Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 26
17. desember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Fischer á sterkan stuðningsmannahóp hér á landi. Íslendingar og Fischer FRÁ DEGI TIL DAGS Þörf áminning Getur verið að nafngiftin „afturhalds- kommatittir“, sem vakti uppnám í söl- um Alþingis þegar Davíð Oddsson missti orðið út úr sér í hita leiksins, eigi rétt á sér en hafi verið veitt röngum aðilum? Þessu veltir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, fyrir sér í rit- stjórnargrein í nýjasta hefti ritsins. Hann skynjar öfugþró- un í þjóðfélagsmál- um. „Ég fæ ekki bet- ur séð en að skoð- anir „afturhalds- kommatitta“ séu að fá einhvern hljóm- grunn innan ríkis- stjórnarinnar sjálfrar,“ skrifar Jón og nefnir í því sambandi fjölmiðlalögin, lögin gegn hringamyndun, lögin á sparisjóðina, lög á kennara sem njörvað hafi niður hvað þeir ættu að fá í laun, lög um verðhækkun sterks áfengis sem feli í sér neyslustýringu og lögin um 90% húsnæðislán á sama tíma og bankarnir bjóði 100% lán. „Áfram mætti telja upp mál sem stríða gegn markaðs- hyggjunni,“ segir ritstjórinn. Hann lýkur pistlinum þannig: „Það ætti enginn að hneykslast á orðum eins og „aftur- haldskommatittsflokkur“ eða „aftur- haldskommatittir“. Þessi orð eru þörf áminning – og eiga erindi við fleiri en í fyrstu mætti ætla.“ Ekki umturna Í sama hefti Frjálsrar verslunar er rætt við Gunnar Jerven, bankastjóra BN- bankans, fjórða stærsta banka í Noregi, en Íslandsbanki er þessa dagana að eignast hann fyrir rúma 35 milljarða króna. Jerven kveðst steinhissa á þessu framtaki Íslendinga enda séu bankarnir eins ólíkir og dagur og nótt. BN banki stundar aðeins húsnæðislán á traustum stöðum í þéttbýli og hefur ekki þurft að afskrifa nema 0,08% útlána. Hann lánar ekki í áhætturekstur eins og sjávarútveg sem er sérfag Íslandsbanka. Jerven seg- ist ekki vita hvað vaki fyrir Íslandsbanka en giskar á að bankinn telji það styrkja sig á alþjóðavettvangi að vísa til eignar í banka sem sé rekinn með eins lítilli áhættu og hugsast getur. „En þá skiptir máli að umturna ekki rekstrinum hér,“ segir Jerven. gm@frettabladid.is Er skynsamlegt að taka lán í er- lendri mynt? Þetta er spurning sem margir Íslendingar eru að velta fyrir sér. Og engan skyldi undra þar sem þetta er bæði flókin spurning og einkar mikilvæg fyrir þá sem eru að taka stór lán svo sem til hús- næðiskaupa. Háir vextir á Íslandi gera það að verkum að einfaldur samanburður á „greiðslubyrði“ lána í íslenskum krónum og erlendri mynt virðist benda til þess að miklu ódýrara sé að skulda í erlendri mynt. Slíkur samanburður er hins vegar afskap- lega villandi. Kostnaður við að skulda í erlendri mynt ræðst ekki aðeins af vaxtamuninum milli Ís- lands og annarra landa heldur einnig af hreyfingum á gengi krón- unnar. Ágætt er að miða við þá einföldu þumalputtareglu að hagstæðara sé að skulda í erlendri mynt svo fremi sem gengi krónunnar lækkar ekki meira en sem nemur vaxtamunin- um milli Íslands og annarra landa. Ef íslenskir vextir eru til dæmis 4% hærri en erlendir vextir þá er hag- stæðara að skulda í erlendri mynt svo fremi sem krónan fellur ekki meira en 4% á ári. Í dag er munurinn milli íslenskra og erlendra vaxta um 6% og gengi krónunnar hefur verið að styrkjast. Það hefur því verið mjög hagstætt að skulda í erlendri mynt að undan- förnu. Ef litið er yfir síðustu 10 ár þá kemur ennfremur í ljós að stærstan hluta þess tíma hefur ver- ið hagstæðara að skulda í erlendri mynt. Það hafa hins vegar komið tímabil þegar gengi krónunnar hefur lækkað talvert mikið á skömmum tíma. Á árunum 2000 og 2001 