Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 55
23FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005 Ný ferðaskrifstofa á Akureyri stefnir á beint flug, ýmist frá Keflavík, Akureyri eða Egilsstöð- um. Eigendurnir segjast verða varir við skjálfta hjá ferðaskrifstofum vegna nýjunga sem boðið verður upp á. FERÐAÞJÓNUSTA Í sumar mun ferða- skrifstofan Trans-Atlantic á Akur- eyri bjóða upp á ævintýraferðir til Mexíkó og hafa hundruð útskriftar- nema, úr skólum vítt og breitt um landið, bókað far. Nemendurnir greiða tæplega 130 þúsund fyrir ferðina og er allt innifalið, þar með talið matur, drykkir og fjölbreytt af- þreying. „Þetta er nýjung hérlendis en áfangastaðurinn er Playa Del Carmen, 40 til 50 þúsund manna bæjarfélag við strönd Yucatanskag- ans í suðausturhluta Mexíkó. Hótel- in sem ferðamenn frá okkur gista á eru ýmist fjögurra eða fimm stjörnu og boðið verður upp á hlað- borð með um 40 réttum, þrisvar á dag. Íslenskir fararstjórar og ís- lenskt hjúkrunarfólk verða í öllum okkar ferðum til Mexíkó,“ segir Eg- ill Örn Arnarson, einn eigenda Trans-Atlantic og stjórnarformaður. Ómar R. Banine er fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar og segir hann að Playa Del Carmen sé nýr áfangastaður fyrir Íslend- inga. „Í fyrstu ferðunum munu bæj- aryfirvöld á staðnum taka á móti ís- lensku ferðalöngunum með mexíkóskri tónlist og þjóðlegum veitingum. Við erum einnig í sam- starfi við ferðamálayfirvöld á svæðinu og vonumst til að geta skipulagt Íslandsferðir fyrir Mexí- kóa þegar fram í sækir,“ segir Ómar. Ferðaskrifstofan er staðsett í látlausu húsnæði við Ráðhústorgið á Akureyri og eru Egill Örn og Ómar einu föstu starfsmennirnir. „Við ætlum að hafa yfirbygginguna eins litla og mögulegt er en kapp- kosta að bjóða upp á góðar ferðir á sanngjörnu verði. Það hlýtur að hafa tekist því við finnum fyrir miklum skjálfta hjá þeim ferða- skrifstofum sem fyrir eru á mark- aðnum og hefur mikill tími farið í að leiðrétta gróusögur sem komið hefur verið af stað um okkur. Við erum komnir með öll leyfi og allar tryggingar til að reka ferðaskrif- stofu. Staðsetning okkar hér á Ak- ureyri þýðir kannski minna mark- aðssvæði en á móti trúum við því að landsbyggðarfólk muni nýta sér beint flug nærri sinni heima- byggð,“ segir Egill Örn. kk@frettabladid.is Burðarás fjárfesti í sænsku upplýsingafyrir- tæki. Fyrirtækið er van- metið á markaði að mati Burðaráss og vonir bundnar við hagræð- ingu í rekstri þess. Burðarás hefur eignast tæplega fimmtán prósenta hlut í sænska upplýsingatæknifyrirtækinu Scri- bona. Burðarás hafði eignast lítinn hlut í fyrirtækinu, en keypti 12,9 prósenta hlut fyrir um 900 millj- ónir króna. Scribona er alhliða upplýsinga- tæknifyrirtæki sem selur bæði vélbúnað og hugbúnað. Vélbúnað- urinn er þó stærri hluti rekstrar- ins. Framlegð félagsins hefur ver- ið slök undanfarin ár, en ráðist hefur verið í hagræðingu sem á að skila sér í bættum rekstri. „Við töldum fyrirtækið lágt metið,“ segir Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, um kaupin. Scribona er með um fjórt- án prósenta markaðshlutdeild í sölu á tölvubúnaði á Norðurlönd- unum. Geirinn hefur verið í lægð að undanförnu, en mat Burðaráss er að skilyrði fari batnandi á þess- um markaði samhliða því sem að- haldsaðgerðir í rekstri muni skila sér. Þannig er veikur dollari hag- stæður þar sem tæknivörur verða ódýrari í innkaupum. Kaupin í Scribona eru önnur kaup Burðaráss í Svíþjóð sem eru tilkynningarskyld. Friðrik segir það ekki merki um að Burðarás hafi augastað á sænskum fyrir- tækjum öðrum fremur. Burðarás á stóran hlut í verðbréfafyrirtækinu Carnegie og í aðdraganda kaupa þess má gera ráð fyrir að sænski markaðurinn hafi verið tekinn til gaumgæfilegar skoðunar. Velta Scribona var 106 millj- arðar og veltan fyrstu níu mánuði ársins 2004 nam 74 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði árið 2003 nam aðeins 0,8 prósentum af tekjum. haflidi@frettabladid.is Beint flug til Mexíkó ÓMAR R. BANINE OG EGILL ÖRN ARNARSON Í vor mun Trans-Atlantic kynna borg- arferðir til Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K EKKI BARA Í SVÍÞJÓÐ Friðrik Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Burðaráss, segir fjár- festingar fyrirtækisins í Svíþjóð ekki merki um að sænski markaðurinn sé í sérstöku uppáhaldi hjá fyrirtækinu. Fjárfest í sænskum tölvusala SUNGIÐ HJÁ SAMSKIPUM Diddú og Sinfóníuhljómsveitin voru meðal þeirra sem tóku þátt í hátíðarhöldum í tilefni af opnun nýrra höfuðstöðva Samskipa í Reykjavík. Húsið er nærri 28 þúsund fermetrar og byggingarkostnaður var 2,4 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.