovétmönnum langt að baki við taflborðið. Framan af var stíll hans nokkuð fyrirsjáanlegur og hann tefldi yfirleitt sömu byrjanirnar. Árið 1972 kom hann Boris Spasskí hins vegar verulega á óvart því þá var eins og hann hefði breytt um aðferðir. Að sögn Helga Ólafssonar stórmeistara telja flestir skáksérfræðingar að í Reykja- víkureinvíginu hafi Fischer verið að færast á nýtt stig og því sé synd að hann hafi horfið af sjónarsviðinu eftir það. Þegar hann tefldi árið 1992 við Spasskí í Júgóslavíu var hann skugginn af sjálfum sér, en það vildi honum til happs að Spasskí var enn lélegri. Fischer sýndi þó ágæta spretti en samt lék hann mun oftar af sér en menn bjuggust við. Sérkenni? Fischer þótti alla tíð mjög nákvæmur og staðfastur skákmaður sem fór sínar eigin leiðir við skákborðið. Hann var geysilega baráttuglaður, og ólíkt sam- tíðarmönnum hans sem margir léku upp á jafntefli, eins og Spasskí og Petr- osjan, barðist hann alltaf til síðasta manns. Það skipti engu máli þótt hann væri að vinna mót, hann tefldi hverja skák af fullum krafti þannig að á blómatíma sínum varð hann yfirleitt langefstur á mótum. Fischer þótti hafa yfir gífurlegri einbeitingu að ráða, hann sat yfirleitt allan tímann við borðið og það var erfitt að sitja á móti honum. Skákstíll hans er álitinn mjög stílhreinn og glæsilegur, nánast klassískur, og mjög rökréttur. Gömlu meistararnir voru Fischer hugleiknir og hann leitaði að hugmyndum í smiðju þeirra. Dæmi? Viðureign Bobby Fischer og Argentínu- mannsins Oscars Panno á skákmóti í Buenos Aires árið 1970 gefur góða mynd af rökréttum stíl Fischers. Þegar hér er komið sögu er búið að leika 27 leiki og hefur Fischer hvítt. 28. Be4! De7 29. Rxh7! Rxh7 30. hxg6 fxg6 31. Bxg6 Rg5 32. Rh5 Rf3+ 33. Kg2 Rh4+ 34. Kg3 Rxg6 35. Rf6+ Kf7 36. Dh7+ Svartur gafst upp. Fischer vann mótið með yfirburðum, fékk fimmtán vinninga af sautján mögu- legum. Tefldi alltaf til sigurs FBL GREINING: SKÁKSTÍLL BOBBY FISCHER 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Glataður snillingur Líf Bobby Fischer hefur verið þyrnum stráð en líklega hefur hann sáldrað þeim flestum sjálfur. Vinir hans segja hann þó viðkvæmt ljúfmenni sem hefur gaman af Robbie Williams. FISCHER Bobby Fischer hefur verið boðið dvalarleyfi á Íslandi og standa vonir manna til að þar með ljúki þrautagöngu þessa sérstæða snillings. Á margan hátt hefur Fischer verið sinn eigin versti óvinur. Ofstækisfullar skoðanir hans hafa vakið fólki efasemdir um geðheilsu hans en þeir sem manninn þekkja segja að þar fari hinn mesti ljúflingur. Snjall snáði Robert James Fischer fæddist í Chicago árið 1943 en tveimur árum síðar skildu foreldrar hans. Móðir hans og eldri systir sáu um að ala piltinn upp og var hann alla tíð afar náinn þeim. Samband Fischers við konur hefur mótast mjög af þessum aðstæðum, hann sækir fyrst og fremst í ástúð og umhyggju af hendi kvenna en af þeim hefur verið nokkuð í lífi hans. Sex ára að aldri lærði Fischer að tefla af bókum og á nokkrum vikum var hann orðinn það fær að hann lagði sér reyndari menn að velli. Fimmtán ára gamall varð hann Bandaríkjameistari í fullorð- insflokki. Sigurinn færði honum jafnframt stórmeistaranafnbót en aldrei áður hafði jafn ungur skák- maður hreppt þennan titil. Bjó sig undir heimsendi Í upphafi sjöunda