Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 75
Eitt sterkasta tákn jólanna, fyrir utan Jesúbarnið í jötunni, er jóla- tréð; bústið, tignarlegt, sígrænt og fallegt. Jólatré voru þó hvergi í kringum Jesú litla þegar hann fæddist í fjárhúsinu í Betlehem, heldur komu til sögunnar mun seinna. Reyndar sáust ekki jólatré á Íslandi fyrr en um miðja nítj- ándu öld og þá í húsum heldri manna sem pöntuðu þau með skip- um frá útlöndum og einstaka aðil- ar pöntuðu jólatré að utan til að halda jólatrésskemmtanir fyrir börn. Um svipað leyti fara Þjóðverj- ar að blása glerkúlur, skreyttar helgimyndum. Þannig urðu jólakúlurnar til og um aldamótin 1900 fara að sjást auglýsingar um jólatré og jólatrésskraut á Íslandi. Trjáleysi hérlendis átti þátt í að siðurinn breiddist hægt út og lengi var notast við heimasmíðuð jólatré. Var þá mjór staur festur á stöðugan fót og á staurinn boraðar holur og álmum stungið í þær. Staurinn var svo málaður grænn eða hvítur og vafinn sortulyngi, beitilyngi eða eini. Síðan voru mislitir pokar hengdir á álmana og fylltir sælgæti. Innflutningur á jólatrjám hefst við lok nítjándu aldar, en ekki í stórum stíl fyrr en um og eftir seinni heimsstyrjöld, eða á fimmta áratugnum. Íslensk jólatré komu fyrst á markað á sjötta áratug síðustu aldar, en árið 1955 voru fyrstu jólatrén seld frá Hallormsstað; alls sjö talsins. Jólatréð hefur orðið skýrasta tákn kristinna jóla og raunar víð- ar. Svo hefur þó ekki alltaf verið, en margskonar átrúnaður hefur verið tengdur trjám svo langt sem sögur herma. Að trúa á stokk og steina lýsir þessu; því stokkur er trjábolur í þessu tilviki. Vitað er að Rómverjar fögnuðu nýju ári og lengingu dagsins með því að skreyta hús með grænum grein- um og færa sem gjafir. Í hinum kristna heimi stóð skilningstréð, eða tré lífsins, á sviði helgileikja tólftu aldar skreytt eplum og borðum. Á mið- öldum varð svo algengur siður í Þýskalandi og Svíþjóð að reisa sí- grænt tré utanhúss um jólin og þá sem tákn um lífið. Fyrstu sagnir um tré innan- húss benda til að þau hafi hangið í spotta, en í kringum 1650 fara menn að skreyta þau með jólaljós- um og þá fyrst í Suður-Þýska- landi. Þá var olía sett í valhnetu- skurnir með kveik og þær hengd- ar á greinarnar. Síðar komu kerta- ljós til sögunnar. Árið 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré að gjöf frá Ósló. Var það sett upp á Aust- urvelli og hefur sú venja haldist síðan. Í fyrstu var kveikt á trénu síðasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning hefur færst framar eftir því sem almennur jólaundir- búningur hefur hafist fyrr. Reyndar senda margar erlendar borgir vinabæjum sínum á Íslandi jólatré. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur ritar í bókinni Saga dag- anna: Frá því um 1100 var tekið að sýna helgileika innan kirkju og utan, þar á meðal söguna um sköpun mannsins, syndafallið og burtreksturinn úr aldingarðinum Eden. Stóð skilningstréð þá tíðast á miðju sviðinu. Það var grænt og héngu á því epli og borðar. Líktist það talsvert jólatré, nema hvað kertin vantaði, en svo var einnig um þau jólatré sem fyrst eru spurnir um. En hversu sem orðið hefur siður að reisa sígrænt tré í húsum á jólum, er næsta eðlilegt að það bætti á sig ljósum með tím- anum. Kerti voru ævinlega mikið um hönd höfð á jólum og engin undur þótt mönnum dytti í hug að reyna einnig að festa þau á tréð. Fyrstu þekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strass- burg og þar um kring á 