Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 67
Það eru vissulega tímamót hjá Sæmundi Pálssyni þessa dagana. Í fyrradag var frá því greint að ríkisstjórnin hefði samþykkt að bjóða Bobby Fischer skákmeist- ara ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Að þessu kemur fjöldi manna, hópur áhugamanna hef- ur unnið ósleitilega að því að losa hinn aldna meistara úr prís- undinni í Japan en að öðrum ólöstuðum er það þó áreiðanlega Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, sem á mestan þátt í þessum sigri mannúðarinnar. Tímamótin hringdu í Sæ- mund og spurðu fyrst hvort hann væri búinn að tala við Fischer og segja honum tíðind- in? „Já, já, ég talaði við hann í hálftíma í nótt. Hann var glaður og þakklátur íslensku ríkis- stjórninni og vinum sínum hér. Ég talaði líka við unnustu hans, Miyoko Watai, en hún er forseti japanska skáksambandsins.“ En hvernig var nú forsagan að þessu? „Ja, það var nú kannski fyrst að ég fékk hann til þess að skrifa ríkisstjórninni bréf. Ég fékk það til mín úti á Spáni og kom því til skila. Ég talaði bæði við Halldór Ásgrímsson og Björn Bjarnason og þeir tóku þessu erindi vel. Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda þegar þetta var en ég fékk góða kveðju frá honum. Nú svo gekk þetta eftir.“ Á Spáni segir þú. „Já það er nú orðið okkar ann- að heimili hjónanna.“ Hvar er þetta? „Það heitir La Marina, rétt hjá Alicante. Ég hef nú verið að betrumbæta þetta, byggði við í fyrra og svo var komið að því í sumar að lagfæra gamla húsið, skipta um glugga og svoleiðis. En það er dýrlegt að vera þarna. En svo er líka gott að koma heim.“ Hvað tekur nú við í máli Bobbys? „Það væri nú best ef einhver gæti farið til Japans og Bobby vildi helst að ég kæmi. En ég veit ekki hvað verður. Þetta er langt í burtu, þetta er svolítið erfiður tími og svo kostar þetta náttúrlega heil- mikla peninga. En kannski vilja einhverjir styrkja þetta.“ ■ 34 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR WILLIAM SAFIRE er einn þekktasti dálkahöfundur Bandaríkjanna. Hann er 75 ára í dag. Fischer vill Sæma til Japan SÆMUNDUR PÁLSSON: TALAÐI VIÐ FISCHER Í HÁLFTÍMA Í NÓTT „Síðast en ekki síst, forðist staglið eins og pláguna.“ - Hann berst við fleiri plágur en vont málfar. Clinton-hjónin voru plága í hans augum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Vífill Magnússon arkitekt er 66 ára í dag. Einar Karl Haraldsson er 57 ára. Jón Eldon Logason múrarameistari er 63 ára. Hjördís Gissurardóttir gullsmiður er 54 ára. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er 51 árs í dag. ANDLÁT Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðing- ur lést miðvikudaginn 15. desember. María Þuríður Ólafsdóttir frá Reyðarfirði, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést þriðjudag- inn 14. desember. Þórdís Vigfúsdóttir, Droplaugarstöðum, lést miðvikudaginn 15. desember. Hrefna Hákonardóttir frá Vík í Mýrdal, síðast til heimilis á Sæborg, Skagaströnd, lést þriðjudaginn 14. desember. María Helgadóttir frá Odda, Ísafirði, lést þriðjudaginn 14. desember. JARÐARFARIR 13.00 Haraldur Konráðsson, Seilugranda 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Þórður Guðmundsson vélfræðing- ur, Reykjaborg, Mosfellssveit, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.00 Davíð Helgason, Laufási 3, Egils- stöðum, áður í Fellsási 5, Mosfells- bæ, verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju. 14.00 Guðmundur L. Friðfinnsson, rithöf- undur og bóndi, Egilsá, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Silfrastaða- kirkju. 14.00 Hreiðar Þorsteinn Gunnarsson, Sólheimum, Grímsnesi, verður jarð- sunginn frá Skálholtskirkju. 