áratugarins tók Fischer að gefa sig mjög að trúar- legum efnum. Hann var undir miklum áhrifum frá bandarískum útvarpspredikurum á snærum hinnar svonefndu Alheimskirkju Guðs, sem þrátt fyrir nafnið var frekar lokaður sértrúarsöfnuður. Prestar safnaðarins spáðu því að heimsendir væri yfirvofandi þar sem Bretlandi og Bandaríkjunum yrði tortímt af einhvers konar Bandaríkjum Evrópu. Það er því væntanlega ekki tilviljun að á þessum tíma gerðist hann æ tor- tryggnari í garð Sovétmanna. Trúarsannfæring Fischers beið hins vegar skipbrot um svipað leyti og einvígið í Reykjavík fór fram en þá gerði Fischer sér ljóst að dómsdagspár Alheimskirkjunn- ar væru byggðar á sandi og þar við bættist að leiðtogar hennar voru flestir flæktir í kynlífs- hneyksli. Má leiða að því getum að reynslan hafi haft talsverð áhrif á kappann enda varð breyting á at- ferli hans um þetta leyti, sem kunnugt er. Í ólgusjó eftir einvígið Einvígi aldarinnar, sem Fischer og Boris Spasskí háðu í Reykjavík sumarið 1972, var vendipunktur- inn í lífi Fischers. Vegsemdin sem fylgdi heimsmeistaratitlinum markaði jafnframt upphafið að endalokunum, hann tefldi ekki opinberlega næstu tuttugu árin á eftir heldur fór nánast huldu höfði. Þannig náðust ekki samn- ingar um keppnisfyrirkomulag þegar kom að því að verja titilinn árið 1975. Fischer hefur verið á hálfgerð- um vergangi æ síðan. Hann bjó í Bandaríkjunum fram á níunda ára- tuginn en flæktist svo til Evrópu þar sem hann sigraði Spasskí í sögufrægu einvígi árið 1992. Viður- eignin fór fram í Júgóslavíu en vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna gáfu bandarísk stjórn- völd út handtökuskipun á hann. Fischer skaut svo upp kollinum næstu árin á eftir í ýmsum fjöl- miðlum, meðal annars Silfri Egils, þar sem hann sakaði gyðinga um allsherjarsamsæri. Frægt varð þegar hann fagnaði árásunum 11. september 2001. Fyrr á þessu ári var hann hand- tekinn í Japan fyrir að hafa ógilt vegabréf undir höndum og nú hef- ur honum verið boðið hingað. Sjálfskaparvíti Hátterni Fischers hefur gefið vangaveltum um geðheilsu hans byr undir báða vængi. Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og fyrrver- andi forseti Skáksambands Ís- lands, segir ljóst að Fischer sé mjög tortrygginn og segi hluti sem lýsi mjög sérstökum viðhorf- um. „Þetta eru einkenni sem eiga mjög oft við vænisýki,“ segir Áskell en tekur þó fram að alls ekki sé hægt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hitta það. Áskell þekkir ekki til þess að Fischer hafi verið meðhöndlaður af geðlækn- um. „Það er í það minnsta ljóst að Fischer sjálfum finnst ekki að hann þurfi á slíkri hjálp að halda og því ólíklegt að hann leiti sér að- stoðar að fyrra bragði,“ segir hann. Áskell bendir enn fremur á að það sé þekkt innan sálfræðinnar að fólk geti lent í ákveðinni tilvist- arkreppu þegar það hefur náð ákveðnu takmarki. Menn hafa því gert því skóna að vandi Fischers hafi verið fólginn í að hann kunni ekki að höndla upphefðina sem hann hafði þó stefnt að allt sitt líf. Ágætlega efnaður Þrátt fyrir þetta telur Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn og vinur Fischers, að þar fari ljúfmenni. „Virkilega góður drengur og hjartahlýr. Hann hefur aldrei gert flugu mein og á því alls ekki skilið að farið sé með hann eins og hryðjuverkamann.