Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 44
Fönk- og gleðisveitin Jagúar gaf nýverið út þriðju plötu sína, Hello Somebody. Strák- arnir eru önnum kafnir í kynningu á plötunni en gáfu sér samt tíma til að setjast niður og baka piparkökur fyrir Fréttablaðið. „Nei,“ segja þeir Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson og Samúel J. Samúelsson í Jagúar er þeir eru spurðir hvort þeir baki eitthvað fyrir jólin. „En ætli mað- ur skelli ekki í eina sort fyrir þessi jól fyrst búið er að koma manni á bragðið,“ segir Daði er hann hnoðar piparkökudeigið með prýði. En ætli strákarnir séu ekki komnir í jólaskap? „Nei, ég vil eiginlega geyma jólafílínginn þangað til mjög stuttu fyrir jól. Við erum að taka upp og útsetja jólalög í október þannig að þegar desember kemur þá erum við eig- inlega komnir með ógeð,“ segir Sammi og Börkur Hrafn bætir við „Já, þetta er aðalvertíð tónlistar- mannsins og alveg rosalega mikið að gera. En ég fékk jólatré um daginn og við kærastan mín skreyttum það þannig að það örlar á jólaskapinu.“ Þó að strákarnir segist aldrei hafa bakað áður þá skreyta þeir kökurnar listavel og hverfa aftur til barndóms með glassúrið í hönd. Börkur Hrafn eyðir engum tíma og tekur sér fjórar kökur í hönd, raðar þeim hlið við hlið og skreytir þær allar í einu. „Sjáiði, ég er að gera Nylon. Hérna er Klara og Alma og...“ Það er tví- mælalaust Sammi sem vandar sig mest og tekur verkefnið alvar- lega, enda piparkökubakstur grafalvarlegt sport. Daði slær Samma við í frumlegheitum og toppar glassúrinn með eitt stykki mandarínu. Yfir strákunum hvílir barnsleg ró sem er kærkomin í öllu jóla- og plötuamstrinu. Undir hljóma lög af nýjustu plötu strák- anna sem spillir ekki fyrir stemn- ingunni. Að piparkökubakstrinum lokn- um setjast strákarnir við jólatréð inni í stofu hjá Berki Hrafni og dást að sköpunarverki sínu. Svo er bara spurning hvort strákarnir ætli ekki að gera þetta reglulega „Það er náttúrlega alltaf gaman að hitta strákana og þetta er góð af- sökun til þess. Sjáumst við þá ekki bara að ári?“ spyr Börkur að lokum. lilja@frettabladid.is Jólastund Lestu jólasögu með fallegum boðskap fyrir fjölskylduna í rólegheitum fyrir jól- in. Tendraðu kerti og bjóddu upp á smákökur á meðan þið hugleiðið saman merkingu jólanna og sjáið hvort þið getið gert eitthvað til að hjálpa þeim sem ekki geta haldið gleðileg jól.[ Fönkí piparkökur Fallegar jólasveinastyttur, kertastjakar, tréskálar í mörgum útgáfum, geisla- diskahillur og margt margt fleira Opið á laugardag frá 11-20 Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn Kuldaskór í miklu úrvali! Góðir skór! ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L 44-45 (4-5) Allt jólin 16.12.2004 14.18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.