Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 6
6 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR 112 dagurinn haldinn hátíðlegur í gær: Skyndihjálp ætti að vera skyldufag VIÐURKENNINGAR „Ef ég hefði ekki tekið þetta skyndihjálparnámskeið hefði ég að líkindum frosið og ekki orðið að neinu gagni,“ segir Anton Gylfi Pálsson sem hlaut nafnbótina Skyndihjálparmaður ársins við at- höfn í Smáralind í gær. Tilefnið var hinn svokallaði 112 dagur þar sem allar þær stofnanir og félög sem koma að neyðarhjálp í landinu kynntu starfsemi sína. Anton Gylfi hlaut heiðurinn fyrir að hafa ásamt tveimur félögum sín- um komið Ásgeiri Sigurðssyni til hjálpar í október síðastliðnum. „Við vorum á leið út í bíl eftir handbolta- leik og tókum eftir að ekki var allt með felldu hjá Ásgeiri. Hann var ekki með lífsmarki í bíl sínum og því dró ég hann út og hóf lífgunar- aðferðir meðan félagar mínir hringdu í Neyðarlínuna.“ Tókst þeim að koma hjartslætti af stað áður en sjúkrabíll kom að- vífandi og tókst þannig að bjarga lífi Ásgeirs. Anton er því vel að nafnbótinni kominn. Er það mat Antons að allt of fáir Íslendingar kunni skyndihjálp og vill sjá slíkt gert að skyldufagi í grunn- eða menntaskólum á Íslandi. Rauði krossinn veitti fleiri viður- kenningar fyrir svipuð afrek, en slíkt hefur verið gert árlega síðan árið 2000 og er gert til að minna al- menning á þörf þess að kunna und- irstöðuatriði í skyndihjálp þegar eitthvað bjátar á. ■ Spennumynd tekin upp við Mývatn: Styrkir ferðaþjónustuna KVIKMYNDAGERÐ Um 60 manna hóp- ur á vegum kvikmyndafélagsins Zik Zak verður við kvikmyndatök- ur í Mývatnssveit í mars. Allar útitökur í tengslum við nýja ís- lensk-bandaríska spennumynd, Last Winter, verða teknar við Mý- vatn en innitökur fara fram í Hafnarfirði. Yngvi Ragnar Krist- jánsson, hótelstjóri á Sel hóteli, segir að þetta sé umfangsmesta kvikmyndaverkefnið í Mývatns- sveit til þessa. Leikararnir í kvikmyndinni verða erlendir en annað starfsfólk við myndina verður íslenskt. Í næstu viku kemur undirbúnings- hópur til Mývatns til að byggja viðamikla sviðsmynd en myndin á að gerast á olíuborsvæði í Alaska. „Þetta er mjög góð búbót fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveit, einkum á þessum árstíma, auk þess sem einhverjir Mývetningar munu fá tímabundna vinnu við verkefnið. Ef allt gengur að ósk- um munu kvikmyndatökurnar taka um þrjár vikur en fyrst er vinna við undirbúning og að lok- um frágang. Í heildina gæti þetta tekið um tvo mánuði,“ segir Yngvi Ragnar. - kk Bótagreiðslur margfaldast Bætur sem sjúklingar hafa fengið hjá Tryggingastofnun eftir læknismeðferð hafa hækkað úr tugum þúsunda í tugi milljóna á síðustu fjórum árum. Samtals hafa umsóknir frá 77 einstaklingum verið samþykktar á þessum tíma. TRYGGINGAMÁL Um 55 prósent bóta- mála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins falla undir lagaákvæði um að „ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeð- ferð og unnt var“, eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 – 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að „um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá“. Flest málanna vörðuðu bæklunar- skurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingar- hjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001–2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði vegna fjölda bóta- mála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu kom- ið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geð- rænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra