Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 10
10 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR JÓL Í VÍETNAM Víetnamskur sölumaður gengur framhjá stórum uppblásnum jólasveini í miðborg Hanoi í Víetnam. Þó langflestir íbúar landsins séu búddatrúar eru um sex millj- ónir kristinnar trúar. Endurreikningur Tryggingastofnunar: Formlegar athuga- semdir frá 320 manns LÍFEYRISMÁL Um 320 lífeyrisþegar af tæplega 42 þúsund gera form- lega athugasemdir við endur- reikning Tryggingastofnunar á bótarétti ársins 2003, eða liðlega 0.8% lífeyrisþega, að sögn Karls Steinars Guðnasonar forstjóra TR. „Okkur sýnist að ákaflega vel hafi tekist til með þessa fram- kvæmd alla, sem sést hvað best á því hversu afar fáir gera form- legar athugasemdir, en auðvitað eru nokkur dæmi um einstaklinga sem nýta andmælarétt sinn og þau mál verða öll könnuð ítarlega á nýju ári,“ sagði Karl Steinar. hann sagði, að þessa dagana væri af hálfu TR kostað kapps um að endurgreiða inneignir en þær yrðu greiddar 24 þúsund lífeyris- þegum í næstu viku. Etir áramót yrðu athugasemdir vegna upp- gjörsins teknar fyrir. Mikið annríki hefur verið í Tryggingastofnun að undanförnu vegna endurreiknings á lífeyris- greiðslum og á þriðja þúsund manns komið í þjónustumiðstöð til að leita skýringa og fá úrlausn, að sögn Karls Steinars. Það er til marks um álagið að á fjórum dög- um bárust 11 þúsund símtöl í símaver þjónustumiðstöðvar. - jss Harðstjórn í skjóli hryðjuverkastríðs Stjórnin í Úsbekistan er orðin einhver helsti bandamaður Bandaríkjanna í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum. Mannréttindabrot eru þar daglegt brauð og forseti landsins hefur opinskátt dregið í efa ágæti lýðræðis og mannréttinda. STJÓRNMÁL Gamla sovéska Gúlagið virðist lifa góðu lífi þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin nú um áramót- in frá því Sovétríkin leystust upp. Úsbekistan var hluti Sovétríkj- anna og virðast sovéskir stjórnar- hættir óvíða hafa verið varð- veittir eins vel og þar. Úsbekistan virtist eiga litla framtíð fyrir sér sem ríki fyrr en hryðjuverka- árásin var gerð á Bandaríkin 11. september 2001. Úsebekistan hýsir eina helstu herstöð Banda- ríkjanna í Mið-Asíu og fékk strax 2002 200 milljónir Bandaríkjadala í efnahagsaðstoð – jafn mikið og landið hafði fengið samtals frá sjálfstæði. Hins vegar verður ekki séð að Bandaríkin hafi séð ástæðu til að láta lýðræðisvæðinguna og allra síst virðingu fyrir mannréttind- um ná til ríkisstjórnar Úsbekist- ans. Islam Abduganievich Karimov hefur verið forseti Úsbekistans síðan 1991 en framkvæmd kosn- inga þykir mjög ábótavant. Stjórnarskránni hefur verið breytt í tvígang til að leyfa honum að bjóða sig fram oftar en ætlast var til. Bandaríska utanríkisráðu- neytið taldi síðustu kosningar meingallaðar enda var bent á að helsti andstæðingur hans hefði lýst yfir að hann ætlaði að kjósa Karimov! Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE) lýsti því svo yfir að tilgangslaust væri að fylgjast með kosningum þar því í raun væri ekki framboðsfrelsi. Svar Karimovs við gagnrýni ÖSE var eftirfarandi: „ÖSE einbeitir sér einungis að því að koma á lýð- ræði, mannréttindum og frelsi fjölmiðla. Ég er farinn að draga þessi gildi í efa.“ Fleiri yfirlýsingar Karimovs hafa vakið athygli. Til dæmis: „Ég skal sjálfur rífa höfuðið af 200 manns til að fórna lífi fólksins og tryggja öryggi og frið í lýðveld- inu. Ef barn mynda velja ranga braut myndi ég slíta höfuðið af því.