Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 46

Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 46
M eð einu pennastriki erhægt að fjölga ferða-mönnum hingað til lands um 32 þúsund á ári og hækka gjaldeyristekjur um fjóra millj- arða króna. Með sama pennastriki er hægt að mynda heildstætt svæði sem yrði einstakt í öllum heiminum og fá það skráð á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Þetta pennastrik verður hins vegar ekki dregið í sviphendingu. Undirbúningur stofnunar Vatna- jökulsþjóðgarðs hefur staðið í nokkur ár og á enn eftir að taka tíma. Verkefnið er það umfangs- mesta sem ráðist hefur verið í hér- lendis á sviði náttúruverndar. 15.400 ferkílómetrar lands eru undir, rúmur sjöundi hluti alls Ís- lands. Verja á sex hundruð milljón- um króna til uppbyggingar á að- stöðu fyrir ferðamenn í þjóðgarð- inum og er áætlaður rekstrar- kostnaður um 130 milljónir á ári. Alcoa og Landsvirkjun hafa lýst sig reiðubúin að taka þátt í upp- byggingar- og rekstrarkostnaði. Enn hefur ekki verið reiknað út hvað vegaframkvæmdir innan garðs muni kosta. Þjóðgarðar eru fyrir fólk „Ég stefni að því að leggja fram frumvarp um stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs haustið 2006. Þessar hugmyndir eru mun metnaðar- fyllri en þær sem áður hafa verið til umfjöllunar, bæði hvað varðar stærð og fjölbreytileika,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra. Hún tekur við keflinu af Siv Friðleifsdóttur, sem skipaði nefnd í október 2002 sem gera átti tillögu um stofnun þjóð- garðs norðan Vatnajökuls. Tveim- ur árum áður hafði ríkisstjórnin samþykkt að stefna að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Sigríður Anna segir verkefnið mjög flókið. Til dæmis þurfi að ræða við forsvarsmenn allra nær- liggjandi sveitarfélaga, sem og landeigendur, en nokkur hluti þess lands sem áætlað er að tilheyri þjóðgarðinum er í einkaeigu. Það auðveldi hins vegar málið að ekk- ert mæli gegn slíku eignarhaldi. Einstaklingar geta sumsé átt land innan þjóðgarðs. „Það er misskilningur að ekkert megi aðhafast innan þjóðgarðs, að hefðbundinn búskapur geti ekki þrifist þar og að umferð fólks sé mjög takmörkuð. Gildið er tvíþætt og bara nafnið þjóðgarður fel- ur í sér að hann er ætlaður fólki. Og þó að verið sé að vernda svæði er líka verið að veita að því aðgang,“ segir Sigríð- ur Anna. Vatnajökulsþjóðgarð- ur einstakur Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður hefur heimsótt marga þjóð- garða í heiminum og er áfram um að Vatnajökulsþjóðgarður verði að veruleika. Hann telur hann verða fremstan í sinni röð og ástæðan er einföld. „Það er ekki stærðin. Ástæðan er sú að Vatnajökull, frá strönd og upp á jökul á báða bóga, á bara engan keppinaut. Það er ekkert svona fyrirbæri til í heim- inum,“ segir Ómar, sem sat í vinnuhópi á vegum Landverndar sem fjallaði um Vatnajökulsþjóð- garð á ráðstefnu á Kirkjubæjar- klaustri haustið 2000. „Þá var ekki byrjað að virkja við Kárahnjúka og við höfum það svæði allt inni í okkar tillögum. En svo hófust framkvæmdirnar og um leið minnkuðu möguleikarnir.“ Sumir vilja meina að hægt sé að hafa virkjanir innan þjóðgarða en Ómar segir það af og frá. „Það er ekki hægt. Virkjun er iðnfyrirbæri og getur aldrei verið innan þjóðgarðs, allra síst virkjun sem er ekki end- urnýjanleg.“ Hjörleifur Guttormsson nátt- úrufræðingur er sama sinnis. „Kárahnjúkavirkjun er ör á þessu svæði en við það verður að búa úr því sem komið er.“ Hjörleifur kom málinu af stað Árið 1993 lagði Hjörleifur til á Nátt- úruverndarþingi að Vatnajökull yrði friðlýstur. Sex árum síðar lagði hann fram hugmyndir á Alþingi um að gera stóru hálendisjöklana fjóra; Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul, að þjóðgörðum. Á þeim grundvelli samþykkti þingið þingsályktunartillögu um Vatnajök- ulsþjóðgarð og Hjörleifi líst vel á. „Jarðfræðileg fjölbreytni þessa svæðis er einstök. Þarna er stærsti jökull Evrópu og safn af nánast öll- um eldfjallagerðum sem þekktar eru í heiminum,“ segir Hjörleifur. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að friðlýsa beri hina jöklana þrjá og helst stofna um þá þjóðgarða. Samband Hjörleifs og Vatna- jökuls er náið og hann þekkir vel til aðstæðna. „Ég hef verið tengdur þessu svæði nánast alla mína tíð og á níunda áratugnum ferðaðist ég skipulega umhverfis jökulinn og upp á hann. Ég notaði öll sumar- leyfi mín á löngum tíma til að kynnast þessu landi og fékk mikla tilfinningu fyrir því. Það er auðvit- að betra að hafa náin kynni af svæðum sem maður er að skipta sér af.“ 30 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Vatnajökulsþjóðgarður verður til Unnið er að umfangsmestu náttúruverndaraðgerð Íslands; stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Áhrifin verða víðtæk og auðga bæði byggð og atvinnulíf. Hugmyndum um virkjun Jökulsár á Fjöllum er ýtt til hliðar. Umhverfisráðherra stefnir á að Vatnajökulsþjóðgarður verði til haustið 2006. Nefnd ráðherra Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, var formaður nefndarinnar sem falið var að gera tillögur um stofnun þjóðgarðs eða verndar- svæðis norðan Vatnajökuls. Aðrir nefndarmenn voru Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálf- stæðisflokki, Magnús Stefánsson Framsóknarflokki, Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum og Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni. ÓMAR RAGNARSSON „Vatnajökull, frá strönd og upp á jökul á báða bóga, á bara engan keppinaut. Það er ekkert svona fyrirbæri til í heiminum.“ HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON „Kára- hnjúkavirkjun er ör á þessu svæði en við það verður að búa úr því sem komið er.“ VATNAJÖKULSÞJÓÐGARUR Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir að græna svæðið, auk Vatnajökuls sjálfs, falli undir fyrirhugaðan þjóðgarð. Þær útlínur sem hér eru dregnar eru grófar og er einungis ætlað að gefa lesendum hugmynd um líklegt umfang þjóðgarðsins. 46-47 (30-31) Vatnajökull 11.2.2005 21:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.