Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 81
Danny Ocean og félagar hans voru í góðum málum í lok mynd- arinnar Ocean’s Eleven árið 2001. Þessum ellefu atvinnuglæpa- mönnum hafði tekist að ræna vænum slatta af milljónum úr spilavítum hins illvíga Terry Benedict sem Andy Garcia lék með miklum stæl. Bófagengið leystist upp og hver hélt sína leið með fúlgur fjár á milli handanna. Benedict er hins vegar ekki maður sem lætur ræna sig án þess að slíkt hafi afleiðing- ar og í framhaldsmyndinni Ocean’s Twelve hefur hann hend- ur í hári allra úr Ocean-genginu og heimtar endurgreiðslu á þýf- inu með vöxtum. Vinirnir fá tvær vikur til að ganga frá skuldinni og gangi það ekki eftir verður þeim komið fyrir kattarnef. Ocean og félagar hans sjá sér ekki annað fært en að taka upp fyrri iðju og afla sér fjár á þann hátt sem þeir gera best. Þeir eru hins vegar svo þekktir í Banda- ríkjunum að þeir geta ekki hreyft sig þar og ákveða því að láta greipar sópa í Evrópu og byrja í Amsterdam. Þeir verða fyrir ýmsum skakkaföllum á Evrópuflakki sínu og komast að því að þeir eiga í höggi við fleiri en Benedict þar sem einn allra besti innbrotsþjóf- ur í heimi telur sig eiga óuppgerð- ar sakir við gengið og bregður fyrir það fæti við öll tækifæri. Til að bæta gráu ofan á svart er svo Catherine Zeta-Jones mætt til leiks í hlutverki Isabel Lahiri. Sú er fremsti sérfræðingur Europol í glæpamönnum af þessu sauðahúsi og er alltaf á hælunum á Ocean- genginu enda vill svo óheppilega til að einn meðlimurinn, Rusty Ryan (Brad Pitt), er fyrrverandi kærasti hennar. Ocean’s Eleven er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1960 en þar lék Frank Sinatra Ocean og hafði ekki minni menn en Dean Martin og Sammy Davis Jr. sér við hlið. Leikstjórinn Steven Soderbergh smalaði sam- an engu minni töffurum fyrir endurgerðina en Clooney fór fyrir genginu dyggilega studdur af Brad Pitt, Matt Damon, Don Cheadle og fleirum. Allt þetta gengi er saman komið í Ocean’s Twelve. Julia Roberts leikur sem fyrr Tess, eiginkonu Dannys, en Zeta-Jones er ferskasta viðbótin en hún kom hvergi nærri fyrstu myndinni. Þessir leikarar tengjast inn- byrðis eftir ýmsum leiðum en margir þeirra hafa unnið með Soderbergh áður. Julia Roberts hefur komið við sögu í allmörgum myndum kappans, þar á meðal Erin Brockovich og Full Frontal. Zeta-Jones og Don Cheadle léku bæði undir stjórn Soderberghs í Traffic þannig að það er ljóst að leikstjórinn tengist samstarfs- fólki sínu traustum böndum. ■ 48 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Nýtt á DVD Spennumyndin I, Robot er komin út á tvöföldum DVD-diski þannig að það er enginn skortur á aukaefni fyrir þá sem vilja kynnast gerð myndarinnar nánar. Farið er ofan í saumana á tæknibrellum og rætt við hina og þessa sem komu að gerð myndarinnar. Myndin sjálf stendur svo fyllilega fyrir sínu en í henni leikur Will Smith lögreglumann sem hefur vélmenni grunað um morð. „Ten oughta do it, don't you think? You think we need one more? You think we need one more. Alright, we'll get one more.“ - George Clooney kemst að þeirri niðurstöðu í Ocean’s Eleven að hann þurfi ellefu menn til að ræna rammgert spilavíti. Góðra vina endurfundur DANNY OCEAN OG FÉLAGAR Catherine Zeta-Jones gerir genginu lífið leitt í Ocean’s Twelve en hún er hressilegasta viðbótin við glæsilegan leikhópinn sem endurtekur leikinn frá því í Ocean’s Eleven. [ aðsóknarmestu ] BÍÓMYNDIR SÍÐUSTU HELGAR BLADE: TRINITY Tólf manna gengið hans Oceans rauk á toppinn í Bandaríkjun- um en Blade fylgir á eftir í öðru sætinu og er til alls líklegur. AÐSÓKNARMESTU MYNDIRNAR Í BANDA- RÍKJUNUM HELGINA 10.-12. DESEMBER: Ocean's Twelve Blade: Trinity National Treasure The Polar Express Christmas with the Kranks The Incredibles The SpongeBob SquarePants Movie Closer Finding Neverland Alexander 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 JULIA ROBERTS Var áberandi í Ocean’s Eleven en það fer öllu minna fyrir henni í framhaldsmyndinni þó hún taki vissulega góða spretti. 80-81 (48-49) Bíósíða 16.12.2004 19:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.