“ Fischer er að sögn Sæmundar vel upplýstur og víðlesinn en auk þess hefur hann gaman af hljómlist, „aðallega léttri blökkumannatónlist og Robbie Williams,“ segir hann. Fischer er ekki talinn á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Hann hefur ritað bækur og unnið talsvert fé á skákmótum, til dæm- is þrjár milljónir dala í Júgó- slavíu, og þegar hann fór frá Bandaríkjunum flutti hann fé sitt í svissneskan banka. Sæmi reiknar með að Fischer eigi ennþá 3-4 milljónir dala. Hann er barnlaus en á japanska unnustu, Miyoko Watai, sem er forseti skáksam- bandsins þar í landi. Aðspurður hvernig á því standi að þeir Fischer hafi haldið vinskap þrátt fyrir ólíkan bakgrunn segist Sæmundur hafa kenningu. „Mín skýring er sú að þegar við kynnt- umst á sínum tíma þá sér hann ýmislegt í mér sem hann fór á mis við í sínu uppeldi, eins og eðlilegt fjölskyldulíf, og honum þótti vænt um börnin mín.“ Þannig má leiða að því getum að í huga Fischers hafi Sæmi orðið einhvers konar tákngervingur hins saklausari hluta lífs síns fyrir einvígið þegar allt lék í lyndi en að því loknu fór að halla undan fæti, trúarsannfær- ing hans brást og frægðin reyndist honum ofraun. Vonandi mun síðari dvöl þessa kynlega kvists hér á landi færa honum trúna á lífið á nýjan leik. sveinng@frettabladid.is Tónlist sem skiptir máli www.Smekkleysa.is Sigvaldi Kaldalóns Svanasöngur á heiði Hér er að finna mörg þekktustu einsöngslög Sigvalda. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann F. Valdimarsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sesselía Kristjánsdóttir, Snorri Wium, Ólafur K. Sigurðarson og Jónas Ingimundarson. Björgvin Guðmundsson Hljómblik Landslið okkar þekktustu tónlist- armanna og hópa leggst hér á eitt við að koma völdum verkum eftir þennan lagvísa frumkvöðul á framfæri í fyrsta sinn. Eivör, Diddú, Karlakórinn Fóstbræður og margir fleiri koma við sögu á þessari spennandi útgáfu. Þórarinn Jónsson Heildarútgáfa Samtímamaður Jóns Leifs. Þetta einstaklega vandaða tveggja platna sett inniheldur heildarútgáfu einsöngslaga og kórverka á rammíslenskri tónlist Þórarins. Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan, Ingveldur Ýr, Garðar Thor, Bergþór Pálsson og Karlakórinn Fóstbræður o.fl. SÆMUNDUR PÁLSSON BOBBY FISCHER Á sínum tíma var hann mjög trúaður og bjó sig undir heimsendi en þegar upp komst um kynlífshneyksli trúarleiðtoga hans beið sannfæringin skipbrot. Bobby Fischer: Skin og skúrir 1943 Fæddur í Chicago í Banda- ríkjunum 9. mars. 1949 Kennir sjálfum sér að tefla með aðstoð bóka. 1956 Hreppir bandaríska ung- lingameistaratitilinn í skák. 1958 Verður Bandaríkjameistari í skák og stórmeistari um leið. 1962 Kemst í kynni við sértrúar- söfnuðinn Alheimskirkju Guðs. 1969 Tekur fyrstu skrefin í átt að heimsmeistaratitlinum með þátttöku í millisvæðamótum. 1972 Sigrar Boris Spasskí í Reykjavík og verður þar með heimsmeistari í skák. 1975 Neitar að verja titilinn. Sovétmaðurinn Anatolí Karpov verður heimsmeistari. 1992 Teflir við Spasskí á ný í Júgóslavíu. Bakar sér óvild bandarískra yfirvalda fyrir vikið. 2004 Handtekinn í Japan 13. júlí fyrir að vera með ógilt vegabréf. 2004 Boðið dvalarleyfi á Íslandi 15. desember. 22-23 (360°) 16.12.2004 20:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.