Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 76
FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 43 SÉRA JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Jólatréð í aðalhlutverki FJÖLNIR BRAGASON LISTAMAÐUR Að hætti víkinga ÁRMANN REYNISSON VINJETTUHÖFUNDUR Stefnumót í Stykkishólmi Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ólst upp við skreytt rauðgreni og aftansöng í Dómkirkjunni á aðfanga- dagskvöld. Báða siðina hafði hann haldið í, þar til óvænt að hann átti stefnumót við gamaldags, handgert jólatré í Egils- húsi í Stykkishólmi sumarið 2000. „Þá er ekkert annað en að ég tek í mig að þetta skyldi vera framtíðarjólatréð og kaupi það á staðnum, ásamt antiklitum til að geta málað það í antikgrænu og gyllt stjörnuna og fótinn. Á trénu eru kertaljós og ég sem átti stórt safn handgerðs jólaskrauts á stórt barrtré varð al- gjörlega að breyta um stíl á skrautinu líka,“ segir Ármann sem skapaði alveg nýja jólatréshefð á heimili sínu, auk þess sem hann hefur viðað að sér nýju og nettu skrauti á nýja tréð. „Nú tekur ekki nema klukkustund að skreyta tréð í stað sex tíma áður, og það þykir mér ákaflega þægilegt. Það sem vakti þó mesta athygli mína var að þegar ég kem heim úr aftansöngnum og tendra á kertunum upplifi ég alveg sér- staka jólatilfinningu sem ég hef ekki kynnst áður. Það er bara eitthvað ólýsanlega fallegt sem gerist.“ Og Ármann segist fá greniilm í húsið með knippum af silkifuru sem hann setur í vasa og undir jólatréð. „Mér finnst auðvitað yndislegt að finna ilm af greni, ásamt annarri kerta- og ávaxtalykt jólanna, og hafði jafnan keypt mér norðmannsþin eftir að ég stofnaði mitt heimili. En ég sakna þess ekki að hafa lifandi tré í dag, þótt ég gæti sjálf- sagt haldið sýningu á jólaskrauti þess einn daginn.“ „Jólatréð er stórt mál í mínu jólahaldi en ég set það aldrei upp fyrr en á Þorláksmessu,“ segir séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir sem hefur í hávegum hefð sem hún ólst upp við á jólum æskunnar. „Ég held að margir hafi jólin eins og þau voru hjá mömmu og pabba, en á mínu æskuheimili var aldrei kveikt á trénu fyrr en á aðfangadag og það geri ég ekki heldur fyrr en jólin ganga í garð klukkan sex.“ Jóna Hrönn skreytir annars heimilið fyrr, þótt jólatrénu fylgi heilög serimónía. „Ég kaupi alltaf lifandi tré og það stærsta sem kemst fyrir í stofunni heima. Það skiptir mig öllu að hafa það nógu stórt því á jóladag koma litlu syst- kinabörnin mín ásamt stórfjölskyldunni í hangikjötsveislu og þá er dansað kringum jólatréð í miklu fjöri; en mágur minn er píanisti og spilar undir og svo kemur jólasveinninn og er settur í allskyns klandur við tréð. Jólatréð fær því mikið hlutverk og ég vil að litlu börnin upplifi stór jól hjá frænku sinni með risastóru tré. Jólaskrautið er hlaðið minningum, bæði frá upphafi búskaps og bernskuheimil- inu, en ég gæti aldrei elt tískusveiflur og haft bara rauðar jólakúlur í ár á mínu tré. Ég vil umfram allt hafa jólatréð tilkomumikið og lifandi því ilmurinn og tréð sjálft minna á vöxt og þroska og lífið sjálft, auk þess sem mér finnst mikilvægt að kaupa jólatré, kerti og annan „jólaóþarfa“ af réttum og þurfandi aðilum svo peningarnir fari í góðar þarfir. Þess vegna kaupi ég alltaf tré til styrktar krabba- meinssjúkum börnum. Það eykur gildi jólatrésins enn meira í mínum huga.“ „Jólin eru bara tveggja daga hátíð og því set ég ekki upp jólatré fyrr en á Þorlák,“ segir listamaðurinn Fjölnir Bragason, sem tók ásatrú á yngri árum. „Ég er alinn upp við hefðbundið jólatré og kaupi jafnan lifandi grenitré, miðlungsstórt og hef prófað ýmsar tegundir um dagana. Vel þó oftast norðmannsþin eða rauðgreni og skreyti mátu- lega mikið með hvítum seríum og jólaskrauti sem ég hef keypt í gegnum árin; sitt lítið af hverju sem ég raða smekk- lega á tréð.“ Fjölnir segir ásatrúarmenn að sjálfsögðu halda jólin hátíðleg enda séu norrænir jólasiðir komnir úr þeirra ranni. „Ég held í þessa gömlu siði því eins og allir vita fæddist Jesús Kristur í byrjun apríl og jólin því upphaflega víkingahátíð á okkar slóðum; hátíð ljóssins, og koma Jesú og kirkjunni ekkert við. Jólatré, sem ekki vaxa í Ísrael, eru komin frá víkingum þótt einhverjir tali um þau skreytt í Þýskalandi fyrir 300 árum. Hið rétta er að jólasiðirnir, eins og þeir leggja sig, eru allir norrænir, enda jólin hvergi haldin eins hátíðleg og þar sem víkingarnir bjuggu. Meðal annars brá Óðinn sér í ýmis líki og þar á meðal Jólnis á jólanótt, þegar hann reið sleða beittum hreindýrum inn í mannheima og klingdi fögrum bjöllum til að tilkynna að jólin væru komin. Ég skrýðist flókahatti með fjöðrum að hætti Óðins í tilefni jólanna, held þau hátíðleg og fagna því að ljósið sigri loks myrkrið.“ 74-75 (42-43) Jól 16.12.2004 19:35 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.