Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 14
Aðeins tíu til fimmtán manns ætla
til Túnis að fylgjast með Heims-
meistaramótinu í handbolta sem
hefst á sunnudag. Ferðaskrifstofan
Kuoni og Flugleiðir bjóða upp á
hópferð á mótið en áhuginn er tak-
markaður. Tómas Tómasson hjá
Kuoni segir þátttökuna minni en
menn hafi gert sér vonir um. Boðið
var upp á heimferð 4. og 7. febrúar
og kusu flestir fyrri ferðina. Af því
má ráða að þeir sem þó ætla utan
búist ekki við að íslenska liðið leiki
um verðlaunasæti.
Fjöldi iðkenda í yngri flokkum
félagsliðanna þykir ágætur mæli-
kvarði á handboltaáhugann í land-
inu. Lausleg athugun bendir til að
nokkuð hafi fækkað í röðum ungra
handboltamanna og röktu forráða-
menn félaganna sem rætt var við
það til árangurs landsliðs-
ins á stórmótunum
tveimur á síðasta ári.
Liðið lék á Evrópu-
mótinu í janúar og
hafnaði í þrettánda
sæti og á Ólympíuleik-
unum í ágúst þar sem
níunda sætið náðist.
Þór Björnsson, gamall ref-
ur úr markinu hjá Fram og nú
íþróttafulltrúi félagsins, vekur
þó athygli á að árangurinn einn
og sér skipti ekki öllu. Í tengsl-
um við EM í fyrra efndi Íþrótta-
bandalag Reykjavíkur til átaks
sem skilaði dágóðum fjölda
krakka á æfingar og ekki skemmdi
fyrir að KB banki og Visa gáfu
hverjum og einum handbolta að
gjöf.
Strákarnir okkar
Áhugi á íþróttagreinum birtist
einnig í fyrirspurnum og viðskipt-
um í íþróttaverslunum. Athuganir
Fréttablaðsins leiddu í ljós að held-
ur lítið er spurt um sérhæfðar vör-
ur til handboltaiðkunar og til dæm-
is fannst engin verslun sem taldi
ástæðu til að bjóða íslenska
handboltalandsliðsbúning-
inn til sölu. „Almennt
virðist ekki mikill
áhugi á handbolta
og það er hend-
ing ef spurt
er um
lands-
liðsbúninginn,“ segir Valgeir
Ólafsson í Intersport í Smáralind
og svör annarra íþróttavörukaup-
manna voru á sömu lund.
Bjarni Felixson íþróttafrétta-
maður segist ekki merkja mikinn
handboltaáhuga í samfélaginu
þessa dagana en bendir á að vana-
lega vakni hann ekki fyrr en mót
séu hafin og liðið hafi farið vel af
stað. „Íslendingar byrja ekki að
fylgjast með og hvetja sína menn
fyrr en vel gengur, öfugt við marg-
ar aðrar þjóðir sem einmitt styðja
lið sín þegar þau þurfa virkilega á
því að halda,“ segir Bjarni sem
fyrstur notaði hugtakið „strákarn-
ir okkar“ um handboltalandsliðið.
Hann minnir helst á að það hafi
verið eftir níu marka sigur á Dön-
um á Heimsmeistaramótinu í Sviss
1986 sem hann tók sér þessi orð í
munn. Síðan eru þeir strákarnir
okkar ef vel gengur en ann-
ars bara handboltalands-
liðið.
Hæðir og lægðir
Uppgangur handboltans á Íslandi
var hvað mestur þegar Bogdan
Kowalzyk þjálfaði liðið. Undir hans
stjórn hafnaði það í sjötta sæti á
Ólympíuleikunum í Los Angeles
1984 og á Heimsmeistaramótinu í
Sviss tveimur árum síðar. Þjóðinni
þótti þessi lágvaxni en jafnframt
stórgerði Pólverji forvitnilegur og
ekki spillti fyrir að leikmenn kvört-
uðu sáran undan miklu álagi á æf-
ingum. Fjölmiðlar fylgdust grannt
með undirbúningi liðsins fyrir
stórmót og vissu allt um leikmenn,
til dæmis hæð, þyngd og skónúmer.
