Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 87
5 690691 220006 RÁ‹ – ÚR LÚ‹A Í FLAGARA 2004 899 kr. m/vsk 10.tbl. 16. árg. nr. 120 16 – Stefán Máni talar út í bOGb viðtali FASISTI“ „ÉG HELD ÉG SÉ FYRST OG FREMST N† TÓNLIST – BÆKUR – DVD – TÍSKA Menn ársins JÓLASAMSÆRIÐ MIKLA! – Það sem enginn þorir að segja um jólin blondiner.se Erpur og Byltingarbarinn – SÆNSKT GÆ‹ASTÁL SKOTIN OG SKORIN Á HÁLS Jólasteikin HEIDI FLEISS BÍLAR Ekki Í KÖTTINN, STRÁKAR – SPARIFÖT Á PRÚ‹A DRENGI JÓLASVEINARNIR – HVERJIR ERU ÞEIR? Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI Lilja Nótt – Hin íslenska Marlene Dietrich N † T T O G F E R S K T Í H V E R J U M M Á N U ‹ I Hermann Stefánsson hefur sent frá sér smásagnasafn sem mynda heila skáldsögu þar sem spurt er um sam- band skáldskapar og veru- leika. Hver eru tengsl skáldskaparins við veruleikann? Þessi sígilda spurning er eitt af viðfangsefnum Hermanns Stefánssonar í hinu óvenjulega smásagnasafni Níu Þjófalyklar. Auk stóru sígildu spurninganna varpar Hermann skemmtilegu ljósi á samskipti kynjanna og tekst á við íslensk samtímaskáld, einkum þó Ólaf Jóhann Ólafsson. „Þetta eru smásögur sem í rauninni mynda eina skáldsögu,“ segir Hermann. Þemað sem smá- sögurnar eiga sameiginlegt er að höfundur þeirra, Guðjón Ólafsson smásagnahöfundur, hefur ein- hverja óútskýranlega tilhneig- ingu til þess að skíra söguhetjurn- ar sínar Ólaf Jóhann Ólafsson. Hann hefur líka tilhneigingu til þess að stela úr verkum annarra, eins og til dæmis Davíðs Oddsson- ar. Síðan kemur í ljós í lok sögunn- ar hvers vegna þetta er svona. Þetta eru sögur sem takast á við gamaldags spurningar, eins og: Hvert er samband skáldskap- ar og veruleika. Hvar endar skáldskapurinn og veruleikinn tekur við – og öfugt. Í bókinni sjálfri er það þannig að skáld- skapurinn endar á síðustu síðunni og veruleikinn tekur við á kápu- textanum vegna þess að það er Ólafur Jóhann sjálfur sem skrifar á káputextann – og gerir það með miklum glæsibrag. Hann, sem sagt, las yfir handritið og skrifaði káputextann.“ Hermann segir sögurnar frem- ur gamansögur en ádeilusögur – en þó gamansögur með pælingum. „Sögurnar eru býsna ólíkar. Ein þeirra fjallar, til dæmis, um mann sem finnur týndan dal inni í miðju landi. Sá maður heitir auðvitað Ólafur Jóhann Ólafsson. Önnur fjallar um líf öskukarla í Reykja- vík, ein fjallar um mann sem er strætisvagnastjóri og verður fyrir því að einhver sjónvarpsstöð beitir hann hrekkjum, kemur fyrir falinni myndavél og sendir sama fólkið inn til hans aftur og aftur – þar til hann fer að efast um geðheilsu sína. Lokasagan fjallar um þennan smásagnahöfund, Guðjón Ólafs- son, sem fer á fund rithöfundar- ins Ólafs Jóhanns til þess að skýra sitt mál út fyrir honum og biðja hann eiginlega leyfis til þess að láta sögurnar heita þessu nafni. Á þeim fundi kemur fram skýringin á því hvers vegna smásagnahöf- undurinn hefur haft þessa undar- legu tilhneigingu.“ Á haustdögum vakti athygli frétt um að Hermann hefði hlotið bókmenntaverðlaun Guðbjarts Jónssonar fyrir umrætt smá- sagnasafn og þetta væri í fyrsta sinn sem karlmanni hlotnaðist sá heiður að vera handhafi þeirra. Enginn kannaðist við þessi merku bókmenntaverðlaun – enda þau skáldskapur einn. „Þetta eru verðlaun forlagsins og þau eru skálduð,“ segir Hermann, „en í rauninni er eng- inn munur á verðlaunum og skáld- uðum verðlaunum. Það eru öll íslensk bókmenntaverðlaun skálduð. Það ætti að skálda upp fleiri verðlaun til þess að hafa meiri fjölbreytni í þessu. Ef þú skáldar upp verðlaun er enginn munur á þeim og öðrum verðlaun- um. Þau þýða bara að einhverjum finnst bókin góð.