Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 26
Vararafhlöður
Þegar þú ferðast með myndavél skaltu ganga úr skugga um það að þú sért með vara-
rafhlöður við hendina. Ekkert er verra en þegar rafhlöðurnar klárast þegar maður stendur
frammi fyrir hinu fullkomna myndefni. Þú getur líka keypt hleðslurafhlöður með hleðslu-
tæki og átt tvö sett, annað í vélinni og hitt til vara.[
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
01
3
0
1/
20
05
Netsmellur
Alltaf ód‡rast á netinu
Paradís sóldýrkenda
Sjávarhiti rokkar á milli 17˚c og 24˚c á yfirborðinu á Lanzarote.
Sumarferðir bjóða nýjan áfangastað frá
maí og fram í september. Farið er á hvítu
ströndina, eða Playa Blanca, sem er syðst
á eyjunni Lanzarote.
Lanzarote er ein af sjö stærstu Kanaríeyjunum og
liggur hún austast af eyjunum. Eyjan er í Atlants-
hafinu og aðeins hundrað kílómetra undan strönd-
um Afríku. Litlu eyjurnar La Graciosa, Alegranza,
Montana Clara, Roque del Este og del Oeste til-
heyra Lanzarote og búa alls hundrað þúsund
manns á eyjunni en flestir halda sig sunnarlega.
Lanzarote er flötust af Kanaríeyjunum og
liggur mjög lágt og því er loftslagið þurrt og þar
rignir afar sjaldan. Sólin skín margar stundir á ári
og því er þetta paradís fyrir sólardýrkendur. Ekki
er mjög vindasamt á eyjunni, sem gerir siglingar
og brimbrettaiðkun að leik einum.
Talsverð eldfjallavirkni hefur verið á Lanza-
rote og hér áður fyrr urðu eldgos fjölmörgum að
bana. Montanas del Fuego, eða Eldfjöllin, spúðu
hrauni yfir eyjuna og mótuðu landslagið, sem
flestum þykir afskaplega aðlaðandi í dag. Arki-
tektúrinn passar vel við þetta „íslenska“ landslag
en það var hinn heimsþekkti arkítekt César
Manrique sem lagði drög að öllum mannvirkjum
eyjarinnar.
Í ferðum Sumarferða í sumar gefst ferðalöng-
um kostur á að kynnast eyjunni og menningunni í
hinum ýmsu skoðunarferðum. Hægt verður að
heimsækja Los Verdes-hellana, sem urðu til í eld-
gosi, heimsækja forna og nýja tíma í söfnum og
kynnast vín- og matargerð innfæddra. ■
Eftir kóralrifin miklu og ferðamanna-
stemninguna í Cairns var kominn tími
til að fara á flakk á ný og í þetta skipti
lá leiðin til Darwin, stærstu borgar
Northern Territory, nyrst í Ástralíu.
Northern Territory er um margt ólíkt
öðrum fylkjum Ástralíu en það er fá-
mennasta og dreifbýlasta fylki lands-
ins með um 200.000 íbúa. Sérstakar
aðstæður gera það að verkum að þar
eru ýmsar reglur í gildi sem hvergi
gilda annars staðar, en í Northern
Territory er enginn hámarkshraði á
vegunum í dreifbýli og algengt er að
vegfarendur þeysi um eyðimerkur-
vegina á 160 km hraða á klukku-
stund. Það er því ekki óalgengt að sjá
kengúruhræ liggjandi í vegaköntum
en þrátt fyrir að þessi krúttlegu dýr
eigi hug og hjörtu flestra teljast þau
til vandræða á mörgum svæðum.
Kengúrurnar eru oft varhugaverðar því
þær geta valdið umferðarslysum
þegar þær eru á ferðinni, sem er
einkum á nóttunni, við sólarupprás
og sólsetur.
Í Northern Territory er annar taktur en
á austurströnd Ástralíu. Á meðan
austurströndin iðar af lífi og flestir
ferðamenn leggja leið sína þangað
eru öllu meiri rólegheit í Northern
Territory en bæjarkjarnar eru fáir og
fámennir. Daily Waters, 20 manna
bær skammt frá Darwin, er til dæmis
þekktur fyrir fátt annað en bæjar-
pöbbinn sem er þakinn alls kyns dóti,
allt frá nærfötum upp í þjóðfána, öku-
skírteini og erlenda peningaseðla.