“ Einn þekktasti pólitíski fangi Úsbekistans til skamms tíma var Ruslan Sharipov. Hann sat á sjötta ár í fangelsi og hefur í grein á vef- síðu Institute for War and peace reporting skýrt ítarlega frá pynt- ingaraðferðum sem beitt er í Úsbekistan. Aðstæður og aðferðir í fangelsum þar eru raunar ná- kvæmlega þær sömu og í Gúlagi Sovétríkjanna. Þar er föngum gefið raflost, nögglum kippt af, þeir kæfðir með plastpokum, beinbrotnir með barsmíðum og konum nauðgað á svo hrottalegan hátt að ekki telst prenthæft í út- breiddu dagblaði. Athygli vekur að Sharipov var sjálfur pyntaður af þeirri deild innanríkisráðu- neytisins sem berst gegn hryðju- verkum en dóm sinn fékk hann fyrir samkynheigð. a.snaevarr@frettabladid.is Skógræktarfélag Reykjavíkur: Jólatré höggvin í Heiðmörk JÓL Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til jólatrjáahátíðar í Heið- mörk á morgun þar sem félags- mönnum gefst færi á að velja sér og höggva jólatré. Stendur hátíðin frá 11 til 15. Hvert tré kostar 4.200 krónur og er innheimt með heim- sendum gíróseðlum. Þeir sem standa utan félagsins geta gengið í það á morgun og fengið sitt tré. Forsvarsmenn Skógræktarfélags- ins leggja ríka áherslu á að jólatrjáahögg er að öðru leyti bann- að í Heiðmörk. Jólatrjáahátíð var haldin í fyrra og tókst vel. - bþs JÓLASVEINN Þó svo að erlendur jólasveinn sé talinn bú- settur á norðurpólnum, er Stúf þar ekki að finna. Jólasveinninn: Pósturinn til Lapplands JÓLIN Á pósthúsi jólasveinsins í Lapplandi eru starfsmenn sem álfar og um hendur þeirra fara um hálf milljón bréfa sem send eru til jólasveinsins um þessi jól. Pósthúsið opnaði fyrir rúmum 20 árum og segir póststjórinn Taina Ollila að svo lengi sem á umslag- inu standi jólasveinninn, Lapp- land eða norðurpóllinn, muni bréfið berast til þeirra. Rétt heim- ilisfang mun þó vera: Jólasveinn- inn, 96930 Artic Circle, Finnland. En eins og íslensk börn vita, þá eru fleiri en einn jólasveinn, og þeir búa allir í íslenskum fjöllum. Því þýðir lítið að reyna að senda Stekkjastaur eða Kertasníki kveðjur á þetta heimilisfang. ■ jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is 20% afsláttur af brettapökkum Betti, bindingar og skór. Sessions brettafatnaður fæst í Útilíf Kringlunni. Vertu viss ...veldu Rossignol snjóbretti um gæðin... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 Tekjuskattsbreytingar: Ekki tekið tillit til Jöfnunarsjóðs SVEITARSTJÓRNARMÁL Við breyting- ar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt var ekki tekið tillit til umsagnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Þar kom fram að sé tekið mið af þeim for- sendum sem frumvarpið byggði á má gera ráð fyrir að árlegar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga skerðist varanlega um 400 milljónir króna þegar áhrif lag- anna eru að fullu komin til fram- kvæmda árið 2007. Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir mál- inu ekki lokið af þeirra hálfu.“Við höfum rætt málið við félagsmálaráðherra og höldum þessu til haga. Það þyrfti að leysa þetta sem fyrst og komast að niðurstöðu á því hvernig sveitarfélögunum verður bættur þessi tekjumissir.“ Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, hefur áður sagt að sambandið reikni með að þetta hafi bara verið mistök, því í gildi sé samkomulag um fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Allar breyting- ar á því samkomulagi hljóti að vera samningsatriði en ekki ákvarðaðar einhliða. Talið er að tekjumissir Jöfn- unarsjóðs muni nema um 90 milljónum á næsta ári. Framlög úr Jöfnunarsjóði eru rúm 34 pró- sent tekna sveitarfélaga sem hafa færri en 300 íbúa. - ss ÖRTRÖÐ Það er til marks um álagið hjá Trygginga- stofnun þessa dagana, að á fjórum dögum bárust 11 þúsund símtöl í símaver þjón- ustumiðstöðvar. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands Íslenskra sveitarfélaga sagði það mistök að gera ekki ráð fyrir áhrifum lækk- unar tekjuskatts á Jöfnunarsjóð. Við breyt- ingar á lögum var ekki tekið tillit til þessa. KARIMOV FORSETI ÚSBEKISTAN Segist sjálfur myndu rífa höfuðið af barni sínu ef það færi á ranga braut. Hér ásamt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Báðir eru bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum. 10-11 16.12.2004 19:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.