Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 79
46 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Ameríska fiskiþorpið Jólavík Keflvíkingar eru æðislegt fólk. Rokkarar af lífi og sál sem víla ekki fyrir sér að lifa lífinu til fullnustu; með öllum tiltækum gleðivöldum þegar nær dregur jól- um. Í desember breytist bærinn í amerískt fiski- þorp; íslenskt og ósvikið með vestrænum áhrifum þegar kemur að jólaskreytingum íbúanna. Sama hvort Íslendingar eigi flugmiða til að skoða amerísk jól í alvöru er það skylda hvers manns og hluti af jólaskapinu að taka bíltúr suður með sjó til að upp- lifa með eigin augum yfirhlaðna ljósadýrð Jólavíkur, eins og rétt væri að kalla bæinn sem ber af öðrum íslenskum í desember. Hvert sem augað lítur má sjá frumleg og dásamlega fögur jólaljós sem taka á sig skemmtilegustu myndir, og óhætt að segja að ekkert hús fara í jólaköttinn frekar en Keflvíkingar sjálfir þegar hátíð er í bæ. JÓLAFÍGÚRUR AF NÝJUSTU SORT Inga Kristjánsdóttir og fjölskylda hennar á Gígjuvöllum 2 eyða þremur kvöldum í uppsetningu á 1.500 ljósaperum. Hún bætir einhverju við á hverju ári en hér sést það nýjasta; sjálfur Trölli í allri sinni dýrð. SAGT HEFUR ÞAÐ VERIÐ UM SUÐURNESJAMENN Fast þeir sóttu sjóinn og skreyta þar enn. Keflvíkingar gleyma ekki uppruna sínum og skreyta bátana líka. Hér er það Baldur KE 97, minjagripur sem skartar forláta jólatré. STEYPUHRÆRIVÉL Í JÓLAFÖTUNUM Guðrún Einarsdóttir og Ævar Már Finnsson búa á Týsvöllum 3, við hliðina á Grétari Ólasyni. Þau bæta sífellt við sig skrauti að hvatningu Grétars. HEIMA HJÁ GRÉTARI (J)ÓLASYNI Gárungarnir hafa skeytt J-i framan við föðurnafn Grétars og kalla konung skreytinganna Jólason. RÓMANTÍSKT AFDREP OG JÓLAHVÍT TRÉ Guðbjörg Theódórsdóttir og Kjartan Steinarsson á Óðinsvöllum 23 nota 1000 perur og körfubíl í skreyt- ingarnar í ár. Það tekur fjölskylduna alls fimmtán tíma að ljúka verkinu, þótt mest mæði á Kjartani, sem áætlar andvirði skrautsins 200 þúsund krónur. MUNSTURGERÐ Í JÓLALJÓSUM Pálmi Aðalbergsson í Miðgarði 2 notar 2.800 perur og 30 metra af ljósaslöng- um í skreytingarnar. Listrænt handbragð hans sést í munsturskreytingum glugganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 78-79 (46-47) Jól 16.12.2004 19:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.