sam- þykktar, en 39 synjað. Heildarbóta- greiðslur námu ríflega 37 milljón- um króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 millj- ónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. jss@frettabladid.is SINUELDUR Í FEBRÚAR Það telst til tíðinda þegar sina er brennd snemma febrúarmánuðar. Það gerðist þó í Neskaupstað, en lög- reglan þar var kölluð til vegna sinubruna í gær. Haft var sam- band við slökkviliðið, en lög- reglumönnunum tókst sjálfum að slökkva eldinn. GESTKVÆMT Á 112 DAGINN 112 dagurinn var í gær og voru því lögreglustöðar víða um land opn- ar gestum. Talsmenn lögreglunn- ar á Ísafirði, Húsavík, Blönduósi og Vestmannaeyjum voru meðal þeirra sem sögðu að töluvert af fólki hefði komið í heimsókn og sýnt starfi lögreglunnar mikinn áhuga. HUNDAR FUNDUST Tveir hundar voru í gær í óskilum hjá lögregl- unni á Egilsstöðum. Taldi lögregl- an þó að hundarnir yrðu þar ekki lengi og eigendur myndu brátt finnast. RÉTTINDALAUSIR Á SNJÓSLEÐA Tveir sextán ára piltar voru tekn- ir á snjósleða innanbæjar á Ísa- firði á fimmtudag. Báðir sleðarn- ir voru óskráðir. Piltarnir hafa engin réttindi þar sem bílpróf þarf til að stýra snjósleða. Lög- reglan ætlar að ræða við foreldra drengjanna, því þeir brutu þrenn lög. Bannað er að aka réttinda- laus, á óskráðu ökutæki og innan- bæjar á snjósleða. HÚSIÐ ER Á EINNI HÆÐ OG TEIKNAÐ AF ARKÍS Malarvinnslan reiknar með að byggja hús- ið á sex til níu mánuðum. Fljótsdalshérað: Nýtt verslun- arhúsnæði ÞENSLA Malarvinnslan á Egilsstöð- um áformar að reisa tæplega 1000 fermetra verslunar- og þjónustu- húsnæði við gatnamót Seyðisfjarð- ar- og Norðfjarðarvegar. Sigurþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar, segir að byrjað sé á jarðvinnunni en óákveðið hvenær byggingin verði tilbúin. „Við byrjum ekki að byggja sjálft húsið fyrr en við höfum selt það en nú þegar hafa fjórir eða fimm aðil- ar sýnt húsnæðinu áhuga,“ segir Sigurþór. - kk ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Eiga þingmenn að fá að klæðast alþýðlegri fatnaði á þingi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að stytta nám í framhaldsskólum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 40% 60% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÞAKKAR LÍFGJÖFINA Ásgeir Sigurðsson, til vinstri, á líf sitt að launa skyndihjálparkunnáttu Antons Gylfa Páls- sonar, til hægri, sem hlaut sæmdarheitið Skyndihjálparmaður ársins fyrir vikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. MÝVATNSSVEIT AÐ VETRARLAGI Myndin á að gerast í Alaska og fannhvítar snæbreiður í nágrenni Mývatns skapa réttu stemninguna. ■ HORNAFJÖRÐUR NÝTT BJÖRGUNARSKIP Nýtt björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar er væntanlegt til Hornafjarðar í vor. Skipið er af ARUN-gerð, smíðað 1985 en endurbyggt 2002. Tvær 485 hest- afla aðalvélar eru í skipinu og ganghraði þess er 17 sjómílur en sex manns verða í áhöfn. Kostn- aður við skipið og búnaðinn um borð er um 20 milljónir króna. FJÖLDI UMSÓKNA 2001 22 2002 44 2003 49 2004 84 HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 SKIPTING BÓTASKYLDRA MÁLA 2001–2004 Bæklunarskurðlækningar 22 29% Skurðlækningar 14 18% Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 11 14% Bráðalæknisfræði 8 0% Heimilislækningar 5 6% Lyflækningar 4 5% Taugaskurðlækningar 3 4% Annað 10 13% Samtals 77 100% SKIPTING MÁLA Flest bótamálanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Myndin er úr safni. 06-07 11.2.2005 19.53 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.