Fréttablaðið - 20.01.2005, Page 55
23FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005
Ný ferðaskrifstofa á
Akureyri stefnir á beint
flug, ýmist frá Keflavík,
Akureyri eða Egilsstöð-
um. Eigendurnir segjast
verða varir við skjálfta
hjá ferðaskrifstofum
vegna nýjunga sem
boðið verður upp á.
FERÐAÞJÓNUSTA Í sumar mun ferða-
skrifstofan Trans-Atlantic á Akur-
eyri bjóða upp á ævintýraferðir til
Mexíkó og hafa hundruð útskriftar-
nema, úr skólum vítt og breitt um
landið, bókað far. Nemendurnir
greiða tæplega 130 þúsund fyrir
ferðina og er allt innifalið, þar með
talið matur, drykkir og fjölbreytt af-
þreying. „Þetta er nýjung hérlendis
en áfangastaðurinn er Playa Del
Carmen, 40 til 50 þúsund manna
bæjarfélag við strönd Yucatanskag-
ans í suðausturhluta Mexíkó. Hótel-
in sem ferðamenn frá okkur gista á
eru ýmist fjögurra eða fimm
stjörnu og boðið verður upp á hlað-
borð með um 40 réttum, þrisvar á
dag. Íslenskir fararstjórar og ís-
lenskt hjúkrunarfólk verða í öllum
okkar ferðum til Mexíkó,“ segir Eg-
ill Örn Arnarson, einn eigenda
Trans-Atlantic og stjórnarformaður.
Ómar R. Banine er fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
og segir hann að Playa Del Carmen
sé nýr áfangastaður fyrir Íslend-
inga. „Í fyrstu ferðunum munu bæj-
aryfirvöld á staðnum taka á móti ís-
lensku ferðalöngunum með
mexíkóskri tónlist og þjóðlegum
veitingum. Við erum einnig í sam-
starfi við ferðamálayfirvöld á
svæðinu og vonumst til að geta
skipulagt Íslandsferðir fyrir Mexí-
kóa þegar fram í sækir,“ segir
Ómar.
Ferðaskrifstofan er staðsett í
látlausu húsnæði við Ráðhústorgið
á Akureyri og eru Egill Örn og
Ómar einu föstu starfsmennirnir.
„Við ætlum að hafa yfirbygginguna
eins litla og mögulegt er en kapp-
kosta að bjóða upp á góðar ferðir á
sanngjörnu verði. Það hlýtur að
hafa tekist því við finnum fyrir
miklum skjálfta hjá þeim ferða-
skrifstofum sem fyrir eru á mark-
aðnum og hefur mikill tími farið í
að leiðrétta gróusögur sem komið
hefur verið af stað um okkur. Við
erum komnir með öll leyfi og allar
tryggingar til að reka ferðaskrif-
stofu. Staðsetning okkar hér á Ak-
ureyri þýðir kannski minna mark-
aðssvæði en á móti trúum við því
að landsbyggðarfólk muni nýta sér
beint flug nærri sinni heima-
byggð,“ segir Egill Örn.
kk@frettabladid.is
Burðarás fjárfesti í
sænsku upplýsingafyrir-
tæki. Fyrirtækið er van-
metið á markaði að mati
Burðaráss og vonir
bundnar við hagræð-
ingu í rekstri þess.
Burðarás hefur eignast tæplega
fimmtán prósenta hlut í sænska
upplýsingatæknifyrirtækinu Scri-
bona.
Burðarás hafði eignast lítinn
hlut í fyrirtækinu, en keypti 12,9
prósenta hlut fyrir um 900 millj-
ónir króna.
Scribona er alhliða upplýsinga-
tæknifyrirtæki sem selur bæði
vélbúnað og hugbúnað. Vélbúnað-
urinn er þó stærri hluti rekstrar-
ins. Framlegð félagsins hefur ver-
ið slök undanfarin ár, en ráðist
hefur verið í hagræðingu sem á að
skila sér í bættum rekstri. „Við
töldum fyrirtækið lágt metið,“
segir Friðrik Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Burðaráss, um
kaupin. Scribona er með um fjórt-
án prósenta markaðshlutdeild í
sölu á tölvubúnaði á Norðurlönd-
unum. Geirinn hefur verið í lægð
að undanförnu, en mat Burðaráss
er að skilyrði fari batnandi á þess-
um markaði samhliða því sem að-
haldsaðgerðir í rekstri muni skila
sér. Þannig er veikur dollari hag-
stæður þar sem tæknivörur verða
ódýrari í innkaupum.
Kaupin í Scribona eru önnur
kaup Burðaráss í Svíþjóð sem eru
tilkynningarskyld. Friðrik segir
það ekki merki um að Burðarás
hafi augastað á sænskum fyrir-
tækjum öðrum fremur. Burðarás á
stóran hlut í verðbréfafyrirtækinu
Carnegie og í aðdraganda kaupa
þess má gera ráð fyrir að sænski
markaðurinn hafi verið tekinn til
gaumgæfilegar skoðunar.
Velta Scribona var 106 millj-
arðar og veltan fyrstu níu mánuði
ársins 2004 nam 74 milljörðum
króna. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði árið 2003 nam
aðeins 0,8 prósentum af tekjum.
haflidi@frettabladid.is
Beint flug til Mexíkó
ÓMAR R. BANINE OG EGILL ÖRN ARNARSON Í vor mun Trans-Atlantic kynna borg-
arferðir til Evrópu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
EKKI BARA Í SVÍÞJÓÐ Friðrik Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Burðaráss, segir fjár-
festingar fyrirtækisins í Svíþjóð ekki merki
um að sænski markaðurinn sé í sérstöku
uppáhaldi hjá fyrirtækinu.
Fjárfest í sænskum tölvusala
SUNGIÐ HJÁ SAMSKIPUM
Diddú og Sinfóníuhljómsveitin voru meðal þeirra sem tóku þátt í hátíðarhöldum í tilefni
af opnun nýrra höfuðstöðva Samskipa í Reykjavík. Húsið er nærri 28 þúsund fermetrar og
byggingarkostnaður var 2,4 milljarðar króna.