Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 10
20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Íslenskt ríkisfang Bobby Fischer: Gæti fengið flýti- meðferð þings STJÓRNMÁL Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkis- borgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeist- arans fyrrverandi, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalar- leyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórn- arskránni þarf lagasetningu Al- þingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjar- nefndar þingsins að fengnum til- lögum dómsmálaráðuneytis. „Það er gert tvisvar á ári en það er ekk- ert því til fyrirstöðu að halda sér- stakan fund ef nauðsyn krefur,“ segir formaður nefndarinnar, Bjarni Benediktsson. Guðríður Lilja Grétarsdóttir, talsmaður ís- lensku Fischer-nefndarinnar, seg- ir afstöðu japanskra stjórnvalda valda vonbrigðum en nú muni vin- ir Fischers hvetja stjórnvöld til að veita honum ríkisborgararétt. Lagaákvæði virðast í fljótu bragði ekki veita stjórnvöldum mikið svigrúm enda meðal annars kraf- ist langrar búsetu á Íslandi og að viðkomandi sé ekki „sakaður um refsiverða háttsemi“. Á hinn bóg- inn hefur Vladimir Azhkenazy píanóleikara og mörgum íþrótta- mönnum verið veittur ríkisborg- araréttur með skjótum hætti. - ás Kaþólska kirkjan á Spáni kúvendir í afstöðu sinni: Leyfir notkun smokksins gegn alnæmi SPÁNN, AP Kaþólska kirkjan á Spáni hefur kúvent í afstöðu sinni til smokka og er nú samþykk því að fólk noti þá til að verja sig gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Þetta er þvert á afstöðu Jóhannes- ar Páls páfa II, æðsta yfirmanns kaþólsku kirkjunnar, sem er alfar- ið andvígur notkun smokka. Juan Antonio Martinez Cam- ino, talsmaður spænsku kirkjunn- ar, greindi frá sinnaskiptum kaþ- ólsku kirkjunnar eftir fund með Elena Salgado, heilbrigðisráð- herra Spánar. Camino sagði að besta leiðin til að verjast alnæmi væri í fyrsta lagi að stunda ekki kynlíf utan hjónabands, í öðru lagi að vera trúr maka sínum og að- eins í þriðja og síðasta lagi með því að nota smokkinn. Camino sagði ástæðuna fyrir breyttri afstöðu vera þá hversu alvarlegur alnæmisvandinn væri. „Kirkjan hefur miklar áhyggjur af og mikinn áhuga á þessu vanda- máli,“ sagði hann. Spænska kirkjan hefur löngum verið andvíg notkun smokksins, líkt og kaþólska kirkjan á heims- vísu. Ekki þarf að leita lengra aftur en til nóvember til að finna dæmi þess að forystumenn kirkj- unnar dragi í efa hversu góða vörn smokkurinn veitti gegn alnæmi. ■ Næstmannskæðustu hamfarir í hundrað ár Ljóst er orðið að minnst 225 þúsund manns létu lífið af völdum flóðbylgjunnar í Asíu. Hún er því næstmannskæðustu náttúruhamfarir sem hafa átt sér stað undan- farna öld. Óttast að enn verr geti farið ef hamfarir verða í stærstu borgum heims. HAMFARIR Flóðbylgjurnar sem skullu á ellefu ríkjum Suður-Asíu og aust- anverðrar Afríku kostaði fleiri menn lífið en allar nema einar náttúruham- farir síðustu rúmlega hundrað ára. Indónesar staðfestu í gær andlát rúmlega 50 þúsund manns sem fram að því höfðu verið flokkaðir sem týndir. Eftir þetta er ljóst að í það minnsta 225 þúsund manns lét lífið af völdum flóðbylgjunnar. Einu náttúruhamfarirnar síðustu rúmlega hundrað árin sem hafa kostað fleira fólk lífið en flóðbylgj- an í Asíu var jarðskjálftinn sem skók Tangshan í Kína í júlí 1976. Þá létu 255 þúsund manns lífið, 30 þús- und fleiri en nú er vitað til að hafi látið lífið af völdum flóðbylgjunnar. Tala látinna getur enn hækkað, þrátt fyrir að ljóst sé að aldrei fæst endanlega úr því skorið hversu margir nákvæmlega létust. Tölur um fjölda látinna á Sri Lanka eru til að mynda mjög á reiki. Ráðuneyti almannavarna segir rúmlega 38 þúsund manns hafa látist af völdum flóðbylgjunnar en Hamfaravið- bragðastofnunin segir tæplega 31 þúsund manns hafa látist. Fundi þeirra í gær þar sem fá átti á hreint hversu margir hefðu látist lauk án niðurstöðu. „Báðir staðhæfa að þeirra tölur séu réttar,“ sagði Niranjan de Soysa, talsmaður Ham- faraviðbragðastofnunarinnar, í samtali við AP-fréttastofuna. Þrátt fyrir að mannfallið af völd- um flóðbylgjunnar sé gríðarlegt voru mannskæðustu náttúruham- farir mannkynssögunnar miklu mun verri. Jarðskjálftinn sem reið yfir Shensi-hérað í Kína árið 1556 er talið hafa kostað 830 þúsund manns lífið. 150 fulltrúar sitja alþjóðlega ráð- stefnu um varnir við náttúruham- förum sem hófst í Tókýó, höfuðborg Japan, í gær. Jan Egeland, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á ráðstefn- unni, sagði að margar af fjölmenn- ustu borgum heims væru viðkvæm- ar fyrir náttúruhamförum. „Ógn- vænlegasta tilhugsunin væri sú að gríðarlegar náttúruhamfarir riðu yfir tugmilljónaborg,“ sagði hann. Hann sagði að við verstu mögulegu aðstæður kynni mannfallið að verða hundrað sinnum meira en af völd- um flóðbylgjunnar. brynjolfur@frettabladid.is JÓHANNES PÁLL PÁFI II Páfi hefur löngum barist hatrammlega gegn notkun getnaðarvarna, þar á meðal smokks- ins. Nú hefur spænska kirkjan sagt sig undan leiðsögn hans hvað smokkinn varðar. DVALARLEYFI DUGÐI EKKI Fylgismenn Fischers ætla að hvetja íslensk stjórnvöld til að veita honum ríkisborgararétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.