Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 66

Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 66
33FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 Theriak á Jótlandi Hugbúnaðarfyrirtækið Tölvu- Myndir hefur gert samning við Norður-Jótlandsamt í Danmörku um uppsetningu Theriak lyfja- gjafakerfi á öllum sjúkrastofnun- um á svæðinu. Í tilkynningu frá TölvuMynd- um kemur fram að samningurinn sé gerður í kjölfar tilraunaverk- efnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra en kerfið hefur verið í notkun frá upphafi árs. Haft er eftir Axel Ómarssyni, framkvæmdastjóra heilbrigðis- sviðs Tölvumynda, að samningur- inn sé mikilvægur fyrir markaðs- setningu lyfjagjafakerfisins Theriak á Norðurlöndum. Mark- aðssetning kerfisins hófst árið 2001. - þk Verðmæti afla eykst Þótt heildarafli íslenskra skipa hafi verið örlítið minni í nóvem- ber en á sama tíma í fyrra var verðmæti hans tæplega tólf p r ó s e n t u m meira en þá. Í frétt grein- ingardei ldar Íslandsbanka segir að ástæða þessa sé breyt- ing á samsetn- ingu aflans. Meira veiddist af botnfiski en minna af uppsjávarfiski. Það sem af er ári er aflinn 14,4 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Að mati Íslandsbanka stefnir því í töluvert lakara fisk- veiðiár en í fyrra en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að heildar- verðmæti aflans verði áþekkt eða ívið hærra en í fyrra. - þk JÓLABJÓR Í KÍNA Gestir í verslunarmið- stöð í Sjanghæ í Kína eru minntir á jóla- bjórinn með þessu sex tonna bjórflösku- jólatré. Tréð er gert úr Heineken bjórflösk- um en í Kína halda margir hátíð um jólin að vestrænum sið þótt kristin trú sé ekki útbreidd. Hluthafafundur samþykkti samhljóða að heimila aukið hlutafé til að fjármagna kaup á Frétt og Íslenska út- varpsfélaginu. Hluthafafundur í Og Vodafone samþykkti á miðvikudag tillögu stjórnar félagsins um hlutafjár- aukningu vegna kaupa á Frétt ehf. og Íslenska útvarpsfélaginu ehf. Frétt á Fréttablaðið og DV og Ís- lenska útvarpsfélagið rekur meðal annars sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn auk fjölda útvarpsstöðva. Heildarkostnaður við kaupin er 5,8 milljarðar. Eiríkur S. Jóhannesson gerði grein fyrir forsendum kaupanna. Í máli hans kom fram að Og Voda- fone teldi að töluvert hagræði geti skapast af samrekstri stoðdeilda Og Vodafone og fjölmiðlafyrir- tækjanna. Þar var meðal annars nefnt að fyrirtækin rækju öll þjónustuver hvert í sínu lagi. Á fundinum kom fram að velta Fréttar ehf. hafi vaxið um 90 pró- sent í ár og verði um 2,1 milljarðar. Framlegð af rekstri fyrir fjár- magnsliði var 2,8 prósent fyrstu níu mánuði ársins. Þá kom fram að mjög aukin framlegð sé í rekstri Íslenska útvarpsfélagsins. Hún er sögð hafa verið 13,2 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við 9,3 prósent í fyrra. Í yfirliti yfir rekstur félaga í Og Vodafone samsteypunni kom fram að tæpur þriðjungur tekna er til kominn vegna GSM þjónustu, ríf- lega fjórðungur vegna rekstrar ljósvakamiðla og um einn sjötti vegna rekstrar prentmiðla. Markaðshlutdeild Og Vodafone á fjarskiptamarkaði er um 25 pró- sent, á dagblaðamarkaði um 48 prósent og um 46 prósent í ljós- vakarekstri. Tiltók Eiríkur að á tveimur þessara sviða, fjarskipt- um og ljósvakarekstri, væri ís- lenska ríkið helsti samkeppnis- aðili Og Vodafone. ■ Sameining í Og Vodafone samþykkt STJÓRNARMENN Í OG VODAFONE Vilhjálmur Þorsteinsson, Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Skarphéð- inn Berg Steinarsson og Eiríkur S. Jóhann- esson forstjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D A P 32-65 (32-33) Viðskipti 16.12.2004 14:45 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.