Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 16
S em betur fer hafa Íslendingar ekki þurft að glíma viðálíka innflytjendavanda og margar aðrar Evrópuþjóðir.Íslenskt samfélag er fámennt og var lengi vel svo lokað og samankrumpað að það var alls ekki heiglum hent að setjast hér að. Skýringin á því að við vildum ekki fá hingað ókunnugt fólk var í orði kveðnu fámennið; það þurfti svo fáa útlendinga til að setja mark sitt á þjóðina var viðkvæðið. Staðreyndin var auðvitað sú að sjálfsmynd okkar sem þjóðar var þar til fyrir skömmu svo ofurviðkvæm að við þoldum ekki tilhugsunina um blöndun við aðra, enda stutt frá því að við öðluðumst sjálfstæði og hófum að horfa framan í heiminn á eigin forsendum. Þótt Íslendingar séu orðnir öllu upplitsdjarfari en áður ríkja hér enn strangar reglur um ríkisborgararétt og dvalarleyfi fyrir útlendinga og ýmsar nýjar hindranir verið teknar upp í þeim efnum í tíð Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu. Björn hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir sinn þátt í að koma á strangari innflytjendalögum en þegar við lítum í kringum okkur má sjá sambærilega þróun um alla Evrópu, nema þar er verið að reyna að vinda ofan af vandamálum sem hafa ekki fengið að hlaðast upp hér. Í þingkosningunum sem fóru fram í Danmörku í vikunni endurnýjaði ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen umboð sitt til næstu fjögurra ára. Meðal þess sem er hægt að lesa út úr úrslit- um kosninganna er ánægja meðal danskra kjósenda með harða stefnu stjórnar Anders Fogh í málefnum innflytjenda. Í Bret- landi verður að öllum líkindum kosið til þings í vor og þar bend- ir allt til þess að meðal helstu kosningamála verði innflytjend- ur og hollenska stjórnin vill skylda alla sem hafa áhuga á að setjast að þar í landi til að standast próf um hollenska menningu og ekki síður í hollenskri tungu. Og þar eru við komin að ákveðnu lykilatriði í allri umræðu um innflytjendur, það er kunnátta þeirra í tungumáli nýja landsins. Rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt fram á að þeir inn- flytjendur sem tala góða ensku geta að meðaltali hækkað tekj- ur sínar um 17 prósent. Sem er mjög gott og vel út af fyrir sig, en góð kunnátta í tungu nýja landsins er ekki síður geysilega mikilvægur arfur frá foreldrunum til barna sinna. Það er sama hvort staða innflytjenda er skoðuð fyrir austan haf eða vestan, ef foreldrar geta ekki vegna tungumálaerfiðleika aðstoðað börn sín við nám í nýja landinu flosna þau upp úr skólum og þá bíður þeirra fátt annað en lægst launuðu störfin á vinnumarkaðnum. Hér á Íslandi sjáum við nú þegar innflytjendur í ýmsum störfum sem innfæddir vilja síður taka að sér. Það má hins vegar gera ráð fyrir að þótt foreldrarnir sætti sig ef til vill við þau störf í „fyrirheitna“ landinu, eigi börnin sem eru fædd hér sér drauma um meiri frama. Lykillinn að því að þeir draumar geti ræst er að kenna foreldrunum íslensku og það væri svo sannarlega ánægjulegt að sjá yfirvöld ganga fram af krafti í því verkefni í kjölfar þeirra hertu reglna sem þau hafa komið á um dvöl útlendinga hér. ■ Málefni innflytjenda brenna heitt á Evrópuþjóðum um þessar mundir. Íslenskan er lykillinn Condoleezza Rice, hinn nýi utanrík- isráðherra George W. Bush, hefur að undanförnu farið eins og farald- ur um löndin, rétt fram sáttarhönd í ríkjum Evrópu og átt fundi með leiðtogum Palestínu, ekki síður en Ísraels. Við yfirheyrslur í Öldunga- deild bandaríkjaþings, sem verður að staðfesta tilnefningu forsetans í embætti utanríkisráðherra, hafði hún reyndar komið nokkuð á óvart með því