Mæður leikmanna og eiginkonur
röktu kosti þeirra á síðum glans-
tímarita og hvert mannsbarn kunni
textana við hvatningarlögin sem
samin voru.
En svo hallaði undan fæti og
gengið hefur verið upp og niður
síðan. Áhuginn varð vitaskuld
gríðarlegur þegar ljóst varð
að góður árangur var í að-
sigi á B-heimsmeistara-
keppninni í Frakklandi 1989
og vonast var til að Íslend-
ingar yrðu loksins almesta
handboltaþjóð í heimi þegar
okkur hlotnaðist að halda
Heimsmeis taramót ið
1995. Jafnvel svartsýn-
ustu menn trúðu að Ís-
land gæti hreppt sjálf-
an heimsmeistaratit-
ilinn á heimavelli en
heldur fór það á
annan veg og
13.–16. sæti varð
okkar hlutskipti.
Þó að áhugi á handbolta mælist í
minna lagi nú, nokkrum dögum
fyrir Heimsmeistaramót, er ekki
þar með sagt að landsmenn ætli
ekki að fylgjast með. Greinilegt er
á öllu að það er íslenska landsliðið
sem er á leið til Túnis en aldrei að
vita nema þaðan komi strákarnir
okkar.
bjorn@frettabladid.is
14 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Handboltalandsliðið
og strákarnir okkar
2.530 BRAUTSKRÁÐUST
FRÁ FRAMHALDSSKÓLUM
SKÓLAÁRIÐ 2002/3
Þar af 974 karlar og 1.556 konur.
HEIMILD: HAGSTOFAN
SVONA ERUM VIÐ
Alþingi samþykkti í haust lög um dí-
silknúnar bifreiðar til að gera þær að
raunverulegum valkosti fyrir almenn-
ing með því að taka upp sérstakt
olíugjald í stað þungaskatts. Lögin
taka gildi 1. júlí og nú stendur yfir
undirbúningur fyrir breytingar á
markaðnum.
Nú er fjöldi dísilbifreiða innan við
fjórðungur af bílaflota landsmanna
en erlendis er algengt að helmingur
bifreiða sé útbúinn dísilvél.
Runólfur Ólafsson, formaður Félags
íslenskra bifreiðaeigenda, segir að
bílgreinin sé að búa sig undir breyt-
inguna. Almenningur hringi mikið á
skrifstofu félagsins til að fá upplýs-
ingar um breytingarnar. „Það er að
vísu orðrómur um að menn ætli að
fresta gildistökunni, meðal annars
vegna þess að olíufélögin telja að
aðlögunartíminn sé of stuttur.“
Hann segist sjá fram á breytt neyslu-
mynstur og olíufélögin kunni að ótt-
ast það. „Þetta gæti minnkað veltuna
hjá olíufélögunum.“
Guðmundur Gústafsson, sölumaður
hjá Heklu, segir fyrirtækið farið að
huga að breytingunum. „Við höfum
alltaf verið með nokkrar tegundir
dísilbíla en erum núna að fjölga
þeim.“ Hann segir fyrirspurnum um
slíka bíla fara fjölgandi en hann býst
þó ekki við sprengingu á markaðn-
um. Dísilbílar verða dýrari en bensín-
bílar. „Það munar um 300.000 krón-
um á Golfinum hjá okkur. En dísil-
bíllinn er sparneytnari og kraftmeiri.“
Markaðurinn undirbýr breytingar
EFTIRMÁL – LÖG UM DÍSILKNÚNAR BIFREIÐAR
Fréttablaðið hefur greint frá því að sjö
fyrrverandi ráðherrar fengu samtals
rúmar sautján milljónir króna í eftir-
laun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í
fullu starfi á veg-
um hins opin-
bera. Þetta má
að miklu leyti
rekja til nýrra
laga um eftirlaun
þingmanna og
ráðherra sem
samþykkt voru á
Alþingi í desem-
ber árið 2003.
