Fréttablaðið - 17.12.2004, Side 44

Fréttablaðið - 17.12.2004, Side 44
Fönk- og gleðisveitin Jagúar gaf nýverið út þriðju plötu sína, Hello Somebody. Strák- arnir eru önnum kafnir í kynningu á plötunni en gáfu sér samt tíma til að setjast niður og baka piparkökur fyrir Fréttablaðið. „Nei,“ segja þeir Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson og Samúel J. Samúelsson í Jagúar er þeir eru spurðir hvort þeir baki eitthvað fyrir jólin. „En ætli mað- ur skelli ekki í eina sort fyrir þessi jól fyrst búið er að koma manni á bragðið,“ segir Daði er hann hnoðar piparkökudeigið með prýði. En ætli strákarnir séu ekki komnir í jólaskap? „Nei, ég vil eiginlega geyma jólafílínginn þangað til mjög stuttu fyrir jól. Við erum að taka upp og útsetja jólalög í október þannig að þegar desember kemur þá erum við eig- inlega komnir með ógeð,“ segir Sammi og Börkur Hrafn bætir við „Já, þetta er aðalvertíð tónlistar- mannsins og alveg rosalega mikið að gera. En ég fékk jólatré um daginn og við kærastan mín skreyttum það þannig að það örlar á jólaskapinu.“ Þó að strákarnir segist aldrei hafa bakað áður þá skreyta þeir kökurnar listavel og hverfa aftur til barndóms með glassúrið í hönd. Börkur Hrafn eyðir engum tíma og tekur sér fjórar kökur í hönd, raðar þeim hlið við hlið og skreytir þær allar í einu. „Sjáiði, ég er að gera Nylon. Hérna er Klara og Alma og...“ Það er tví- mælalaust Sammi sem vandar sig mest og tekur verkefnið alvar- lega, enda piparkökubakstur grafalvarlegt sport. Daði slær Samma við í frumlegheitum og toppar glassúrinn með eitt stykki mandarínu. Yfir strákunum hvílir barnsleg ró sem er kærkomin í öllu jóla- og plötuamstrinu. Undir hljóma lög af nýjustu plötu strák- anna sem spillir ekki fyrir stemn- ingunni. Að piparkökubakstrinum lokn- um setjast strákarnir við jólatréð inni í stofu hjá Berki Hrafni og dást að sköpunarverki sínu. Svo er bara spurning hvort strákarnir ætli ekki að gera þetta reglulega „Það er náttúrlega alltaf gaman að hitta strákana og þetta er góð af- sökun til þess. Sjáumst við þá ekki bara að ári?“ spyr Börkur að lokum. lilja@frettabladid.is Jólastund Lestu jólasögu með fallegum boðskap fyrir fjölskylduna í rólegheitum fyrir jól- in. Tendraðu kerti og bjóddu upp á smákökur á meðan þið hugleiðið saman merkingu jólanna og sjáið hvort þið getið gert eitthvað til að hjálpa þeim sem ekki geta haldið gleðileg jól.[ Fönkí piparkökur Fallegar jólasveinastyttur, kertastjakar, tréskálar í mörgum útgáfum, geisla- diskahillur og margt margt fleira Opið á laugardag frá 11-20 Mikið úrval af gamaldags og fallegri gjafavöru Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn Kuldaskór í miklu úrvali! Góðir skór! ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L 44-45 (4-5) Allt jólin 16.12.2004 14.18 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.