að lýsa yfir að nú væri runninn upp tími diplómatískrar lipurðar og háttvísi í stað herskárr- ar ágengni. Rice hefur ávallt verið talin í hópi haukanna í föruneyti Bush. Á heimleið til Washington frétti Rice af yfirlýsingu Norður-Kóreu- stjórnar um að hún byggi yfir kjarnavopnum og gaf samstundis út tilkynningu um að hin diplómatíska háttvísi mundi ekki ná til Pyongyang. Norður-Kórea yrði ein- angruð frá alþjóðasamfélaginu sem aldrei fyrr og öllum samningavið- ræðum við stjórnina þar samstund- is slitið. Norður-Kórea er leyndardóms- fyllsta samfélag í heiminum í dag. Svo langt er gengið í leyndinni að aðaljárnbrautarlína landsins er um- lukt veggjum svo háum að einstaka erlendur ferðamaður sem leggur leið sína um landið fær ekki séð út yfir þá á landslagið í kring. Þar við- gengst meiri og grófari kúgun en í nokkru öðru landi í veröldinni. Fyr- ir hefur komið að heilar fjölskyldur hafa verið drepnar yrði einhverjum það á að „detta í það“ og láta ógæti- leg orð falla um Leiðtogann Kæra. Þegar önnur kommúnistaríki snerust gegn persónudýrkun á óskeikulum leiðtogum eins og Stalín og Maó hertu Norður-Kóreumenn á leiðtogadýrkuninni hjá sér. Kim Il Sung var Leiðtoginn Mikli, allt, sem til framfara í landinu horfði var honum að þakka, auk þess sem hann fann tíma til að skrifa tugi skraut- bundinna bóka um allt milli himins og jarðar. Öll þjóðin féll fram og til- bað hann í einlægri trú, og eins og gjarnan gerist með þá sem trúa, varð trú fólksins því heitari sem Hann lagði á það meiri þjáningar, skort og hungur. Norður-Kórea er líka fyrsta kommúnistaríkið þar sem æðsta valdið gengur að erfðum. Kim Jong Il varð einvaldur eftir pabba sinn með titlinum Leiðtoginn Kæri, sem upp á síðkastið hefur einnig orðið Mikli. Elsti sonur hans er Kim Jong Nam, menntaður í Sviss og talar ensku, frönsku og rússnesku reiprennandi. Hann hefur gegnt ábyrgðarstörfum í lögreglunni, hernum og Flokknum og er ávarp- aður Félagi Hershöfðingi. Norður-Kórea er hinn fullkomni útlagi úr alþjóðasamfélaginu. Kóreustríðinu fyrir hálfri öld var aldrei formlega lokið, aðeins samið um vopnahlé, og enn standa herir gráir fyrir járnum hvor sínum meg- in vopnahléslínunnar milli Norður- og Suður-Kóreu. Tæknilega séð er Norður-Kórea því enn í stríði við Sameinuðu þjóðirnar, því að í þeirra nafni var Kóreustyrjöldin háð. Umræður á Vesturlöndum hafa því eðlilega snúist um líkurnar á því að N-Kórea hefji aðra Kóreustyrj- öld. Þótt N-Kóreumenn ráði án efa yfir vopnabúnaði sem gæti valdið miklum usla í S-Kóreu og Japan leikur enginn vafi á hinu að í slíkri styrjöld yrði þeirra eigið land lagt gersamlega í rúst. Margir gera sér því vonir um að þeir feðgar séu nægri skynsemi gæddir til þess að vilja forðast slíkt sjálfsmorð. Bandaríkin hafa reynt að ein- angra og inniloka N-Kóreu í áratugi og margir álíta að einmitt það hafi haldið Kimunum við völd svo lengi, rétt eins og samskiptabann Banda- ríkjanna við Kúbu hafi orðið til að halda stjórn Kastrós á floti hingað til þrátt fyrir efnahagslegar þreng- ingar. Þeir sem þessa kenningu að- hyllast benda á að viðskipti, fjár- festingar og túrismi hafi smám saman grafið undan veldi Sovétríkj- anna. Slík samskipti geti einnig breytt viðhorfi leiðtoganna. Sam- skipti Bandaríkjamanna við maóistana í Kína á áttunda áratugn- um hafi ýtt undir að leiðtogarnir þar hafi gefið kommúnismann upp á bátinn, nema sem tæki til að við- halda einræðinu, og haft þannig stórfelldar umbætur í för með sér fyrir kínversku þjóðina. Því sé skásti kosturinn í stöðunni að aflétta viðskiptabanni og smeygja inn í landið erlendum