Kristján Gunnars-
son, formaður
Starfsgreinasam-
bandsins, segir vel í lagt fyrir þessa
menn. „Mér leist bölvanlega á það
þegar þetta var samþykkt og geri það
enn. Það voru formenn flokkanna sem
sátu einhverja sellufundi og ákváðu
sjálfir að auka við réttindi sín. Ég varð
mjög reiður yfir þessu.“ Kristján segist
hafa sagt sig úr Samfylkingunni í fússi
vegna málsins.
Hann segir eftirlaunaréttindi ráðherra
úr öllum takti við almenning í landinu.
„Fólk á almennum vinnumarkaði sem
heldur þessari þjóð uppi hefur ekkert í
líkingu við þetta. Það er gott að menn
geti notið ágætra eftirlauna en menn
eiga ekki að hafa ofurtekjur á kostnað
almennings. Þetta er ekkert annað en
græðgi.“
Reiður
EFTIRLAUN RÁÐHERRA
SJÓNARHÓLL
– hefur þú séð DV í dag?
Ofsóttum stórmeistara í skák hótað lífláti
Helgi Áss flúði til
foreldra sinna
öskrandi á hjálp
f tt t i t í t lífl ti
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
bruggar þorrabjór sinn þetta árið
að hluta úr íslensku byggi. Ís-
lenskt bygg hefur ekki áður verið
notað til bjórframleiðslu en land-
búnaðarforystan sér fram á
bjarta tíma í þessum efnum og
vonast til að þetta sé aðeins upp-
hafið að einhverju meira.
Byggið sem Ölgerðin notast við
er ræktað á bænum Leirá í Borg-
arfirði þar sem Ásgeir Kristinsson
er bóndi. Hann hefur ræktað bygg
í átta ár og var það hátt kjarnfóð-
urverð, vilji til að nýta land og
tæki og áhugi á hvort hægt væri
að bæta ræktuninni við annan bú-
rekstur sem rak hann út í þetta.
Sjálfur er Ásgeir ekki mikill
bjórþambari. „Nei ég er það nú
ekki en finnst gott að smakka
hann til tilbreytingar eins og ann-
að.“ Engu að síður er hann ánægð-
ur með bjórinn, sem að hluta til er
bruggaður úr bygginu af ökrum
Leirár. „Já, ég get ekki sagt ann-
að. Þetta höfðar ágætlega til mín.“
Hann vonast til að framhald verði
á bjórbruggun úr íslensku byggi
en segir það undir neytendum
komið. „Við skulum sjá til um við-
tökurnar, hvort ég er einn um
þennan smekk eða hvort fleiri
hafa svipaðan smekk,“ segir
byggbóndinn sem hlakkar til
þorrans, sem hann segir tilbreyt-
ingu í skammdeginu. - bþs
KRISTJÁN
GUNNARSSON
ÞORRABJÓR ÚR BORGFIRSKU BYGGI
Ásgeir Kristinsson bóndi, Guðmundur Mar
Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar,
og Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtakanna.
Landbúnaðurinn sér sóknarfæri í brugginu:
Íslenskt bygg í þorrabjórnum
Handboltaáhugi Íslend-
inga sveiflast upp og
niður. HM í Túnis hefst
á sunnudag en óhætt er
að segja að þjóðin haldi
ró sinni. Þjálfarinn er
bjartsýnn og metnaðar-
fullur en gengið í æf-
ingaleikjum heldur
dapurt. Úrslit fyrstu
leikja á HM skera úr
um hvort Íslendingar
verða handboltaþjóð á
þorranum eða ekki.