lækkaði gengið um 40%. Á þessum árum var því mjög óhag- stætt að skulda í erlendri mynt. Þessi lækkun gekk síðan að mestu til baka á árunum 2002 og 2003. Á þeim árum var einstaklega hag- stætt að skulda í erlendri mynt. Það eru nokkur atriði sem læra má af reynslu síðustu 10 ára. 1) Þeg- ar til lengri tíma er litið eru miklar líkur á því að það sé hagstæðara að skulda í erlendri mynt. 2) En lánum í erlendri mynt fylgir mikil áhætta. Þeir sem hugleiða að taka lán í er- lendri mynt standa því frammi fyrir þeim klassíska vanda að hærri ávöxtun og aukin áhætta haldast í hendur. En það er ýmislegt sem er sérstakt við gengi gjaldmiðla sem mikilvægt er að fólk hafi í huga í þessu sambandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gengi gjaldmiðla sveiflast ótrúlega mikið. Þeir sem taka lán í erlendri mynt mega eiga von á því að gengið sveiflist um 20-40% yfir nokkurra ára skeið. Þeir þurfa því að vera vissir um að þeir hafi taugar, þolin- mæði og fjárhagslegt svigrúm til þess að sigla rólega í gegnum tíma- bil þegar krónan tekur slíka dýfu. Hitt atriðið sem er sérlega mikil- vægt að hafa í huga er að stórar gengissveiflur ganga að jafnaði til baka að hluta. Þetta þýðir að áhætt- an sem fylgir því að taka erlent lán núllast að hluta til út til lengri tíma. Áhættan minnkar því þeim mun lengri sem lántökutíminn er. Það er raunar ekki heildarláns- tíminn sem skiptir mestu máli. Margir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign sjá fram á að þeir muni fljótlega stækka við sig. Þá er það tíminn þar til skipt er um íbúð sem skiptir mestu máli. Tökum dæmi af ungum hjónum sem kaupa íbúð fyrir 15 milljónir og taka 80% lán í erlendri mynt til 25 ára. Eftir fjögur ár hefur fjölskyld- an stækkað og þau þurfa að stækka við sig. En í millitíðinni hefur krónan lækkað um 25%. Þegar þau fara að hugleiða hve stóra eign þau hafa efni á því að kaupa vakna þau upp við vondan draum. Þau höfðu nefnilega ekki gert sér grein fyrir því að það voru ekki einungis af- borganirnar sem hækkuðu þegar gengið lækkaði heldur einnig höfuð- stóll lánsins. Höfuðstóll lánsins var 12 millj- ónir fyrir fjórum árum en hefur hækkað um 25% og er nú 15 millj- ónir. Þau hafa greitt af láninu í millitíðinni. En þar sem afborganir af langtímaláni fyrstu fjögur árin eru mest megnis vaxtagreiðslur þá skulda þau nú um 14 milljónir í íbúðinni. Fjórum árum eftir að þau greiddu þriggja milljóna útborgun í íbúðinni eiga þau einungis eina milljón í henni. Eins og þetta dæmi sýnir glöggt þá er varhugavert fyrir þá sem ætla að flytja innan fárra ára að taka stórt erlent lán til húsnæðiskaupa. Erlend lán eru skynsamlegust fyrir fólk sem telur að það ætli að búa í sömu eigninni í langan tíma og þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af skammtímasveiflum í gengi krónunnar. ■ A llt frá því að Bobby Fischer varð heimsmeistari í skákhér í Reykjavík síðsumars 1972 hafa Íslendingar fylgstnáið með ferli hans, þótt skiptar skoðanir hafi verið um framkomu hans og uppátæki í heimsmeistaraeinvíginu. For- ystumenn þess hafa áreiðanlega átt margar andvökunætur meðan á því stóð vegna Fischers. Þeir eru mjög ólíkir á allan hátt Fischer og Spassky og kom það greinilega í ljós í margum- töluðu einvígi þeirra. Spassky var ávallt hógværðin sjálf, en Fischer aftur á móti ofbauð mönnum oft með háttsemi sinni. Fischer virðist ekkert hafa breyst í áranna rás. Hann gýs upp öðru hvoru og gefur út allskonar yfirlýsingar um Ísland, Íslendinga og ekki síður um Bandaríkin – heimaland sitt. Þrátt fyrir allt þetta er það óumdeilt að hann er stórkostlegur snillingur þegar skákin á