Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 7
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Formaður menntaráðs Reykjavíkur: Ræða þarf framtíð trúarlegra skóla GRUNNSKÓLAR Í umræðum í borg- arstjórn um hlutverk og stöðu einkarekinna skóla í borgarstjórn viðraði Stefán Jón Hafstein, for- maður menntaráðs Reykjavíkur- borgar, hugmyndir um hvernig breyta megi einkareknum skólum í borginni. Sagði hann meðal ann- ars um Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af aðventistum, að hann væri rekinn á trúarlegum fors- endum og ræða þyrfti stöðu borg- arinnar gagnvart slíkum skólum. „Hvert er svar okkar, komi til þess að félag múslima óski eftir að reka skóla á sínum forsendum í Reykjavík, eða skólar annarra trúarhópa?“ Jón Karlsson, skólastjóri Suð- urhlíðarskóla, sagði að hann hefði ekki fundað með Stefáni Jóni um breytingar á rekstri skólans, né heldur um trúarlegar forsendur hans. „Við búum í kristnu þjóð- félagi og það er undarlegt ef á að refsa fólki fyrir að setja kristni í öndvegi,“ sagði Jón. Stefán Jón segir að með þess- um orðum hafi hann ekki verið að taka efnislega afstöðu eða beina orðum sínum gegn Suðurhlíðar- skóla. Hann hafi verið að tala út frá sænsku reynslunni. Þar hafi myndast heitar umræður um sér- trúarskóla þar sem börn væru að einangrast í menningarkimum, en slíkt þurfi að ræða hér á landi út frá fjölmenningarstefnu. - ss Konur á íraska þinginu: Hærra hlutfall en á Íslandi ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosn- ingarnar í Írak á Alþingi að hlut- fall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga. „Konur hér eru 30,2 prósent, karlar eru 70 prósent. Við stönd- um okkur því verr en Írakar varð- andi hlutfall kvenna á þingi. Það er betra hlutfall kvenna á þingum meðal annars á Kúbu, Spáni, Kosta-Ríka, Argentínu, Rúanda, Suður-Afríku og í Írak en er á Ís- landi,“ sagði Siv. „Það er góðra gjalda vert að ræða kosningarnar í Írak á Al- þingi Íslendinga,“ sagði Ögmund- ur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „En ég vek athygli á því að Alþingi er meinað að fá upplýs- ingar um aðkomu ríkisstjórnar Ís- lands að innrásinni í Írak en máls- hefjandi í þessari umræðu var á meðal þeirra sem greiddu at- kvæði gegn því að leynd yrði aflétt af gögnum um það mál,“ sagði hann. - sda Sími: 444 4000 www.icehotels.is GÓ‹UR FUNDUR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 8 7 Á ICELANDAIR HOTELS finnur flú frábæra fundara›stö›u sem hentar fyrir fundi af öllum stær›um og ger›um. Vi› bjó›um fyrsta flokks tæknibúna›, sérfljálfa› starfsfólk og umgjör› vi› hæfi. Veri› velkomin! Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Hamar • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› SUÐURHLÍÐARSKÓLI Stefán Jón Hafstein vill ræða hver stefna borgarinnar eigi að vera varðandi sértrúarskóla. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Þingmaður Framsóknar- flokksins segir stöðu kvenna á þingi bága. 08-09 18.2.2005 18:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.