Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 6
6 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Um 250 Kínverjar bíða atvinnuleyfis vegna Kárahnjúka: Koma fjörutíu Kínverja stöðvuð KÁRAHNJÚKAR Koma rúmlega 40 Kínverja sem hugðust starfa á Kárahnjúkum hefur verið stöðv- uð. Þeir fá ekki atvinnuleyfi með- an rannsókn ráðuneyta á starfs- mannamálum Impregilo fer fram. Kínverjarnir höfðu fengið dvalarleyfi hjá Útlendingastofn- un þrátt fyrir að atvinnuleyfi lægi ekki fyrir. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir unnið að lausn málsins sem taki vonandi innan við vikutíma. Um 250 um- sóknir Impregilo á atvinnu- og dvalarleyfum fyrir erlenda starfs- menn bíði afgreiðslu yfirvalda, flestar fyrir kínverska menn. Gissur segir að Kínverjarnir séu ekki ráðnir í gegnum starfs- mannaleigur. Þeir muni vinna án nokkurs milliliðs hjá fyrirtækinu. Þeim sé ætlað að sinna ólíkum störfum og þeir hafi allir reynslu af virkjunarframkvæmdum. Um- sóknirnar nái til ólíks tíma. Þær fari eftir umfangi framkvæmd- anna. Ekki náðist í Ómar R. Valdi- marsson talsmann Impregilo. ■ Tungumálavandi innflytjenda: Stjórnvöld vilja auka íslenskunám MENNTAMÁL Stjórnvöld hafa ákveðið að efna til samstarfs við Kennara- háskólann um úttekt á íslensku- kennslu innflytjenda, að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann kvaðst frekar eiga von á að bætt yrði úr vanköntum sem kynnu að koma fram. Hann teldi að úrbóta væri þörf. Í könnuninni á viðhorfum inn- flytjenda á Vestfjörðum og Austur- landi kom fram að stór hluti þeirra áttu í miklum erfiðleikum með ís- lenskuna. Félagsmálaráðherra sagði niðurstöður könnunarinnar í mörgum atriðum athyglisverðar. Þar kæmi meðal annars fram, að innflytjendur teldu að þeir þyrftu virkilega á því að halda að læra meiri íslensku til að verða virkari þátttakendur í samfélaginu og væru mjög viljugir til þess. hann gat þess að starfandi væri samráðshópur ráðuneyta félagsmála, dómsmála og menntamála um þennan málaflokk. „Það er kannski það sem kemur hvað ánægjulegast á óvart í könn- uninni er að um 90 prósent þeirra sem svara eru viljugir til að læra meira í málinu,“ sagði Árni. „Við höfum heyrt af því að það er miklu meira brottfall á nemendum á þess- um hópum heldur en almennt ger- ist, eflaust að minnsta kosti að hluta til vegna þess að íslenskukunnáttan er nægilega mikil.“ -jss Þekkta og fína fólkið neytir kókaíns Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir fíkniefnaneytendur vera fjölbreyttari nú en áður. Margir kókaínneytenda séu þekkt og fínt fólk. Smáþjófar hafa ekki efni á dýrasta fíkniefninu, kókaíni. KÓKAÍN Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálf- gerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið sam- an með lögreglun- ni og talið fíkni- efnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmt- a n a m y n s t r i n u . „Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á göt- unni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta sið- ferðisvandamál,“ segir Hörður. Hörður segir kókaínneytend- urna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. „Það getur enginn treyst neinum í þess- um bransa,“ segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma ef- laust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kóka- íni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðun- um. Hörður segist telja að neysla e- taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjöl- far strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið lang- dýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smá- þjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að til- breytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. „Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutn- ing, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað,“ segir Hörður. hrs@frettabladid.is ,,Það getur enginn treyst nein- um í þess- um bransa. Gripinn með 400 grömm: Fleygði hassinu fram af svölum FÍKNIEFNI Fjögur hundruð grömm af hassi fundust í húsleit á heimili tuttugu og fimm ára manns í Reykjavík seinni partinn á þriðju- dag. Maðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöðina til yfirheyrslu. M a ð u r i n n reyndi að losa sig við hassið þegar lögregl- una bar að garði. Hann sást henda tveimur plötum af hassi fram af svölum íbúðar- innar sem er í fjölbýlishúsi. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum í fyrra- kvöld en ekki þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna rannsóknar- hagsmuna. Maðurinn hefur lítil- lega komið áður við sögu lögreglu. Rannsókn málsins beinist að því hvort um sölu hafi verið að ræða. Húsleitir sem þessar eru nær daglegt brauð en tæplega átta hundruð fíkniefnabrot komu upp í umdæmi lögreglunnar í Reykja- vík á síðasta ári. - hrs Ferðu til tannlæknis á hverju ári? SPURNING DAGSINS Í DAG: Heldurðu að kosningarnar í Írak eigi eftir að ganga vel fyrir sig? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Svíþjóð: Forstjóri týndur SVÍÞJÓÐ Forstjóra og eins af erf- ingjum sænsku raftækjaverslana- keðjunnar Siba, hins 32 ára marg- milljónamærings Fabians Bengts- son, er saknað og óttast lögreglan í Gautaborg að honum hafi verið rænt. Þó hefur ekki komið fram krafa um lausnargjald. Bengtsson hefur ekki sést síð- an á sunnudag þegar hann var á heimili sínu í Gautaborg. Hann fór til vinnu á mánudagsmorgun, en mætti aldrei. Bíll hans fannst á þriðjudag. Fjölskylda Bengtssons er ein sú ríkasta í Svíþjóð. ■ Noregur: Lóan komin VORBOÐI Vorboðinn kom óvenju- snemma til Noregs í ár, en það sást til fyrstu lóunnar síðasta laugardag á suðvesturströnd landsins. Daginn eftir sást svo til stórs hóps af lóum, auk þess sem nokkrir spóar voru á stjá. Norska útvarpið veltir því fyrir sér hvort óveðrið sem gekk yfir Norður-Evrópu í síðustu viku, hafi getað blásið þeim yfir til Noregs. Fuglafræðingurinn Alf Otto Fol- kestad sem útvarpið ræddi við telur það líklega ástæðu, líklegri en að vorboðarnir hafi skilað sér snemma í óvenjuhlýjan vetur í Noregi. ■ FRÁ KÁRAHNJÚKUM Um 200 Kínverjar starfa á Kárahnjúkum. Fyrirtækið Impregilo hefur sótt um starfs- leyfi fyrir um 250 til viðbótar. Kínverjarnir eru þaulvanir virkjanaframkvæmdum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HÖRÐUR JÓHANNESSON Innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og hafa pen- ingana. Kókaín er dýrt og smá- krimmar hafa ekki efni á því að öllu jöfnu. HASS Tæplega 800 fíkni- efnabrot komu upp á síðasta ári í Reykjavík. Barentshaf: Mikla olíu að finna POLITIKEN, DANMÖRK Norska olíu- fyrirtækið Statoil heldur því fram að olíu sem sé rúmlega 27 millj- arða króna virði sé að finna í Barentshafi. Eftir því sem fram kemur í dagblaðinu Politiken gera Rússar kröfur til hluta af olíulind- unum. Talið er að olían sé á 155.000 ferkílómetra svæði, sem er um helmingur af stærð Noregs. Norð- menn og Rússar hafa deilt um mörk efnahagslögsögu landanna tveggja í 35 ár og munu hvorki norsk né rússnesk fyrirtæki fá að- gang að olíunni fyrr en deilan hef- ur verið leyst. ■ ÍSLENSKUKUNNÁTTA Innflytjendur hafa kvartað undan ónógri íslenskukunnáttu. Á myndinni er flóttamanna- hópurinn sem fluttist hingað til lands árið 2003.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.