Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 24
Útrás Íslandsbanka í Nor-egi hefur verið í brenni-depli í haust. Íslandsbanki keypti Kredittbanken í ágúst en margir skildu ekki þau kaup. Kredittbankinn er lítill og hefur átt í fjárhagserfiðleikum. Hann hefur höfuðstöðvar í Álasundi, hjarta sjávarútvegs og skipa- smíða í Noregi. Íslandsbanki fjárfesti skömmu síðar í BN banken sem er fjórði stærsti bankinn í Noregi. Þá töldu menn sig skilja viðskiptin aðeins betur. Saman voru þetta fjárfestingar upp á milljarða og fyrir þessa peninga var Íslandsbanki kominn með sterka stöðu í norskum bankaheimi. Elfar Rúnarsson og Kjartan Ólafsson hafa tekið virk- an þátt í innrásinni í Noregi. Þeir segja að Íslendingum hafi verið einstaklega vel tekið. Brennt sig á fiskeldi „Norðmenn eru vanir skipafjár- mögnun og því að fjármagna sjávarútveg en undanfarið hafa norsku bankarnir brennt sig illa á fiskeldi. Það hefur orðið til þess að allt sem tengist sjávarútvegi á erfitt framdráttar og það hefur gengið jafnt yfir alla. Undanfarin 20 ár höfum við stundað viðskipti við Noreg og þróað viðskipti frá Íslandi. Við höfum góða við- skiptavini þar,“ segir Kjartan Ólafsson sem eftir áramótin flyst búferlum til Noregs með fjöl- skyldu sína. Hann mun leiða sjáv- arútvegsteymi Íslandsbanka í Noregi. „Kredittbanken er einn af þeim bönkum sem lentu í vand- ræðum með fjármögnun í fisk- eldi. Þetta er lítill svæðisbanki með heilmikla reynslu og þekk- ingu á fjármögnun innan sjávar- útvegs. Þarna erum við með góð- an mann við stjórnvölinn sem hefur nýverið tekið við. Frank Reite heitir hann og hefur unnið með sjávarútvegsfyrirtækjum um allan heim. Hann hefur unnið mikið með fjármögnun og fjár- festingar í sjávarútvegi,“ segir Kjartan. Íslandsbanki hefur verið í útrás á vestur- og austurströnd Norður-Ameríku, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Chile og jafnvel Suður-Afríku og Asíu auk hinna Norðurlandanna í mörg ár en lítið borið á því þar sem mest- megnis hefur verið um fjármögn- un að ræða. „Umhverfið er miklu samkeppnishæfara í Noregi en á mörgum öðrum stöðum. Það er okkur mikilvægt að hafa fótfestu í Noregi til þess að geta unnið jafnt að stórum sem smáum verkefnum og það er engin spurning að þar hefur okkur vantað svæðisbundna þekkingu. Með kaupunum á Kredittbankan- um tryggjum við þá þekkingu og meiri nálægð við viðskiptavini,“ segir Kjartan. Kredittbankinn sem stökkpallur Elfar bendir á að auðveldara sé að bjóða viðskiptavinum upp á heildarþjónustu með því að vera með banka á staðnum. „Þegar við vinnum frá Íslandi takmarkar það vöru- og þjónustuframboðið til okkar viðskiptavina. Þegar við erum komin með Kredittbankann sem stökkpall þá getum við veitt betri þjónustu sem er til hagsbóta fyrir marga af okkar viðskiptavinum,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið tækifæri sem hafi verið gripið. „Módelið eins og við höfum verið að vinna það hefur virkað mjög vel en þarna erum við að stíga eitt skref fram á við, bæta þjónustuna og auka úrvalið. Í leiðinni erum við að færast nær viðskiptavinum. Þegar Kjartan flyst til Noregs þá mun það gjör- breyta allri tengslauppbyggingu og þjónustu við þessa aðila frá því sem verið hefur. Með því að vera miðsvæðis í Noregi er hann bara nokkrar mínútur að skjótast á milli staða til að hitta menn og það er auðvelt fyrir þá að koma til hans,“ segir Elfar. Sjávarútvegur er kjölfestan Innan Íslandsbanka er litið á sjávarútveginn sem kjölfestu. Á Íslandi eru takmarkaðir vaxtar- möguleikar en mikil þekking á sjávarútvegi og því hefur útrás bankans verið grundvölluð á hon- um. „Með þessum móti höfum við getað vaxið innan greinar sem við teljum okkur þekkja en þó leitað á ný mið. Við tökum þessi skref í Noregi eftir tveggja til þriggja ára viðskiptasögu. Kjarn- inn í Kredittbankanum er þrenns konar: sjávarútvegur, þjónusta við olíuiðnaðinn og skipasmíða- iðnaður. Í Álasundi er mikill sér- hæfður iðnaður annar en skipa- smíðaiðnaðurinn, t.d. húsgagna- iðnaður. Norðmenn eiga skipa- smíðastöðvar í Póllandi, Rúmen- íu og Brasilíu þaðan sem skrokk- urinn kemur og svo fer hátækni- vinnan að miklu leyti fram í Álasundi. Þarna eru sérhæfðar skipasmíðastöðvar sem eru að gera mjög skemmtilega hluti,“ segja þeir. „Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður okkar ásamt Ís- landi. Það er okkur mikilvægt að vera með fætur í sem flestum greinum. Norska hagkerfið er gríðarlega stöðugt og nýtur góðs af sterkum olíuiðnaði. BN bank- inn