Heartbreak Hotel er aðeins þyrping
örfárra húsa sem hýsa gistingu, veit-
ingastað, pöbb og bensínafgreiðslu.
Öfugt við það sem margir gætu hald-
ið er það svo sannarlega áhugavert
að stoppa á svona stöðum, þó ekki
sé nema til þess eins að spjalla við
heimamenn, sem eru nær undan-
tekningarlaust gestrisnir og áhuga-
samir um hvern þann sem leggur leið
sína á þeirra slóðir og tilbúnir í spjall
um allt milli himins og jarðar.
Heimsreisa
BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR
SENDIR PISTLA ÚR HEIMSREISU SINNI
Í „óbyggðum“ Ástralíu
Snorri Wium söngvari fór í
tónleikaferð til Pétursborgar
með Fóstbræðrum.
Snorri Wium óperusöngvari
ætti að vera Íslendingum að
góðu kunnur, einkum eftir frá-
bæra frammistöðu sína í sýn-
ingu Íslensku óperunnar á
Sweeney Todd í haust. Hann
skrapp til Rússlands í fyrravor
og varð fyrir ýmsum hughrifum
í þeirri ferð.
„Ég fór til Pétursborgar í
tónleikaferð með Fóstbræðrum.
Við Elín Ósk Óskarsdóttir fór-
um með sem einsöngvarar og
við fluttum Ödipus Rex á glæsi-
legum tónleikum með Fílharm-
oníusveit Pétursborgar, sem er
einhver besta hljómsveit í
heimi.
Við fórum fyrst til Helsinki
og keyrðum þaðan til Péturs-
borgar. Það var dálítið áfall að
keyra í gegnum Rússland, bæ-
irnir á leiðinni voru eitthvað svo
ömurlegir. Þar býr fólk í stór-
um, hrörlegum blokkum sem
eru stagbættar með hverju því
efni sem hendi er næst, plast-
pokum og hvað eina. Og svo er
Pétursborg svona dásamlega
falleg, að minnsta kosti á yfir-
borðinu. Þarna er höll við höll
og búið að gera allt upp mjög
glæsilega og fallega.“
Snorri starfar ekki bara sem
söngvari heldur líka málara-
meistari. Hann segist þó hafa
verið hvorugt á ferð sinni um
Pétursborg. „Ég var þarna fyrst
og fremst sem túristi. Þarna
eru ótrúleg söfn og ógrynni af
listaverkum eftir alla stærstu
listamenn sögunnar. Svanavatn-
ið, sem varð kveikjan að hinum
stórkostlega ballett og tónverki,
er þarna til dæmis og þó það sé
bara lítill andapollur var sér-
staklega gaman að sjá það.“ ■
Snorri Wium kynntist þessari myndarlegu matrúsku á ferð sinni um Rússland.
Gaman að sjá Svanavatnið
Kengúrur valda talsvert mörgum um-
ferðarslysum, einkum á nóttunni og í
ljósaskiptunum.
Maí – 16˚c – 26˚c
Júní – 18˚c – 27˚c
Júlí – 19˚c – 28˚c
Ágúst – 20˚c – 29˚c
Sept. – 20˚c – 29˚c
HITI Á LANZAROTE
út í heim }
Leið á söfnunum
í Vín?
FARIÐ Í ÓHEFÐBUNDNA
GÖNGUFERÐ UM BORGINA
Ertu að springa úr snitseláti?
Búin(n) að fá nóg af öllum „verður
að sjá“-söfnunum og sögulegu
byggingunum? Ferðamálayfirvöld í
Vín hvetja ferðamenn í borginni til
að bregða út af vananum og fara í
staðinn í skipulagðar gönguferðir
um borgina. Austurríkismenn eru
annálaðir útivistarmenn og vilja nú
hvetja ferðamenn til að upplifa Vín
á nýjan hátt. Gönguferðirnar eru í
gegnum græn svæði borgarinnar
svo og vínræktarsvæði, en á leiðinni
er áð til að eta og drekka svo ferða-
langar geti bætt upp glataðar hita-
einingar, segir í yfirlýsingu frá ferða-
málayfirvöldum.
]