Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 8
8 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR BREYTTIR TÍMAR Efnahagsástandið hefur batnað mikið í Kína. Endurspeglast það meðal annars í bílakosti landsmanna. Nokkrir vegfarendur í Peking gátu ekki annað en skoðað þennan forláta sportbíl af gerðinni Lamborghini Diablo. Talsvert um veikindi hjá landsmönnum þessar vikurnar: Niðurgangs- og hitapestir að ganga HEILBRIGÐISMÁL Slæmar um- gangspestir hafa herjað á lands- menn undanfarnar vikur og gera enn, samkvæmt upplýsingum Þórólfs Guðnasonar, læknis hjá sóttvarnalækni. Er um að ræða niðurgangspestir og hitapestir. Þórólfur sagði að talsvert hefði borið á svokallaðri Parainflúensu, sem ylli öndunarfærasýkingum, hita, hósta og svo oft barkabólgu hjá börnum. Adenoveira, sem einnig hefði verið á ferðinni og væri enn, bæri með sér háan hita og hálsbólgu. Hann sagði enn fremur að tvær tegundir niðurgangspesta hefðu verið að ganga. Önnur teg- undin stafaði af Rotaveiru, sem greindist einkum hjá börnum. Noroveira ylli hinni, en það væri sama tegund og herjað hefði á fólk í Húsafelli á dögunum. „Það sem gildir til að forðast þessar pestir er hreinlæti, þar á meðal að muna eftir að þvo sér oft og vel um hendurnar,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að inflúensan eina og sanna hefði ekki greinst hér á landi enn sem komið væri, né heldur RS-veiran sem veldur kvefi og jafnvel öndunarerfiðleik- um hjá litlum börnum. Báðar síð- astnefndu pestirnar væru árvissir gestir hér á landi. - jss Nýkvæntum Úkraínu- manni vísað úr landi Úkraínumanni sem hafði verið hér sem námsmaður var vísað úr landi. Námsmannaleyfið var runnið út. Maðurinn kvæntist íslenskri konu og sótti um makaleyfi en því var synjað. ÚTLENDINGASTOFNUN Nýkvæntum 23 ára gömlum Úkraínumanni var vísað úr landi í lok nóvember þar sem hann hafði dvalið ólög- lega í landinu um hríð. Maðurinn hafði sótt um makaleyfi í maí síð- astliðnum, skömmu eftir að hann kvæntist íslenskri konu. Útlend- ingastofnun synjaði manninum um leyfið eftir að hann hafði ekki lagt fram umbeðin gögn. Hildur Dungal, forstöðumað- ur stjórnsýslusviðs Útlendinga- stofnunar, segir að maðurinn hafi komið til landsins haustið 2003. Þá hafi hann fengið náms- mannaleyfi á grundvelli þess að hann hafi ætlað að stunda nám í Háskóla Íslands. Það leyfi hafi síðan runnið út síðasta vetur þar sem hann hafi ekki lengur upp- fyllt skilyrðin fyrir því. Í fram- haldinu hafi maðurinn sótt um makaleyfi. „Honum var synjað um leyfið á grundvelli þess að hann var ekki orðinn eldri en 24 ára eins og kveðið er á um í lögum,“ segir Hildur. „Synjunin var kærð en dómsmálaráðuneytið staðfesti synjunina. Eftir það fóru hjónin fram á að við myndum endur- skoða málið. Til þess að gera það þurftum við að fá upplýsingar eða gögn um eitthvað nýtt sem studdi mál hjónanna.Við gáfum þeim færi á að leggja fram ný gögn en þau gerðu það ekki. Á endanum gátum við ekki beðið lengur og urðum því að vísa manninum úr landi því hann hafði verið svo lengi hér án leyfa. Forsendan fyrir brottvísun hans úr landinu var því ólögleg dvöl hans í landinu.