Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 1
● ástin snýst gegn sjálfri sér Nýtt leikrit: ▲ SÍÐA 36 Brotið frumsýnt í kvöld ● mun þjálfa fh næsta vetur Aðalsteinn Eyjólfsson: ▲ SÍÐA 42 Fær engin laun og er á leið heim MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR HK MÆTIR VAL Þrír leikir verða í DHL-deild karla. Þór tekur á móti ÍR klukkan 14. KA mætir ÍBV klukkan 16 og Valur sækir HK heim klukkan 16.30. Tveir leikir verða í DHL-deild kvenna klukkan 13.30: FH – Grótta/KR og Valur – ÍBV. DAGURINN Í DAG 19. febrúar 2005 – 48. tölublað – 5. árgangur STÝRIVEXTIR HÆKKAÐIR Seðla- bankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð um að verðbólg- an mælist nú yfir þolmörkum. Sjá síðu 2 FÁ AUKINN BYGGÐAKVÓTA Út- gerðarfélög í Sandgerði ganga í aðildarfélag og greiða í það fé til að fá úthlutað byggðakvóta. Féð er geymt á reikningi sem er á kennitölu bæjarstjórans. Sjá síðu 2 BÆRINN LEIGÐI ÓSAMÞYKKT HÚSNÆÐI Félagsmálastofnun Hafnarf- jarðar leigði herbergi fyrir skjólstæðinga sína í nokkra mánuði í haust í ósamþykktu húsnæði. Sjá síðu 4 ÁRALANGRI BARÁTTU LOKIÐ Móðir langveiks drengs fagnar samþykkt ríkisstjórnarinnar um greiðslur til foreldra langveikra barna. Hún hefur um árabil barist fyrir framfærslueyri fyrir son sinn og sig. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Þóra Guðmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ánægð með 250 hestöflin ● bílar 68% 51% Dagblaðalestur á laugardögum* *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, nóv. 2004. VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA BJARTVIÐRI ÞÓ SÍST SUÐ- VESTAN OG VESTAN TIL. Úrkomu- laust. Hlýnar síðdegis og í kvöld fyrst um suðvestanvert landið. Sjá síðu 4. Latibær verður bráðum sýndur í Þýskalandi: Vígi pönkkynslóðar- innar brunnið SÍÐA 26 ▲ Áfram Faulstadt SÍÐA 28 ▲ Skiptistöðin í Kópavogi: ● Tökum á breskri sjónvarpsmynd lokið Gaui litli: ▲ SÍÐA 42 Einkabílstjóri Nighy og Biggs Glitský: Sjaldgæf í borginni VEÐURLAG Glitský sáust yfir Reykjavíkurborg í gærmorgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur segir óvanalegt að sjá glitský á sunnanverðu landinu en ekki sé nema um mánuður síðan þau sáust síðast. Sigurður segir glitský vera ís- kristalla sem myndast í gríðar- legu frosti í um 25 til 30 kílómetra hæð í háloftunum. „Þegar sólargeislarnir lenda á þeim brotnar ljósið í sitt litróf sem er rauður, gulur, grænn og blár,“ segir Sigurður. Á morgun þykknar upp og hlýnar samkvæmt spá Sigurðar: „Það eru því litlar líkur á að sjá glitský hér hjá okkur í borginni.“ Sigurður segir mun algengara að glitský myndist á norðanverðu landinu. Veðurlag sé eins og flestir viti annað á því sunnanverðu og úrkoma mun meiri. „Það veldur því að íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki sömu möguleika og hinir,“ segir Sigurður. - gag ROWHANI OG PÚTÍN Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fundaði með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarn- orkumála í Íran. Rússar með Írönum: Styðja kjarn- orkuáætlun MOSKVA, AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranar séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa til við að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bus- hehr í suðurhluta Írans. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur sakað Írana um að vera að þróa kjarnorkuvopn en írönsk stjórnvöld þvertaka fyrir það. Íranskir ráðamenn segja að kjarnorkuáætlunin snúist um raf- orkuframleiðslu, ekki vopnafram- leiðslu. Rússar ætla að sjá Írönum fyrir kjarnakleyfum efnum en úr þeim er unnin orka í kjarnakljúfum. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að þegar kjarnakljúfurinn í Bushehr verði kominn í gagnið geti írönsk stjórnvöld hafið framleiðslu á plútóníum sem nota má til vopna- framleiðslu. ■ FÍKNIEFNI Að minnsta kosti sjö Ísl- endingar eru í haldi í útlöndum vegna stórfelldra fíkniefnabrota. Samtals voru mennirnir teknir með 105 kíló af fíkniefnum eða 80,5 kíló af hassi, 3,5 kíló af kókaíni, eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana. Fjórir þeirra eru í haldi í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. 25 ára íslenskur karlmaður var tekinn með þrjátíu kíló af hassi í Þýskalandi 2. febrúar síðastliðinn. Hann var tekinn í Nordhorn á hrað- braut sem liggur á milli Hollands og Þýskalands. Hann var á Volks- wagen Golf með dönskum skrán- ingarnúmerum. Ekkert fannst við leit á honum og farangursgeymsla bílsins var tóm. Í aftursætinu voru aftur á móti nokkrar töskur þar sem hassið var falið. Maðurinn hef- ur áður komið við sögu lögreglu. Í byrjun október á síðasta ári var hann dæmdur í sex mánaða fang- elsi. Hann var tekinn í Leifsstöð með um 140 grömm af kókaíni. Helmingur refsingarinnar var skil- orðsbundinn. Hann hefur einnig verið fundinn sekur um líkamsárás og skjalafals. 36 ára Íslendingur var tekinn í Padborg í Danmörku í síðustu viku með 35 kíló af hassi. Hann var að koma yfir landamærin frá Þýska- landi en hann keypti hassið í Hollandi. Sá hefur eitthvað komið við sögu íslensku lögreglunnar en mjög lítið síðustu ár. Þá var 24 ára maður tekinn í Malmö í Svíþjóð 18. janúar með tvö kíló af hassi í bíl sínum. Hann var að koma frá Dan- mörku. Maðurinn hefur komið lítil- lega við sögu lögreglu hér á landi. Í september sinnti hann ekki stöðv- unarmerkjum við eftirför lögreglu og nam ekki staðar fyrr en hann ók á ómerkta lögreglubifreið. Hann var ölvaður og hafði fíkniefni undir höndum. Annar 24 ára íslenskur maður var tekinn með tíu kíló af hassi í Wiesbaden í Þýskalandi. Hann hefur aðeins komið við sögu lögreglu vegna umferðarlagabrota. Tveir úr áhöfn Hauks ÍS voru teknir í Bremerhaven í Þýskalandi með 3,5 kíló af kókaíni og 3,5 kíló af hassi í fórum sínum. Mennirnir eru 38 og 51 árs og voru þeir úrskurðað- ir í sex mánaða gæsluvarðhald. Þeir eru enn í einangrun. Sá sjöundi hefur verið í haldi lögregluyfirvalda í Hollandi síðan í september. Hann var handtekinn í tengslum við stærsta fíkniefnamál síðasta árs á Íslandi. Á heimili mannsins í Hollandi fundust tutt- ugu kíló af maríjúana og eitt kíló af amfetamíni. Hann hefur setið í fangelsi þar í landi fyrir að reyna að smygla sextán kílóum af kókaíni frá Karabíska hafinu. - hrs SJÖ ÍSLENDINGAR SITJA Í GÆSLUVARÐHALDI Í ÚTLÖNDUM Fjórir þeirra eru í haldi í Þýskalandi, en hinir í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. GLITSKÝ YFIR HÖFUÐBORGINNI Samkvæmt Veðurstofunni hefur verið óvenjukalt í heiðhvolfinu á norðurhjaranum í vetur. Kjörskilyrði séu því til myndunar glitskýja. Kuldinn þurfi að ná mínus sjötíu til mínus níutíu gráðum á celsius. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Með 105 kíló af fíkniefnum Á fimm mánuðum hafa að minnsta kosti sjö Íslendingar verið teknir með samtals 105 kíló af fíkniefnum í útlöndum. Flestir hafa þeir áður komið við sögu lögreglu. Fjórir eru í varðhaldi í Þýskalandi. 01 Forsíða 18.2.2005 22:26 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.