í hlut, en framkoma hans á öðrum sviðum hefur á stundum varpað skugga á skáksnillinginn sem í honum býr. Þegar Fischer og Spassky leiddu saman hesta sína á ný í Júgóslavíu árið 1992, höfðu Sameinuðu þjóðirnar sett við- skiptabann á landið, og fylgdu Bandaríkjamenn því mjög fast eftir. Mörgum fannst sem það væri ekki saknæmt þótt tveir af mestu skáksnillingum heims settust niður við taflborð til að minnast þess að 20 ár voru liðin frá því að þeir sátu hvor á móti öðrum í Laugardalshöllinni í Reykjavík og kepptu um heimsmeistaratitilinn i skák. Skákin ætti ekkert skylt við bann á almenn viðskipti vegna framferðis stjórnvalda í landinu. Ástæðan fyrir þessari hörðu afstöðu Bandaríkjamanna mun hinsvegar hafa verið sú, að auðjöfurinn og bankamaðurinn Vasiljevic sem hélt skákmótið var sagður mikill stuðnings- maður Milosevic forseta og einvígið var haldið í skugga borg- arastyrjaldarinnar í Bosníu. Allar götur síðan hefur Fischer verið á hálfgerðum flótta og undanfarna mánuði hefur honum verið haldið í innflytjendabúðum í Japan, þar sem mál hans er nú til meðferðar hjá þarlendum dómstólum. Þeir eiga eftir að kveða upp úrskurð sinn og þá væntanlega að taka afstöðu til óvænts leiks Íslendinga í málinu. Fischer á sterkan stuðningsmannahóp hér á landi sem unnið hefur ötullega að málefnum hans. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra tók svo af skarið í málinu og fól sendiherra Íslands í Japan að tilkynna japönskum stjórnvöldum og Fischer að hann fengi dvalarleyfi hér. Jafnframt var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þetta mál hefur á síðustu misserum verið mjög vandræðalegt fyrir bandarísk stjórnvöld. Margir skilja ekki þrákelkni þeirra. Þegar grannt er skoðað er síðasti leikur Íslendinga í þessu flókna tafli kannski ekki aðeins Fischer í hag, heldur má segja að við séum að skera Bandaríkjamenn niður úr snörunni og bjarga þeim fyrir horn. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Fischer sest að hér á landi, eða notar dvalarleyfið hér til að ferðast um eins og frjáls maður og fer að iðka skáklistina eins og honum einum er lagið. ■ ORÐRÉTT Hvers eiga gamlir að gjalda? Seltjarnarnes fyrir unga Seltirn- inga! Fyrirsögn greinar Hilmar Þ. Sigurðs- sonar í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 16. desember. Er það alveg öruggt? Því verður ekki í móti mælt að við sem að þessari yfirlýsingu stönd- um erum Íslendingar en ekki t.d. Albaníumenn eða arabar? Ólafur Hannibalsson skrifar um „vit- leysisumræðuna“ um fyrirhugaða auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times. Morgunblaðið 16. desember. Hvergi friður Raddir íslenskra þingmanna á netinu Fyrirsögn fréttar í DV. DV 16. desember. Lyftumúsík Ég er ekki hrifinn af jólalögum, mér finnst þau langflest ofspiluð og þau hljóma eins og lyftumúsík. Sigurður G. Tómasson útvarps- og blaðamaður um jólalögin. DV 16. desember. Sér hann bara rautt? Allir hata Ameríku. Jónas Kristjánsson fyrrverandi rit- stjóri. DV 16. desember. Ályktanagleði Það er nánast þannig að ef fleiri en tveir sjómenn hittast á förn- um vegi, þá sendi þeir frá sér ályktun. Helgi Mar Árnason blaðamaður í „Bryggjuspjalli“ Morgunblaðsins. Morgunblaðið 16. desember. Að taka lán í erlendri mynt ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 JÓN STEINSSON HAGFRÆÐINGUR UMRÆÐAN LÁNAMARKAÐURINN Erlend lán eru skynsamlegust fyrir fólk sem telur að það ætli að búa í sömu eigninni í langan tíma og þarf því ekki að hafa miklar áhyggj- ur af skammtímasveiflum í gengi krónunnar. ,, 26-27 Leiðari 16.12.2004 13.37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.