er sérhæfður í fasteignavið- skiptum og sterkur á því sviði. Ís- landsbanki lítur þess vegna svo á að áhættan dreifist betur með BN bankanum. Þó að fiskur sé mikil- vægur fyrir okkur og þekking og skilningur á sjávarútvegi séu nauðsynleg til að geta vaxið þá horfum við til þess að geta þróað þau viðskiptasambönd yfir í aðrar greinar,“ segja þeir. Breytingar framundan í Noregi Ákveðnar breytingar verða í sjávarútvegi í Noregi á næstu árum, til dæmis með sameining- um og aukinni hagræðingu. „Við ætlum að taka þátt í þeim virðis- auka sem við sjáum fyrir okkur. Hér eru ákveðnar hugmyndir í gangi um það hvernig menn vilja vinna málin áfram ef allt fer fram sem horfir og útlitið helst jákvætt og stigin verða skref til þróunar á næstu misserum. Fyrst um sinn sjá menn fyrir sér að rækta áfram kjarnastarfsemina á báðum stöðum með óbreyttum stjórnendum á hvorum stað. Við komum inn, kynnumst þessu bet- ur og lærum á það og lesum síðan betur í tækifærin og möguleik- ana. Við þekkjum styrkleika beggja banka og við þekkjum styrkleikana hjá okkur. Eining- arnar styðja vel hver við aðra og viðskiptamannatengslin eru mis- munandi á hverjum stað. Í út- rásinni höfum við verið með ákveðin verkefni og fasteigna- fjármögnun sem er áhugavert að tengja enn frekar og sömuleiðis að tengja þá þekkingu sem við höfum frá Noregi við útrásina okkar hér heima. En á þessu stigi vilja menn ekki né treysta sér til að tjá sig um það hvað þeir ætla að gera. Við sjáum ótal tækifæri. Framhaldið verður síðan unnið í samvinnu við stjórnendur á hverjum stað,“ segja þeir. Margur ímyndar sér sjálfsagt að Íslandsbanki hyggist sameina bankana í Noregi og sjá ef til vill fyrir sér að nöfnunum verði slegið saman í BN-Kredittbanken eins og hefur verið áberandi hér við sameiningu fyrirtækja. Elfar segir að ýmsum möguleikum hafi verið kastað upp en á þessum tímapunkti sé ekkert svar. Þetta eigi eftir að skoða betur. Eining- arnar séu vel starfhæfar eins og þær séu, viðskipti þeirra og starfssvið skarist ekki og þær geti hæglega unnið saman. Hvað varðar bollaleggingar um skrán- ingu Íslandsbanka í Noregi þá staðfesta þeir að sú hugmynd hafi komið upp. Bankinn fór í skuldabréfaútgáfu nýlega í Noregi en „mér vitanlega hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort menn stefna að skráningu,“ segir Elfar. „Þetta er mjög áhugavert, eitt- hvað sem verður klárlega skoðað gaumgæfilega þegar fram líða stundir,“ segir hann. ghs@frettabladid.i 24 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður Íslandsbanka ásamt Íslandi. Skráning í norsku kauphöllina þykir áhugaverð og verður skoðuð gaumgæfilega þegar fram líða stundir. ELFAR OG KJARTAN Elfar Rúnarsson og Kjartan Ólafsson hafa tekið virkan þátt í innrás Íslandsbanka í Noreg. „Það er okkur mikilvægt að vera með fætur í sem flestum greinum. Norska hagkerfið er gríðarlega stöðugt og nýtur góðs af sterkum olíuiðnaði,“ segja þeir. KJARTAN „Umhverfið er miklu samkeppnishæfara í Noregi en á mörgum öðrum stöðum. Það er okkur mikilvægt að hafa fótfestu í Noregi til þess að geta unnið jafnt að stórum sem smáum verkefnum,“ segir Kjartan Ólafsson. ELFAR „Þegar við erum komin með Kredittbankann sem stökkpall þá getum við veitt betri þjónustu sem er til hagsbóta fyrir marga af okkar viðskiptavinum,“ segir Elfar Rúnarsson. Noregur er heimamarkaður Álasund er hjartað Kjartan Ólafsson, starfsmaður í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka, flytur til Noregs eftir áramót og bú- setur sig í Álasundi. Hann mun leiða sjávarútvegsteymi Íslands- banka sem hefur það hlutverk að byggja upp viðskipti í sjávarútvegi og þjónusta norskan sjávarútveg. Álasund er hjarta norsks sjávarút- vegs. Þar eru flestir togararnir skráðir, þar er stærsta löndunar- höfnin og þar eru margir sterkustu aðilar innan sjávarútvegsins stað- settir. Samgöngur til og frá Álasundi eru tíðar og auðveldar. Ólíkir bankar Kredittbanken er lítill banki með höfuðstöðvar í Álasundi. Hann starfar fyrst og fremst í sjávarútvegi og er einn þeirra norsku banka sem hafa farið illa á lánum til fisk- eldis síðustu árin. BN bankinn hef- ur höfuðstöðvar í Þrándheimi og svo er hann í Ósló með útibú. BN banken er einn af fjórum stærstu bönkum í Noregi. Hann sérhæfir sig í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis með veð í við- komandi fasteign. Þetta eru ólíkir bankar og því gætu þarna verið góð samlegðaráhrif. 24-25 (360°) 16.12.2004 19:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.