fjárfestum. Kannski gætu S-Kóreumenn tekið að sér hlutverk Taívans gagnvart Kína, því að það er á allra vitorði, að þrátt fyrir opinberan fjandskap þar á milli eru Taívanar meðal stærstu fjárfesta á meginlandi Kína. Á hinn bóginn eru heitustu stuðningsmenn George W. Bush og Condoleezu Rice, sem telja sér trú um að ekki þurfi að hreyfa nema lít- ið eitt við einræðisherranum og þá muni þjóðfélagsbyggingin öll hrynja og fólkið fagna frelsinu. Því miður er ekkert sem bendir til þess að þessi skoðun sé nokkuð annað en óskhyggja. Evrópskur diplómat sem um árabil dvaldi í Pyongyang telur að 90% þjóðarinnar trúi enn á þá feðga og afgangurinn látist gera það. Kínverskur kommúnisti sem einnig átti langa dvöl í landinu telur viðhorf fólksins lík og í Kína um 1950 þegar langflestir trúðu í ein- lægni á Maó formann. Kínverjar hafa fyrir löngu séð í gegnum blekkinguna meðan N-Kóreumenn halda dauðahaldi í sína innrætingu. Í algerri einangrun sinni hafa þeir ekki annað haldreipi. Flest bendir því til að sú diplómatíska háttvísi og lipurð, sem Condoleezza Rice boðaði, ætti einnig að ná til utangarðsríkisins Norður-Kóreu. ■ 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL FRÁ DEGI TIL DAGS Útlagi úr alþjóðasamfélaginu Blá-Skjá borgið Það mega þeir eiga þingmenn Sjálfstæð- isflokksins að þeir eru vakandi yfir velferð lands og lýðs. Sjái þeir ranglæti einhvers staðar í þjóðfélaginu rísa þeir upp sem órofa fylking og unna sér ekki hvíldar fyrr en réttlætið hefur sigrað. Nýjasta dæmið til marks um þetta er viðbrögð þingflokks sjálfstæðismanna við úrskurði útvarps- réttarnefndar sem heimtar með tilvís- un til laga að útsendingum ensku knattspyrnunnar á Skjá einum fylgi íslensk þýðing, tal eða texti. Það kæmi illa við fjárhag stöðvarinnar, sem mun í eigu hins bláfátæka ríkis- fyrirtækis Símans, að þurfa að hlíta lögunum. Allir sem einn bera þingmennirnir því fram frumvarp sem hrindir ósvinnu út- varpsréttarnefndar og nemur hina óþægi- legu lagagrein úr gildi. Fer fremstur hinn ungi þingskörungur Sigurður Kári Krist- jánsson, sem ekkert aumt virðist mega sjá. Framsóknarmenn á þingi vita hvað til síns friðar heyrir þegar riddarar réttlætis- ins geysast fram og munu áreiðanlega ekki tefja lukkulegan framgang málsins. Ekki strax, ekki strax... Sú ákvörðun stærstu eigenda og stjórnenda Eimskipafélags- ins að láta Háskóla Íslands njóta stóraukinna framlaga úr Háskólasjóði félagsins, sem stofnaður var 1964 upp úr þáverandi hlutafjáreign Vestur- Íslendinga, hefur mælst vel fyrir. En athygli hafa vakið um- mæli sem stjórnarformaður sjóðsins, Björgólfur Þór Björgólfsson, lét í þessu sambandi falla um viðhorf fyrrverandi stjórnenda og aðaleigenda Eimskips. „Ekki strax, ekki strax. Næstu jól, næstu jól,“ hafi verið svörin sem þeir hafi gefið þegar háskólamenn óskuðu eftir auknu fé úr sjóðnum. „Núna hafa hins vegar nýir menn tekið við stjórninni og að okk- ar mati ber okkur skylda til þess að leyfa Háskólanum að njóta ávaxtanna,“ hefur Morgunblaðið eftir Björgólfi, sem bætir við: „Í gamla daga var þessi sjóður not- aður til að tryggja valdahlutföll í hluthafa- hópi innan Eimskips, en ekki hugsaður til hámörkunar á ávöxtun fyrir Háskólann og því fékk sjóðurinn í raun aldrei notið sín.“ Skyldi þessu verða látið ósvarað? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG HARÐSTJÓRA STEYPT AF STÓLI? ÓLAFUR HANNIBALSSON Bandaríkin hafa reynt að einangra og inni- loka N-Kóreu í áratugi og margir álíta að einmitt það hafi haldið Kimunum við völd svo lengi. ,, 16-17 leiðari 11.2.2005 22.01 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.