Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 8
12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Þúsundir flykktust á opnun húsgagnaverslunar: Sex á sjúkrahús eftir opnun IKEA BRETLAND, AP Sex voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla sem þeir hlutu við opnun nýrrar IKEA- verslunar í London. Þeir voru þó ekki þeir einu sem slösuðust við opnunina því alls slösuðust 22 í troðningi þrátt fyrir að ekki þyrfti að senda alla á sjúkrahús. Stjórnendur verslunarinnar ætluðu að hafa opið í sólarhring en sáu sitt óvænna og lokuðu eftir aðeins 41 mínútu. Ástæðan var mikill troðningur sem fylgdi þeim 6.000 viðskiptavinum sem þyrpt- ust á staðinn, en það voru mun fleiri en búist var við. Búið var að auglýsa margvís- leg tilboð til að freista væntan- legra viðskiptavina. Meðal annars gátu heppnir viðskiptavinir tryggt sér leðursófa fyrir and- virði 5.400 króna. Það kom stjórn- endum IKEA hins vegar mjög á óvart að 6.000 viðskiptavinir mættu á staðinn þegar búðin var opnuð á miðnætti og sögðu þeir í kjölfarið að þeir hefðu farið öðru- vísi að hefðu þeir búist við slíkri aðsókn. ■ Heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál á Alþingi: Horfið frá byggingu stórra geðsjúkrahúsa HEILBRIGÐISMÁL „Það þarf að endur- skoða hlutverk geðheilbrigðisstofn- ana, hverfa frá uppbyggingu stórra geðsjúkrahúsa og gera þjónustuna notendavænni.“ Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í umræðum um geðheilbrigðismál á Alþingi á fimmtudag. Hann vísaði í þessu sambandi til nýrra áherslna í geðheilbrigðismál- um sem fram hefðu komið á fyrstu evrópsku ráðherraráðstefnunni um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í janúar. Sagði ráðherra að þar hefðu evrópskir ráðherrar reist vegvísi, sérstaka samþykkt og að- gerðaáætlun, sem ætti eftir að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustuna á Íslandi. „Grunntónninn í hvoru tveggja má segja að sé að hverfa frá því að byggja upp stór geðsjúkrahús og flytja þjónustuna nær þeim sem hún á að þjóna,“ sagði hann. „Jafn- framt að auka þátt eða vægi not- enda og aðstandenda í meðferð og stefnumótun og taka tillit til og auka vægi geðheilbrigðissjónar- miða við lagasetningu sem tekur til vinnuverndar og almennrar stefnu- mótunar í heilbrigðisþjónustunni.“ Ráðherra undirstrikaði að efla þyrfti samstarfið við fulltrúa not- endafélaganna og kvaðst myndu stefna að því. -jss Ræninginn ber við spilaskuldum Þriggja barna faðir framdi fjögur vopnuð rán og gerði tilraun til þess fimmta nú í vik- unni. Hann segist hafa framið ránin til að greiða spilaskuldir. Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöð og ekki ólíklegt að enn eitt ránið hafi verið í undirbúningi. RÁN Ræninginn sem framið hefur fjögur vopnuð rán og gert eina ránstilraun í vikunni er einnig grunaður um innbrot í matvöru- verslun í Grafarholti fyrir skemmstu. Maðurinn játaði ránstilraunina og þrjú ránanna strax en var tregari til að játa rán í verslun sem hann hafði áður starfað í og er í hans heima- hverfi. R æ n i n g i n n hefur verið úr- skurðaður í einn- ar viku gæslu- varðhald en ástæða þykir að ætla að hann muni halda brot- unum áfram. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ljóst að maðurinn hafi framið þau rán sem hann er sak- aður um. Ekki sé talið að vitorðs- maður sé með í spilinu að sögn Ómars. Við ránin notaði maðurinn hamar, hníf og loftriffil. Ræninginn er þriggja barna faðir og hefur lítið sem ekkert komið áður við sögu lögreglu. Sjálfur segir maðurinn spila- skuldir hafi knúið hann til rán- anna. Upptökur úr eftirlistmynda- vélar flestra verslananna í Mjódd voru skoðaðar eftir að ræninginn framdi rán í Leikbæ í von um að vísbendingar fyndust. Í framhald- inu var talið að ræninginn keyrði um á rauðum bíl. Skömmu síðar sáu eftirtektarsamir lögreglu- menn gamlan rauðan bíl bakka í bílastæði við verslunarmiðstöðina Austurver í Reykjavík. Talið er líklegt að þar hafi ræninginn ver- ið á leið í enn eitt ránið. Lögreglu- mennirnir athuguðu með öku- manninn og bílinn, í bílnum var lambhúshetta, hnífur og loftriffill sem leiddi til handtöku mannsins. Rétt fyrir miðnætti á fimmtu- dagskvöld var svo gerð húsleit heima hjá manninum. Við leitina fannst hamar sem grunur leikur á að maðurinn hafi notað í einu rán- anna. Eins er hugsanlegt að ham- arinn hafi verið notaður til að brjóta rúðu í innbrotinu sem mað- urinn er grunaður um. Í tveimur ránanna svo vitað sé hafði ræninginn eggvopn undir jakkanum, fletti frá jakkanum til að sýna vopnið og sagðist ekki ætla að meiða neinn. hrs@frettabladid.is ,,Hann fletti frá jakkanum til að sýna vopnið og sagðist ekki ætla að meiða neinn. Bækur mánaðarins Guðrún heillar lesendur upp úr skónum Öðruvísi fjölskylda: „Frásögnin er bæði þétt og lifandi og skemmtileg ... mættum við fá meira að heyra.“ Kristín Viðarsdóttir, bokmenntir.is „Enn einu sinni hefur Guðrúnu tekist að heilla lesendur upp úr skónum.“ Elísabet Brekkan, DV Öðruvísi dagar: „Spaugileg og fyndin saga ... hlý bók; frá henni stafar góðmennsku og velvild.“ Katrín Jakobsdóttir, DV „Við sögulok eru persónurnar og lesandinn umburðarlyndari og ánægðari með lífið og tilveruna enda dregið lærdóm af því sem fyrir ber.“ Kristín Ólafs, Mbl. „Yndislegar "öðruvísi" bækur ... vel skrifaðar. Þær eru fyndnar, sorglegar, hjartnæmar.“ Hrund Ólafsdóttir, Mbl. • 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi • Allt um stjörnuskoðun • Örnefnakort af tunglinu • Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta Stjörnuskífa fylgir með! Horfðu til himins - sjáðu allar stjörnurnar Fyrsta bókin um íslenska stjörnuhimininn Einstök handbók fyrir þá sem hafa unun af því að horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum og kortum og greinargóðum upplýsingum er kennt hvernig best er að standa að stjörnuskoðun hérlendis. Bók fyrir alla fjölskylduna. IKEA Á ÍSLANDI Aldrei hefur troðningurinn í Holtagörðum verið álíka og var í Bretlandi í fyrrinótt. ENDURSKOÐUN Heilbrigðisráðherra vill endurskoða hlutverk heilbrigðisstofnana. LOFTRIFFILLINN, HNÍFURINN OG GRÍMA MANNSINS Ræninginn starfaði um skeið í einni versluninni sem hann rændi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 08-09 11.2.2005 21.01 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.