“ ■ Gamansögur með pælingum BÆKUR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Heim Höf. Valgerður Þóra Benediktsdóttir Útg. Pjaxi Heim er fjórða skáldsaga Valgerðar Þóru sem komið hefur út á prenti. Sagan gerist á óræðum tíma og óræðum stað. Hún segir frá stúlkun- um Vastí og Söru sem eru fluttar nauðugar frá heimilum sínum í Norð- urálfu til Austurálfu þar sem þær gift- ast kónginum Marsena. Þær sakna báðar heimalandsins og enda með því að snúa aftur. Önnur þeirra fer að kenna dans en hin á erfitt með að festa rætur og reynir að öðlast hugarró með því að semja sögur. Frásögnin er sett fram sem margar litlar myndir eða minni frásagnir sem segja frá reynslu kvennanna í heima- högum og konungsríkinu, söknuði þeirra, ástum og endurkomu til fóst- urjarðarinnar. Ýmislegt skortir í upp- byggingu sögunnar og skipulagi. Mótsagnir er víða að finna og misfell- ur; ýmist er konungurinn góður og vandaður maður eða grimmur og ill- gjarn, konurnar virðast vera sjálf- stæðar og ástsjúkar á víxl, fáar per- sónur vita hvort þær eru að koma eða fara og ruglar þetta lesandann umtalsvert. Ekki geri ég mér alveg grein hvaða aldurshópi bókin er ætluð, hugsan- lega er um unglingabók að ræða, en lýsingar á ástarfundum persóna minna óneitanlega á rauðu seríuna svokölluðu. Að einhverju leyti byggir bókin á sögulegum staðreyndum – Tyrkjaráninu – en persónur og að- stæður þeirra eru ansi nútímalegar. Ýmsan boðskap er hægt að lesa úr sögunni, svo sem að gott sé að trúa á guð, ættjörðin sé hverjum manni mikilvæg og að ekki sé hægt að vaxa upp og dafna án þess að hafa rætur á einhverjum stað. Einnig mætti af bókinni skilja að konur í Austurálfu séu hálf litlausar, menningin þar grimm og að hlutverk kvenna al- mennt sé að elska karlmann og hugsa vel um hann. Þau eru mörg og mislit púslin í sögu Valgerðar Þóru og því miður verður heildarmyndin fremur ósamstæð. Við erum ekki kölluð bókaþjóð fyrir ekki neitt, – flóðið sem ríður yfir á hverju ári ber tjáningarþörf landans og áhuga á bókmenntum ótvírætt vitni. Á Íslandi eru allir skáld og flest- ir hafa tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri á einn eða annan hátt. Það er að sjálfsögðu ekkert minna en stórkostlegt að búa við slíkt tjáningarfrelsi. Sagan Heim ber því frelsi og sköpunargleðinni vitni, en undirrituð saknaði meira samhengis í sögunni og þótti fyrir vikið erfitt að greina raunverulegt umfjöllunarefni bókarinnar. Melkorka Óskarsdóttir 54 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Óskýrar myndir HERMANN STEFÁNSSON Það ætti að skálda upp fleiri verðlaun til þess að hafa meiri fjölbreytni í þessu. Nýlega kom út vönduð bók með vatnslitamálverkum eftir Haf- stein Austmann. „Litbrigði vatns- ins“ nefnist bókin, sem er gefin út í tilefni af sjötugsafmæli Haf- steins og yfirlitssýningar á vatns- litamyndum hans, sem haldin var í Listasafni ASÍ í sumar. „Ég byrjaði í vatnslitunum þegar ég var strákur,“ segir Hafsteinn. „Stundum tek ég mér tíma og einbeiti mér eingöngu að vatnslitunum, en tímabilin eru misjafnlega góð.“ Bókin var gefin út að frum- kvæði Marteins Viggóssonar. Inngang skrifar Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur. Sjálfur er Hafsteinn afskaplega ánægður með útkomuna. „Hann Marteinn gerði þessa bók sér til skemmtunar og til að tapa á henni. Hann á hrós skilið fyrir það hve vandað er til verks.“ Í bókinni eru birt um það bil sextíu verk allt frá sjötta áratug síðustu aldar til nýrra mynda sem málaðar voru á þessu ári. Þar má því fá gott yfirlit yfir feril Hafsteins sem vatnslita- málara. „Ég hef aldrei tekið neinum stökkbreytingum, þótt það megi greina ákveðna þróun í myndun- um,“ segir Hafsteinn, sem allan sinn feril hefur haldið tryggð við abstraktlistina. „Ég var hundskammaður fyr- ir það í gamla daga að mála ekki landslag. Þá var rifist um þetta, en það er annað núna. Núna eru menn með einhverja hugmynda- list, og það er allt í lagi mín vegna. En ég er kominn í sömu aðstöðu og kallarnir þegar ég var ungur.“ Hafsteinn hefur kennt mynd- list í 20 ár og fullyrðir að ekki sé hægt að kenna fólki neitt nema tækni. „Það er ekki hægt að kenna fólki að vera myndlistarmenn. En núna er ekki lengur lagt neitt upp úr tækninni, og þá eru myndlistarskólarnir orðnar óþarfar stofnanir. Fólk ætti frekar að fara í heimspeki þar sem hægt er að tala saman um þetta.“ ■ Okkur á FRÉTTABLAÐINU og DV langar að óska blaðberum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við óska eftir enn fleiri duglegum blaðberum í okkar raðir. Við erum með laus hverfi í ýmsum póstnúmerum, bæði um helgar og virka daga. Einnig vantar okkur fólk til að leysa af núna í jólamánuðinum. Áhugasamir hafi samband við dreifingu Fréttar ehf. í síma 515-7590. Litbrigði vatnsins HAFSTEINN AUSTMANN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 86-87 (54-55) Menning 16.12.2004 19:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.