Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 48
Uppáhald Stjána bláa Spínat er herramannsmatur sem inniheldur mikið af járni. Ferskt spínat er gott í salat ásamt ristuðum sólblómafræjum og tómötum. Spínat er sérstaklega gott með rjómaosti og er snið- ugt að bræða ostinn í örlitlum rjóma og láta spínatið sjóða í blöndunni og hella svo yfir pasta.[ ] SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala Svitinn sprettur fram á ennið við fyrsta bitann Þorláksmessa nálgast og þá gæða margir sér á skötu. Steingrímur Ólason í fiskbúðinni við Sundlaugarveg segir vinsældir þessa vest- firska lostætis sífellt vera að aukast. „Flestir kaupa skötuna tilbúna í pottinn saltaða og svona miðlungs kæsta. Samt fær hún mann alveg til að hósta svolítið og svitann til að spretta fram á ennið við fyrsta bitann,“ segir Steingrímur og brosir sínu glettnislega brosi. Hann býður líka upp á vest- firska skötu sem eingöngu er kæst. „Hana verður að salta í pottinn,“ segir hann en kveðst ekki geta gefið fólki ráð um hversu mikið á að salta. „Það verður að vera „að hætti hússins“ enda fer það eftir smekk hvers og eins,“ segir hann og bendir í þriðja lagi á smáskötu. „Þetta er vestfirska tindabikkjan, hún er fyrir þá sem vilja gráta þegar þeir borða!“ Steingrímur viðurkennir að skötunni fylgi sterk lykt þegar hún er elduð en bendir á hvernig lág- marka megi óþægindin. „Það er mikilvægt að hella soðinu niður um leið og búið er að veiða skötuna upp úr því og þvo pottinn strax með sápu og eins að henda afgöngunum um leið og búið er að borða því hvort tveggja gefur sterka lykt,“ segir hann. Steingrímur segir þá sem ekki borði skötu fá sér gjarnan saltfisk á Þorláksmessu. Hann fæst líka til- búinn í pottinn hvort sem er útflattur, í flökum, eða sem þunnildi. „Þunnildi af stórum fiski eru herra- mannsmatur,“ bendir Steingrímur á en segir þó sköt- una langvinsælasta. „Mér finnst neysla skötu á Þorláksmessu fara vaxandi ár frá ári. Það er orðið svo algengt að fólk safnist saman í skötuveislur,“ segir hann. Með skötunni er borðaður vestfirskur hnoðmör eða hamsatólg. Steingrímur segir hnoðmör- inn bræddan í vatnsbaði. „Sumir búa til skötustöppu úr skötu og hnoðmör en þá er ég farinn að tala um matreiðslu sem ég er ekki nógu kunnugur. Hinsveg- ar veit ég að rúgbrauð, rófur og kartöflur eru ómis- sandi atriði með skötunni,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Með tilkomu bjórsins hefur drykkjuhefð breyst til hins betra hér landi að margra mati. Í kjölfar bjórsins hafa aðrar vörur með alkólinnihaldi um 5% fylgt á eftir svo sem áfeng- ar gosblöndur. Einnig hafa fengist drykkir sem margir þekk- ja óáfenga úr stórmörkuðum, síder (cider) sem er að upp- lagi ávaxtavín og fellur því undir lægri tollaflokk en þeir drykkir sem eru blandaðir sterku víni. Eru því betri kaup í slíkum drykkjum en gosblöndum aukinheldur sem síderinn verður að teljast töluvert heilnæmari! Í Vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlunni er fáanlegur mest seldi síder Svíþjóðar, Rekordelig Cider. Í Svíþjóð er rík hefð fyrir síder og Svíar stórtækir í framleiðslu. Rekordelig Cider fæst í fjórum bragðtegundum, skógarberja, ástríðuávaxta, peru og stikkilsberja. Cider er tilvalinn fordrykkur eða bara einn og sér og sniðugur fyrir þá sem ekki vilja bjór. Verð í Vínbúðum 256 kr. REKORDELIG CIDER: Sniðugur fyrir þá sem ekki vilja bjór Nýtt í Vínbúðum Steingrímur segir flesta kjósa miðlungs kæsta skötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Brjálaðist út af samloku Devlin B. Nelson var staddur á veitingastað í Houston í Bandaríkjunum. Hann pantaði sér ostasamloku og reiddist svo um munaði því honum fannst samlokan of köld. Framkvæmdastjóri staðarins bauðst til að bæta honum þetta upp en Nelson henti lokunni í stjórann og vildi endurgreiðslu. Því næst hafði hann uppi morðhótanir í garð hans og hótaði að sprengja veit- ingastaðinn í loft upp. Lögreglan var fljót á staðinn og handtók Nelson en þetta sýnir okkur hve ástríðufullt fólk getur orðið út af matnum sínum. ■ 48-49 (8-9) Allt matur ofl 16.12.2004 13.33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.