“ Hildur segir að þó einhverjum sé synjað um makaleyfi þýði það ekki að viðkomandi geti ekki sótt um annars konar leyfi. Maðurinn hefði því getað sótt um framleng- ingu á námsmannaleyfi eða dval- ar- og atvinnuleyfi hefði hann viljað vera hér áfram. Honum hafi verið bent á þann möguleika en hann hefði ekki nýtt hann. trausti@frettabladid.is Árekstur á Sandgerðisvegi: Voru ölvaðir í bílferð LÖGREGLA Jeppi og fólksbíll sem kom úr gagnstæðri átt lentu sam- an klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt á Sandgerðisvegi skammt frá veginum að Rockville. Ökumaður og farþegi jeppans, sem báðir reyndust vera ölvaðir, sluppu ómeiddir en þeir voru handteknir og færðir í fangageymslur. Þeir voru yfir- heyrðir um miðjan dag í gær þegar þeir höfðu sofið úr sér vímuna. Ökumaður fólksbílsins meiddist lítillega. Bílarnir skemmdust mikið og voru fjar- lægðir með dráttarbíl. - hrs jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Gönguskór Colorado GTX - fyrir kröfuharða. Verð áður 17.990 kr. Jólatilboð kr.14.990 Göngustafir Komperdell og Leki. Verð frá kr.4.990 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 Vírus dulbúinn sem jólakveðja: Óvenjuskæð óværa í tölvum UPPLÝSINGATÆKNI Óvenjuskætt af- brigði tölvuorms fer mikinn í tölvupósti þessa dagana, en óvær- an ber með sér vírus að nafni zafi.d. Björn Davíðsson, þróunar- stjóri hjá vírusvarnafyrirtækinu Snerpu á Ísafirði, segir að á tíma- bili hafi annað hvert tölvuskeyti sem fór um hjá fyrirtækinu verið sýkt af óværunni, en fyrst bar á sendingunum síðasta miðvikudag. „Vel uppfærðar vírusvarnir grípa þetta strax, en þeir sem eru óvarðir, eða láta hjá líða að upp- færa hjá sér varnirnar, fá þetta athugasemdalaust í tölvupóstinn sinn,“ segir hann. Vírusinn, sem áframsendir sig sjálfur, dulbýst sem jólakveðja og bætir við skeytið undirskrift með nafni sendanda sýktu tölvunnar. Í jólakveðjunni er lítil .gif hreyfi- mynd af brosköllum sem hnoðast hvor á öðrum og svo er zip-skrá í viðhengi. „Fólk á alltaf að sýna ákveðna tortryggni gagnvart svona viðhengjum sem berast í tölvupósti,“ segir Björn. - óká Smári Geirsson ósáttur: Forstjórinn er fluttur AUSTURLAND Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er ósáttur við að Tómas Már Sigurðs- son, forstjóri Fjarðaáls, ætli að flytja frá Fjarðabyggð til Egils- staða. Þetta kemur fram í Austur- glugganum. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir að fyrirtækið muni ekki skuld- binda starfsmenn um búsetu á ákveðnum stað og það eigi einnig við um forstjórann. Smári Geirsson segist ekki gera þá kröfu að búseta allra starfsmanna Fjarðaáls verði skilyrt, en finnst að forsvarsmenn stærstu fyrirtækja og stofnana eigi að búa í viðkomandi sveitarfélagi. ■ Ísrael: Þrír falla GAZA, AFP Þrír palestínskir víga- menn féllu á Gaza-ströndinni í gær eftir að hafa ráðist á ísra- elska varðstöð og bifreiðar ísra- elska hersins á miðvikudag. Þeir sem féllu tilheyrðu Islömsku Jihad, Al-Aqsa og Abu Rish sem tilheyrir Fatah-hreyfingunni. Fimm Ísraelsmenn, fjórir her- menn og einn borgari, særðust. Samkvæmt tölum AFP hafa 4.622 látist síðan í september 2000, þegar uppreisn Palestínu- manna hófst, þar af 3.579 Palest- ínumenn og 968 Ísraelar. ■ HANDÞVOTTUR Mjög mikilvæg leið til að koma í veg fyrir smit er að þvo sér vel og reglulega um hendurnar. FRÁ LEIFSSTÖÐ Embætti Ríkislögreglustjóra sér um framkvæmd brottvísana þeirra sem synjað er um leyfi til að dvelja á Íslandi. Úkraínumaðurinn fór frá landi í nóvember með flugi frá Leifsstöð. Athugið að myndin er tekin við annað tilefni. BJÖRN DAVÍÐSSON Þróunarstjóri Snerpu segir vírusvarnir fólks bara duga á meðan þær eru uppfærðar. Hafi fólk ekki uppfært vírusvarnirnar síðan í byrjun vikunnar sleppi til dæmis zafi.d vírusinn í gegn óáreittur. BLEKKJANDI SKILABOÐ Ef viðhengið sem fylgir tölvupósti með zafi.d vírusnum er keyrt upp þá birtast þessi skilaboð á skjánum. Tölvan er þá sýkt og tekur að dæla frá sér tölvuskeytum með vírusnum. 08-09 16.12.2004 20:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.