Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 66
33FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 Theriak á Jótlandi Hugbúnaðarfyrirtækið Tölvu- Myndir hefur gert samning við Norður-Jótlandsamt í Danmörku um uppsetningu Theriak lyfja- gjafakerfi á öllum sjúkrastofnun- um á svæðinu. Í tilkynningu frá TölvuMynd- um kemur fram að samningurinn sé gerður í kjölfar tilraunaverk- efnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra en kerfið hefur verið í notkun frá upphafi árs. Haft er eftir Axel Ómarssyni, framkvæmdastjóra heilbrigðis- sviðs Tölvumynda, að samningur- inn sé mikilvægur fyrir markaðs- setningu lyfjagjafakerfisins Theriak á Norðurlöndum. Mark- aðssetning kerfisins hófst árið 2001. - þk Verðmæti afla eykst Þótt heildarafli íslenskra skipa hafi verið örlítið minni í nóvem- ber en á sama tíma í fyrra var verðmæti hans tæplega tólf p r ó s e n t u m meira en þá. Í frétt grein- ingardei ldar Íslandsbanka segir að ástæða þessa sé breyt- ing á samsetn- ingu aflans. Meira veiddist af botnfiski en minna af uppsjávarfiski. Það sem af er ári er aflinn 14,4 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Að mati Íslandsbanka stefnir því í töluvert lakara fisk- veiðiár en í fyrra en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að heildar- verðmæti aflans verði áþekkt eða ívið hærra en í fyrra. - þk JÓLABJÓR Í KÍNA Gestir í verslunarmið- stöð í Sjanghæ í Kína eru minntir á jóla- bjórinn með þessu sex tonna bjórflösku- jólatré. Tréð er gert úr Heineken bjórflösk- um en í Kína halda margir hátíð um jólin að vestrænum sið þótt kristin trú sé ekki útbreidd. Hluthafafundur samþykkti samhljóða að heimila aukið hlutafé til að fjármagna kaup á Frétt og Íslenska út- varpsfélaginu. Hluthafafundur í Og Vodafone samþykkti á miðvikudag tillögu stjórnar félagsins um hlutafjár- aukningu vegna kaupa á Frétt ehf. og Íslenska útvarpsfélaginu ehf. Frétt á Fréttablaðið og DV og Ís- lenska útvarpsfélagið rekur meðal annars sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn auk fjölda útvarpsstöðva. Heildarkostnaður við kaupin er 5,8 milljarðar. Eiríkur S. Jóhannesson gerði grein fyrir forsendum kaupanna. Í máli hans kom fram að Og Voda- fone teldi að töluvert hagræði geti skapast af samrekstri stoðdeilda Og Vodafone og fjölmiðlafyrir- tækjanna. Þar var meðal annars nefnt að fyrirtækin rækju öll þjónustuver hvert í sínu lagi. Á fundinum kom fram að velta Fréttar ehf. hafi vaxið um 90 pró- sent í ár og verði um 2,1 milljarðar. Framlegð af rekstri fyrir fjár- magnsliði var 2,8 prósent fyrstu níu mánuði ársins. Þá kom fram að mjög aukin framlegð sé í rekstri Íslenska útvarpsfélagsins. Hún er sögð hafa verið 13,2 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við 9,3 prósent í fyrra. Í yfirliti yfir rekstur félaga í Og Vodafone samsteypunni kom fram að tæpur þriðjungur tekna er til kominn vegna GSM þjónustu, ríf- lega fjórðungur vegna rekstrar ljósvakamiðla og um einn sjötti vegna rekstrar prentmiðla. Markaðshlutdeild Og Vodafone á fjarskiptamarkaði er um 25 pró- sent, á dagblaðamarkaði um 48 prósent og um 46 prósent í ljós- vakarekstri. Tiltók Eiríkur að á tveimur þessara sviða, fjarskipt- um og ljósvakarekstri, væri ís- lenska ríkið helsti samkeppnis- aðili Og Vodafone. ■ Sameining í Og Vodafone samþykkt STJÓRNARMENN Í OG VODAFONE Vilhjálmur Þorsteinsson, Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Skarphéð- inn Berg Steinarsson og Eiríkur S. Jóhann- esson forstjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D A P 32-65 (32-33) Viðskipti 16.12.2004 14:45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.