Fréttablaðið - 12.02.2005, Page 56
LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 39
Myndasýning og ferðalýsingar:
Frá kl. 14.00-15.30
Slóvakía í “hefðbundnum” og “léttum” takti
Dolomitafjöll og Toscana í “hefðbundnum”, “léttum” og “takti sælkerans”
Frá kl. 15.30-17.00
Mallorca í “hefðbundnum”, “blómstrandi” og “spænskum” takti
Pyreneafjöll í “hefðbundnum” takti
Krít í “hefðbundnum” og “léttum” takti
Thuringen í “léttum” takti
Kynningarfundur um gönguferðir erlendis
Verður haldinn sunnudaginn 13. febrúar frá kl. 14.00-17.00
í Tjarnarsal Ráðhússins.
Nafn: Jómbi.
Starf: Stílisti hjá Zöru.
Uppáhaldshönnuðir? Alexander McQueen, Hedi Slimane og
Dolce & Gabbana.
Uppáhaldslitirnir? Mér finnst allir litir fallegir.
Hvernig flíkur heilla þig mest? Ég er veikastur fyrir bolum.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Síðast keypti ég mér gallabux-
ur frá Bluestar, sem er undirmerki frá Levi's, og pólóbol í Zöru.
Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vorið? Ég er að hugsa um að
sanka að mér fleiri pólóbolum og mjög flottum ljósum gallabux-
um úr léttu gallaefni.
Uppáhaldsverslun? Verður maður ekki að segja Zara?
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er svo
misjafnt. Stundum eyði ég engu og stundum miklu meira.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Í augnablikinu get ég ekki
verið án úlpunnar minnar.
Uppáhaldsflík? Gömlu fermingarfötin hans afa.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Buffalo-skór, þá var ég
ungur og vitlaus.
Buffalo-skór mesta tískuslysið
Hugsaðu vel um kroppinn á nýja árinu og
njóttu þess að dekra við hann. Það er alls
ekki vitlaust að hafa fastan dekurdag í
hverri viku. Nýja möndlulínan frá
L'occitane er himnesk þegar kemur að
dekri. Hún fyllir vitin af svo ljúffengri
angan að mann langar helst til að drekka
sturtusápuna og smyrja húðskrúbbinu
ofan á brauð. Byrjaðu á því að fara í bað
eða sturtu og þvoðu líkamann hátt og lágt
upp úr sturtuolíunni. Svo skaltu bera á þig
húðskrúbb og nudda vel á lærin, magann
og rassinn. Þegar þú kemur upp úr baðinu
er viðeigandi að bera á sig möndluhúð-
mjólkina, leggjast upp í rúm og hugleiða
um stund. Möndluvörurnar styrkja húðina
og mýkja yfirborðið ásamt því að auka
teygjanleika hennar. Þær henta því bæði
þunguðum konum sem öðrum.
Möndludraumur
54-55 (38-39) tíska 11.2.2005 20.13 Page 3