Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 54
53LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 Hljómsveitin Skítamórall hefur verið að undirbúa nýja plötu sem væntanlega mun koma út í vor. Sveitin hefur verið í hljóðveri með jöfnu millibili frá því í haust og hefur sú vinna gengið vel. Nýtt lag er síðan væntanlegt í útvarps- spilun eftir tvær til þrjár vikur. „Við ákváðum að leyfa jólasleninu að renna af okkur en erum komnir til baka núna á fullt blast,“ segir Gunnar Ólason, gítarleikari og söngvari sveitar- innar. „Við erum búnir að vera jafnt og þétt í stúdíói og stefnum að því að platan komi út í vor. Þetta hefur gengið mjög vel og það sem er komið inn lofar alla vega góðu,“ segir hann. Tími kominn á nýja plötu Nýja platan, sem hefur ekki enn fengið nafn, verður fyrsta breiðskífa Skítamórals í sex ár en í millitíðinni gáfu þeir félagar út safnplötu þar sem tvö ný lög var að finna. Gunnar játar að tími hafi verið kominn á nýja plötu. „Menn eru búnir að vera að sanka að sér efni síðan 1999 þannig að það ætti nú eitthvað að vera til í handrað- anum.“ Sigurjón Brink, gítarleik- ari og söngvari The Flavors, mun einnig eiga nokkur lög á plötunni auk þess sem verið er að skoða lög frá fleiri höfundum þessa dagana. „Við ætlum að ná góðri, heil- steyptri plötu sem mun að öllum líkindum líða bara vel í gegn,“ segir hann. Blendnar tilfinningar Þeir Skítamóralspiltar eru orðnir fjórir því Einar Ágúst Víðisson, sem hefur verið helsti söngvari sveitarinnar, er hættur. Vegna persónulegra vandamála þurfti hann að draga sig í hlé og vinna úr sínum málum. „Þetta eru blendnar tilfinningar en við höf- um nú verið fjórir saman frá ár- inu 1989 og vitum svo sem alveg hvernig það er,“ segir Gunnar um brotthvarf Einars Ágústs, sem kemur hvergi við sögu á nýju plöt- unni. „Það er allt gott að frétta af honum. Hann dró sig í hlé frá bandinu í haust og er ekki með í dag. Svo verður bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Gunnar mun því sjá alfarið um sönginn í fjarveru Einars. „Kemestría“ sem virkar Það verður nóg að gera hjá Skíta- móral á næstunni því fyrir utan gerð nýrrar plötu hefur sveitin verið bókuð á böll fram yfir páska. Aðspurður um ástæðuna fyrir þessum miklu vinsældum ár eftir ár segir Gunnar að Skíta- mórall virðist hafa einhverja „kemestríu“ sem sé að virka. „Við reynum líka að hamra járnið meðan það er heitt. Við erum með- vitaðir um hvað við erum að gera og reynum að skila þessu sem best frá okkur,“ segir hann. Stund- um hefur verið talað um að ein- hver kergja hafi verið innan Skítamórals í gegnum árin og þess vegna hafi hún ekki náð að starfa samfleytt í öll þessi ár. „Það er ekkert til í því. Þetta er bara samstaða og eining, allir í góðum fíling. Það er bara drífandi í þessu bandi,“ segir Gunnar ákveðinn. Fyrsta ball Skítamórals síðan á Brodway á annan í jólum verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi, heimabæ strákanna, í kvöld. Þetta verður jafnframt fyrsti dansleik- urinn þar í bæ síðan um áramótin. freyr@frettabladid.is Fyrsta plata Skíta- mórals í sex ár Einar Ágúst Víðisson, sem nú er hættur í Skítamóral, byrjaði í sveitinni árið 1997 eftir að Karl Þór Þorvaldsson tók pokann sinn. Einar fór strax að láta að sér kveða sem söngvari og gítar- leikari. Árið 1998 kom út platan Ná- kvæmlega, sem náði gullsölu enda hafði hún að geyma marga slagara, þar á meðal hið vinsæla Farin eftir Einar Bárðarson. Árið eftir kom út platan Skítamórall og þar átti Einar meðal annars lögin Hey þú og Fljúgum áfram, sem bæði slógu í gegn. Árið 2000 söng Einar Ágúst í Eurovision ásamt Telmu Ágústsdóttur og náðu þau 12. sæti. Eftir að Skítamórall hætti skömmu síðar söng Einar meðal annars með Greifunum, sigraði í keppninni Landslagið og stofnaði síðan hljómsveitina Englar. Árið 2002 kom Skítamórall aftur sam- an og hefur verið starfandi allar götur síðan, en nú er enginn Ein- ar Ágúst með í för. Einar er farinn SKÍTAMÓRALL Hljómsveitin Skítamórall hefur verið í hljóðveri frá því í haust. Ný plata er væntanleg í vor. EINAR ÁGÚST Einar Ágúst Víðisson í góðum gír með Skítamóral áður en hann hætti í sveitinni. SKÍTAMÓRALL Gunnar Ólason – Söngur og gítar Arngrímur Fannar Haraldsson – Gítar Jóhann Bachmann Ólafsson – Trommur og söngur Herbert Viðarsson – Bassi SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 52-53 (36-37) skrípó 11.2.2005 21:59 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.