16. öld. En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774. Fyrsta mynd af jólatré með ljósum er hins vegar frá Zürich árið 1799. Nokkrum árum síðar, árið 1807, eru til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi fullbúin jólatré, meðal annars skreytt gylltum ávöxtum og kertum. Greinilegt er, að siðurinn er þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800. Til Ís- lands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850 í kaupstaði, aðal- lega hjá dönskum fjölskyldum. En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma. Málið var leyst með því að smíða gervijólatré og klæða það með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880-1890. Bílasmiðurinn hf | Bíldshöfða 16 | 110 Reykjavík | 567 2330 – og ánægð börn í bílnum ÖRUGG Hátalarar í höfuðpúðanum Fyrir börn 9-36 kg Álgrind og áklæði sem andar vel Einfaldar, öruggar festingar 2 ára ábyrgð Mikið úrval aukahluta nýtt United CD spilari með hristivörn 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Það er almennur misskilningur að íslenskir skógar þoli ekki að missa bústin og stór jólatré sín inn á íslensk heimili. Skógræktir landsins eru víða með sérstök svæði þar sem jólatré eru ræktuð í þeim eina tilgangi að tróna stolt yfir jólagjöfum landsmanna og leggja unaðslegan greni- ilm um híbýlin. Alls tekur tólf til fimmtán ár að rækta miðlungs stórt jólatré í ís- lenskum skógum. Þessi jólin eru höggvin 10 þúsund íslensk jólatré en 30 þúsund eru innflutt frá Danmörku. Þá má ætla að landsmenn noti annað eins magn plastjólatrjáa. Sjáanleg sóknarfæri eru því vissulega í ræktun íslenskra jólatrjáa á komandi árum og ekki ólíklegt að tvöfalda mætti söluna á næsta áratug, væri markvisst unnið að ræktun og markaðssetningu. Algengustu tegundir íslenskra jólatrjáa eru rauðgreni, stafafura og stikagreni. Stafafuran ilmar sérstaklega vel, er barrheldust þessara tegunda og hefur sótt mjög í sig veðrið sem jólatré á undanförnum árum. Íslensku jólatrén fást í öllum stærðarflokkum en mest framboð er af rauðgreni og stafafuru, þótt einnig sé hægt að fá fjallaþin, blágreni og síberíuþin í minna magni. Íslensku trén hafa á undaförnum árum verið töluvert frábrugðin þeim innfluttu. Yfirleitt eru þau eldri en innflutt tré og geta því verið mjög þétt og falleg Allir sem unna fósturjörðinni ættu hiklaust að kaupa íslensk jólatré hjá skógræktarfélögunum því með því styrkja þeir skógræktarstarf á Íslandi. Íslensku trén eru öll úrvalstré, ræktuð á náttúrulegan hátt og án allra eiturefna. Auk þessa skapar íslensk jólatrjáaræktun atvinnu á landsbyggðinni. Færst hefur í vöxt að skógræktarfélögin bjóði einstaklingum og hóp- um í skóginn til að velja og höggva sitt eigið tré. Er sú athöfn orðin ómissandi þáttur í jólahaldi margra Íslendinga. Hægt er að finna upp- lýsingar um skóga þar sem höggva má sitt eigið jólatré á: http://www.skog.is/Frettir/Includes/ShowArticle.asp?ID=982. Lífsins tré & tákn jólanna Græn. Rauð. Hvít. Bleik. Orange. Silfruð og gyllt. Lifandi og allt í plati. Hávaxin sem smávaxin. Angandi af náttúru eða verksmiðju- lofti. Hvernig sem þau koma og hver tegundin er sem glepur augað; öll eiga þau rétt á sér og eru ómissandi ef halda á alvöru jól. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir týndist í skógi jólatrjánna skreyttum fróðleiks- molum með góðu fólki. Náttúruleg, þétt & fögur » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ 74-75 (42-43) Jól 16.12.2004 19:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.