Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 84
hygli fyrr en Nirvana, sem einnig var frá Seattle, sló ræki- lega í gegn með plötunni Nevermind. Ruddi hún brautina fyrir grunge-rokksveitir á borð við Pearl Jam, Soundgarden og Alice in Chains og kom af stað nýrri tónlistarstefnu. Gruggið var nú orðið aðalmálið og Pearl Jam tvímælalaust ein mesta rokksveit í heimi. Slagarar á borð við Black, Jeremy og Alive gerðu allt vitlaust og hljóma enn í eyrum gamalla grugghausa. Tveimur árum síðar gaf Pearl Jam út sína aðra plötu, Vs. Fór hún beint á topp Billboard- listans og setti m.a. met þegar hún seldist í 950 þúsund eintök- um fyrstu vikuna. Lög á borð við Daughter og Animal hittu í mark og enn jukust vinsældir Pearl Jam. Var það þvert á vilja hljómsveitarmeðlima, sem vildu lítið með frægðina gera. Voru þeir til að mynda lengi vel treg- ir til að fara í stór tónleikaferða- lög auk þess sem þeir vildu lítið sem ekkert koma nærri mynd- bandagerð. Ári síðar gaf sveitin síðan út þriðja plötu sína, Vitalogy. Seld- ist hún í tæpum 900 þúsund ein- tökum fyrstu vikuna og fór að sjálfsögðu beint á topp Bill- board-listans. Þessi plata var nokkuð tilraunakennd og er al- mennt ekki talin eins góð og fyrstu tvær plötur sveitarinnar. Engu að síður var þar að finna frábær lög á borð við Not For You, Nothingman og Betterman. Ekki sömu gæði og áður Síðan þá hafa fjórar hljóðvers- plötur komið út með Pearl Jam, en engin hefur verið í sama klassa og fyrstu tvær plöturnar. Bestu sprettina var að finna á síðustu plötu Pearl Jam, Riot Act, sem kom út fyrir tveimur árum. Afslappað og einfalt rokk- ið fékk að njóta sín og virtust hljómsveitarmeðlimirnir njóta þess innilega sem þeir voru að gera. Ævintýragirnin er þó ekki sú sama og áður, sem er kannski ekki skrítið. Sveitin er löngu búin að sanna sig sem ein besta rokksveit okkar tíma, eins og nýja safnplatan ber vitni um. freyr@frettabladid.is 51FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 Betri myndir en þú átt að venjast! www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 5,1 milljón pixlar. Tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni - skýrar. Stamina tæknin hjá Sony sparar orku og tryggir þér lengri endingu á rafhlöðunum. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Sony linsa með 3x optical aðdrætti og allt að 6x digital. 3.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 41.940 krónur staðgreitt.* 5.1 milljón pixla effective Super HAD CCD myndflaga frá Sony 3x optical aðdráttur (6x digital aðdráttur) • MPEG Movie VX með hljóði Þegar þú kaupir stafræna myndavél hjá okkur í Kringlunni færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 9.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P93A TEN Pearl Jam sló í gegn með plötunni Ten sem hafði að geyma frábæra slagara. Antlew/Maximum, sem gaf ný- lega út sína fyrstu breiðskífu hér á landi, samanstendur af Magnúsi Jónssyni og Anthony Lewis. Hafa þeir félagar komið víða við á ferlinum og er Magn- ús einna þekktastur hér á Fróni fyrir að vera einn af liðsmönn- um rappsveitarinnar Subterra- nean sem gerði garðinn frægan á sínum tíma. Eftir gott gengi Subterranean hélt liðsfólk sveit- arinnar hvert í sína áttina og lágu þá leiðir Magnúsar og Anthony saman. Á þessari sjálftitluðu breið- skífu má finna ýmislegt sem telja má tvímenningunum til tekna. Þar bera hæfileikar Anthony hæst en færni hans á rappsviðinu fer ekkert á milli mála á plötunni. Þá snerta text- ar hans á viðfangsefnum sem fáir lagasmiðir gefa mikinn gaum, s.s. heimilisofbeldi og ástandið í heimsmálunum. Það má hins vegar deila um frumleika Anthony og væri t.d. erftitt að þekkja hann frá fjöl- mörgum öðrum röppurum. Hann sýnir þó á plötunni að hon- um er margt til lista lagt, sér- staklega í textagerðinni og gef- ur stóru nöfnunum lítið sem ekkert eftir. Magnús nýtur mikillar virð- ingar í undirheimum hip-hops- og rapptónlistar á Íslandi og þá sérstaklega fyrir sín störf sem lagasmiður. Hafði ég sérstakt dálæti af I’m Gonna Getcha, sem er sérstaklega safaríkt með bút úr lagi með Sage Francis. Sama má segja um U&I, sem er einnig smekklega útfært. Hann grípur líka sjálfur í hljóðnem- ann í lokalagi plötunnar, Let’s Clap, eitthvað sem hefur lítið heyrst af upp á síðkastið eftir að Magnús kaus að setjast í stól upptökustjórans eftir lok Subterranean. Þó svo að tónlistin sé ekki það frumlegasta sem er í boði í dag þá eru kapparnir fagmennskan uppmáluð og hæfileikarnir fara ekki á milli mála. Smári Jósepsson Fagmennskan uppmáluð ANTLEW / MAXIMUM ANTLEW / MAXIMUM NIÐURSTAÐA: Þó svo að tónlistin sé ekki það frumlegasta sem er í boði í dag þá eru kapp- arnir fagmennskan uppmáluð og hæfileikarnir fara ekki á milli mála. Færni Anthony á rappsviðinu kemst vel til skila og snertir hann á mörgum viðkvæmum viðfangsefnum í texta- smíðinni. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN 82-83 (50-51) Fólk 16.12.2004 20:43 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.