15.00 Guðrún Laufey Jónsdóttir, Blaka, Hagamel 15, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Jónas Guðjónsson, fyrrv. kennari, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju. BOBBY FISCHER AÐ TAFLI VIÐ SPASSKY í einvíginu fræga í Sveti Stefan í Júgóslavíu í september 1992. Þennan dag 1903 tókust þeir á loft í fyrsta sinn, bræðurnir Wilbur og Orville Wright í vélflugu sinni. Vélin sem var fyrsta vélknúna loftfarið, tvíþekja með hreyfli, hélst á lofti í tólf sekúndur og sveif um 40 metra í jómfrúrferð sinni. Þessir bræður voru fæddir og ólust upp í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir voru lítt skólagengnir en hrifust af frásögnum af svifflugum Þjóðverjans Ottó Lilienthal. Þeir fengust við ýmiss konar smíðar, smíðuðu prentvél og gerðu við reiðhjól. Þeim græddist fé á þessum umsvifum og notuðu féð til tilrauna með svifflugur. Þeir útbjuggu meðal annars vindgöng sem þeir notuðu til þess að betrumbæta hönnunina. Alls er talið að þeir hafi próf- að hundruð vængja og skrokka í göngunum. Þeim tókst að útbúa stýri á sviffluguna og þá var bara eftir að setja á hana hreyfil. Með aðstoð vélvirkjans Charles Taylor smíðuðu þeir bræður 12 hestafla bens- ínhreyfil. Fyrstu tilraunina gerði Orville 14. desember en mistókst að komast á loft. Hreyfillinn hikstaði og vélin stakkst á nefið. Eftir þrjá daga reyndu þeir á ný og nú tókst þetta. Þeir flugu oftar þennan dag, lengst tæpa þrjú hundruð metra og vélin var á lofti í 59 sek- úndur. En það var ekki um að villast. Öld flugvélanna var runnin upp. Flugvél þeirra Wright-bræðra er til sýnis í Flugsögusafninu í Washington. 17. DESEMBER 1903 Orville Wright í fyrsta vélflugi sögunnar. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1843 Jólaævintýri, „A Christmas Carol“, eftir Charles Dick- ens kemur út. 1875 Lög um yfirsetukonur taka gildi. Þessi stétt kvenna hefur í seinni tíð verið köll- uð ljósmæður. 1944 Bandaríkjamenn sleppa úr haldi löndum sínum af japönskum uppruna en þeir höfðu verið í haldi í þrjú ér, eftir árás Japana á Perluhöfn. 1970 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn. 1990 Aristide vinnur fyrstu frjálsu kosningarnar á Haítí. 1991 Stuðningsmenn Jeltsíns lýsa yfir því að Sovétríkin verði ekki til eftir næst- komandi áramót. Wright-bræður takast á loft Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar og frænku, Guðrúnar L. Vilmundardóttur Dunhaga 11, Reykjavík. Guð blessi ykkur og gefi ykkur gleðilega jólahátíð og gæfuríkt nýtt ár. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, Valgerður Vilmund- ardóttir og frændsystkini. Í desember 1901 náði Ítalinn Marconi langþráðum áfanga. Hann náði að senda þráðlaust skeyti yfir Atlantshafið frá Poldhu í Cornwall til Nýfundnalands. Þetta var stafurinn S á morsi. Úrtölumenn höfðu haldið því fram að þetta væri ekki hægt, bunga jarðarinnar kæmi í veg fyrir það. Marconi var fæddur í Bologna á Ítalíu 1874, faðir hans var ítalskur en móðirin írsk. Hann lagði stund á eðlisfræði og fékk áhuga á útvarpssendingum eftir að hafa lesið um tilraunir þýska eðlis- fræðingsins Heinrichs Hertz. Til- raunir hans til þráðlausra sendinga vöktu lítinn áhuga á Ítalíu og hann fluttist til Englands. Þar tókst honum 1899 að senda skeyti yfir Ermarsund. En mesti sigurinn var 12. desember 1901 þegar hann tók á móti loftskeyti í St. Johns á Ný- fundnalandi sem sent hafði verið frá stöð í Englandi. Þessi tíðindi gerðu Marconi heimsfrægan. Árið 1909 fékk Marconi Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði ásamt Þjóð- verjanum Ferdinand Braun. Ís- lendingar, með skáldið Einar Bene- diktsson í fararbroddi, höfðu áhuga á að nýta sér uppfinningu Marcon- is til þess að koma á sambandi við umheiminn. Málið var rætt á Al- þingi og nefnd sett á laggirnar til þess að kanna hvort þessi kostur hentaði okkur. Nefndin skilaði aldrei lokaniðurstöðu og ekki varð af því að hér yrði sett upp loftskeytastöð í samvinnu við Marconi-félagið. Hannes Hafstein samdi við Mikla norræna símafé- lagið í mikilli andstöðu við stjórn- arandstöðuna á Alþingi og sæsími var lagður til Íslands. Marconi-félagið starfrækti þó litla loftskeytastöð við Rauðará í Reykjavík 1905 sem starfaði fram á haust 1906 en þá tók Landssími Íslands til starfa sem notaði sam- band um sæstreng. Bændaferðin fræga til Reykjavíkur var einmitt farin að undirlagi stjórnarandstöð- unnar til þess að hvetja til þess að loftskeyti yrðu notuð en ekki síma- þráður. Það er því sögulegur útúr- snúningur að sunnlenskir bændur hafi með þessu verið að mótmæla framförunum. Marconi lést 1937 og breska ríkisútvarpið minntist hans með tveggja mínútna þögn, sem eins mesta frumherja út- varpssendinga. ■ Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Þráðlaust skeyti yfir Atlantshafið MARCONI Sendi þráðlaust skeyti þrátt fyrir að úrtölumenn héldu því fram að það væri ekki hægt. 66-67 (34-35) Tímamót 16.12.2004 14.12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.