Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 51
12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Laugardagur FEBRÚAR Við hrósum... ... forráðamönnum handknattleiksdeildar ÍBV sem ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Félagið hefur haldið úti gífurlega öflugu handboltastarfi undanfarin ár þrátt fyrir að eiga lítið bakland í íslenskum leikmönnum. Dýrir útlendingar hafa verið fluttir inn til að hægt sé að stilla upp almennilegu liði og verið fjármagnaðir með gríðarlegu ötulu starfi ótal sjálfboðaliða sem hafa meðal annars bakað kleinur og haldið böll til að láta enda ná saman. Það er unnið hugsjónastarf fyrir handboltann í Eyjum og fyrir það ættu handknattleiksáhugamenn að vera þakklátir. HANDBOLTI Það vakti gríðarlega at- hygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undan- úrslitum SS-bikarsins í Vest- mannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leik- menn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætl- un ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deild- ina að komast ekki í úrslit í ár. Þrjár milljónir í húfi „Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall,“ sagði Hlynur Sig- marsson, formaður handknatt- leiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í und- anúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildar- innar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður send- ur heim og Alfreð Finnsson verð- ur ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sum- ar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum lið- um. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. „Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið,“ sagði Hlynur en hann játar fús- lega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. Á við gott fótboltalið „Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna.“ Til að fólk átti sig betur á umfangi deild- arinnar þá má launakostnaður úr- valsdeildarliðs í körfubolta á Ís- landi ekki vera meiri en sex millj- ónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið tal- að um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðun- um í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. Baka kleinur „Við löbbum ekki inn i útgerð- irnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skil- ar þetta peningi í kassann,“ sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. henry@frettabladid.is GÓÐAR EN DÝRAR Birgit Engl og Sylvia Strass eru meðal þeirra atvinnumanna sem hafa leikið með ÍBV á síðustu árum. Þær héldu báðar til Þýskalands eftir gjöfult tímabil hjá ÍBV í fyrra. Fréttablaðið/Ómar Lið ÍBV kostar tugi milljóna Formaður handknattleiksdeildar ÍBV leynir því ekki að hann haldi úti at- vinnumannaliðum. Fjárhagsáætlun deildarinnar gerir ráð fyrir bikarúrslita- leik og árangri. Tap kvennaliðsins gegn Gróttu/KR í bikarnum var því mikið áfall fyrir ÍBV. ■ ■ LEIKIR  13.30 ÍR og ÍBV mætast í Austurbergi í undanúrslitum SS- bikars karla í handbolta.  13.30 Stjarnan og ÍBV mætast í Ásgarði í DHL-deild kvenna í handbolta.  13.30 FH og Haukar mætast í Kaplakrika í DHL-deild kvenna í handbolta.  14.00 Drangur og ÍA mætast í Vík í 1. deild karla í körfubolta.  14.00 Víkingur og Grótta/KR mætast í Víkinni í DHL-deild kvenna í handbolta.  14.00 Stjarnan og Breiðablik mætast á Stjörnuvelli í Faxaflóamóti kvenna í fótbolta.  15.00 Höttur og Ármann/Þróttur mætast á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfubolta.  16.15 Valur og Fram mætast í Valsheimilinu í DHL-deild kvenna í handbolta.  16.15 Grótta/KR og HK mætast á Seltjarnarnesi í undanúrslitum SS- bikars karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.35 NBA-boltinn á Sýn. Útsending frá leik Cleveland Cavaliers og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta.  12.05 Upphitun á Skjá einum.  12.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.50 Meistaramót Íslands í glímu á RÚV.  13.05 Handboltakvöld á RÚV.  13.05 NBA – bestu leikirnir á Sýn. Sýnt frá leik Los Angeles Lakers og Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta árið 1980.  13.30 Bikarkeppnin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikars karla í handbolta.  14.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  14.45 Landsleikur í fótbolta á Sýn. Útsending frá vináttulandsleik Englands og Hollands í fótbolta.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Birmingham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  15.05 Opna breska meistaramótið í golfi 2004 á RÚV.  16.05 Bikarkeppnin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Gróttu/KR og HK í undanúrslitum SS-bikars karla í handbolta.  16.25 Sterkasti maður heims 2004 á Sýn.  16.55 Inside the US PGA Tour 2005 á Sýn. Sýnt frá bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Bolton og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.20 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Tottenham og West Brom í enska bikarnum í fótbolta.  19.25 World Supercross á Sýn.  20.20 Fótbolti um víða veröld á Sýn.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Valencia og Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  23.00 Hnefaleikar á Sýn. Út- sending frá bardaga Jermains Taylor og William Joppy í desember 2004. Sigurður Bjarnason spáir í spilin fyrir leikina tvo í undanúrslitum SS-bikarsins: ÍBV og HK fara í úrslitaleikinn HANDBOLTI Fyrri undan- úrslitaviðureignin í dag fer fram í Austur- bergi, þar sem heima- menn í ÍR taka á móti Eyjamönnum, og hefst leik- urinn klukk- an 13.30. „Þetta verður örugglega mjög skemmtilegur leikur. ÍBV er með mjög sterkt lið sem hefur leikið vel undanfarið, eins og sást á sigri á Val á dögunum. ÍR-ingar eru auðvitað til alls líklegir, en ég held að Eyjamenn séu með sjálfs- traustið í lagi til að klára þennan leik. Þeir eru með ljóm- andi skemmtilega unga stráka úr Eyj- um sem eru að leika vel og svo eru þeir með sterka útlendinga. Það vegur þungt fyrir ÍR-liðið að vera á heimavelli en ég held samt að ÍBV sé á það mikilli siglingu þessa dagana að liðið taki þetta,“ sagði Sigurður. Í hinni undanúrslitaviðureign- inni mætast Grótta/KR og HK á Seltjarnarnesi, en flautað verður til leiks klukkan 16.15. Sigurður gerir ráð fyrir að gestirnir séu mun sigurstranglegri. „HK-liðið er geysisterkt og þar sem Grótta/KR hefur verið að dala nokkuð undanfarið sé ég liðið einfaldlega ekki ná að leggja HK. Ég spái HK-mönnum áfram þar. Þeir eru með frábæra útlendinga og sterka liðsheild,“ segir Sigurð- ur Bjarnason, fyrrum landsliðs- maður í handknattleik. Ef spá Sigurðar gengur eftir verða það því ÍBV og HK sem mætast í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll laugardaginn 26. febrúar næstkomandi. -bbHlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Aldrei fleiri áfangastaðir! Netverðdæmi Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Sumar Plús 2005 SIGURÐUR BJARNA- SON Spáir HK og ÍBV sæti í bikarúr- slitum í hand- boltanum. ÚTLENDINGAR HJÁ ÍBV Karlalið Andrija Adzic skytta Tita Kalandadze skytta Robert Bognar skytta Kvennalið Anastasia Patsiou hornamaður Darinka Stefanovic línumaður Florentina Grecu markvörður Zsofia Pasztor skytta Ana Perez skytta Tatjana Zukovska skytta 50-51 (34-35) sport 11.2.2005 20.07 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.