Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 2
2 19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Seðlabankinn berst gegn verðbólgu: Stýrivextir hækkaðir í 8,75 prósent VIÐSKIPTI Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prós- entustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í tilefni þess að verðbólgan mæl- ist nú yfir þolmörkum peninga- málastefnunar. Stýrivextirnir eru nú 8,75 prósent. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að með að- gerðum Seðlabankans sé horft langt fram í tímann og að vaxta- hækkun nú sé til þess gerð að draga úr verðbólguþrýstingi á næsta ári. Hann segir að nokkurn tíma taki þar til vaxtahækkanir Seðlabankans hafi áhrif á lang- tímavexti en áhrifin á skamm- tímavexti séu skjótvirkari. Þetta þýðir að skammtímalán eins og yfirdráttur og kreditkortalán verða dýrari. „Verðbólguhorfurnar eru enn þannig að við teljum að það þurfi að herða frekar að. Í fyrsta lagi til að ná verðbólgunni aftur niður fyrir þolmörkin, sem við gerum ráð fyrir að geti orðið í sumar, og svo að koma henni niður fyrir verðbólgumarkmiðið sem við von- um að geti gerst á næsta ári,“ seg- ir Birgir Ísleifur. Helsta ástæða verðbólgunnar nú er mikil hækkun á verði íbúð- arhúsnæðis. Innfluttar vörur, utan áfengis og tóbaks, hafa hins vegar lækkað lítillega í verði á síðustu tólf mánuðum. - þk Fíkniefni finnast í Hafnarfirði og Garðabæ: Fimm handteknir og þrjú mál upplýst LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Hafnar- firði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkni- efnamálum í fyrrinótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af am- fetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangaklefa. Málið er upplýst og mönnunum hefur verið sleppt. Lögreglunni barst svo til- kynning um ósætti fyrir utan iðnaðarhús og þegar hún kom á vettvang fundu þeir eins metra háa kannabisplöntu sem ræktuð var þar innan dyra. Tveir menn voru handteknir. Á Arnarnesi í Garðabæ fannst svo töluvert magn af kannabisefnum og amfetamíni í húsi sem lögreglan hafði verið að fylgjast með vegna grun- semda. Einn maður var handtek- inn. Samanlagt voru því fimm manns handteknir og þrjú óskyld mál upplýst þessa nótt í Hafnarfirði og Garðabæ. Töluvert hefur verið um inn- brot í Hafnarfirði að undan- förnu en lögreglan vill ekkert um það segja hvort tengsl séu á milli þessara tíðu innbrota og fíkniefnamálanna. - jse Bæjarstjórinn leggur kennitöluna að veði Útgerðarfélög í Sandgerði ganga í aðildarfélag og greiða í það fé til að fá út- hlutað byggðakvóta. Féð er geymt á reikningi sem er á kennitölu bæjarstjór- ans áður en það er nýtt til að auka kvóta í bæjarfélaginu. Heiðar Ásgeirsson: Minnihluti er sáttur SANDGERÐI Heiðar Ásgeirsson, bæjarfulltrúi í Sandgerði, segir minnihlutann hafa leitað skýr- inga á því hvers vegna kennitala bæjarstjóra væri á bak við reikning aðildarfélags um byggðakvóta. Skýring meirihlutans, að sögn Heiðars, sé sú að ekki sé rekstur í kringum félagið. Innan íþrótta- hreyfingunnar sé til dæmis þekkt að félag sem ekki er með rekstur stofni reikning í nafni forsvarsmannsins. Heiðar segir sátt um að auka aflamark bæjarfélagsins. Hins vegar sé hann ekki sáttur við að aðildarfélagið sé sagt einkamál þeirra sem að því standa. - gag Fasteignalán: 3 milljarðar í stimpilgjöld FASTEIGNALÁN Umsvif nýrra fast- eignalána á síðasta ári eru um 200 milljarðar. Sum þessara lána voru endurfjármögnun, en þar sem stofnað var til nýrra skuldabréfa þarf að greiða stimpilgjald af þeim. Undantekning er ef um við- bótarlán er að ræða, þá þarf ekki að greiða stimpilgjald. Miðað við þessar tölur má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna stimpil- gjalda á fasteignalánum hafi ver- ið um þrír milljarðar, en slíkt gjald er 1,5 prósent af heildarupp- hæð bréfanna. Í svari við fyrirspurn Margrét- ar Frímannsdóttur á alþingi, kom fram að fjármálaráðuneytið áætl- ar fjögurra milljarða tekjur af stimpilgjöldum vegna fasteigna- kaupa. Í þeirri tölu er hluti tilkom- inn vegna þinglýsingar á kaup- samningum. - ss A‹E INS ÖR FÁI R B ÍLA R E FTI R Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is SKIPT_um væntingar SKIPT_um gír FEBRÚARTILBO‹ Á NISSAN Listaver›: 1.940.000 kr. Tilbo›sver›: 1.749.000 kr. Afsláttur: 191.000 kr. NISSAN ALMERA 21.133 kr. á mán.* SPURNING DAGSINS Ásgeir, þið hafið nú verið nýj- ungagjarnir þarna hjá Strætó með aflgjafa, en er þetta ekki full langt gengið? Við erum sjóðheitir hjá Strætó. Eldur kom upp í vél strætisvagns sem ók Sæ- brautina á fimmtudag. Í nýjum og stækkandi bíla- flota Strætó bs. eru fyrstu vetnisknúnu vagnarnir. Miklar breytingar eru framundan hjá Strætó bs. undir stjórn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmda- stjóra. Þar á meðal er gjörbreytt leiðakerfi. Landmannaleið: Lést í vélsleðaslysi BANASLYS Maður lést þegar hann fór fram af hengju á vélsleða á Landmannaleið um miðnætti að- faranótt föstudags. Félagi mannsins kallaði strax eftir hjálp. Björgunarsveita- menn frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveit Hellu komu á staðinn uppúr klukkan tvö ásamt þyrlu Landhelgisgæslunn- ar sem einnig var kölluð út. Var þá staðfest að maðurinn væri lát- inn. Þyrlan sneri þá við en hinn látni var fluttur til byggða með björgunarsveitum. -jse Síminn og Landsvirkjun: Síminn kaup- ir í Fjarska VIÐSKIPTI Síminn kaupir sex af tólf pörum í ljósleiðarastreng Fjarska milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. Jafnframt kaupir Sím- inn fjórðungshlut í Fjarska. Á sama tíma var tilkynnt að Síminn muni sjá um almenna símaþjón- ustu fyrir Landsvirkjun. Ekki er gefið upp hvert kaup- verð er á hlutnum í Fjarska eða fyrir ljósleiðarastrenginn. Um miðjan janúar sagði Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, í bréfi til borgarstjóra að hlutafé í Fjarska árið 2001 hefði verið 250 milljónir. Uppsafnað tap af rekstrinum hefði verið tæpar 15 milljónir. Miðað við að það hlutafé Fjarska haldi, er kaupverð Sím- ans á fjórðungshlut í fyrirtækinu um 60 milljónir. Þar er ekki inni- falið verð á ljósleiðurum. - ss SANDGERÐI Til að auka aflamark í Sandgerði stóð bæjarstjórnin að stofnun aðildarfélags sem veitir útgerðum byggðakvóta gegn greiðslu í félagið. Féð er geymt á bankareikningi sem er á kenni- tölu bæjarstjór- ans þar sem það er ekki skráð og því án kennitölu. Sjóðurinn er not- aður til kaupa eða leigu á kvóta frá útgerðum utan bæjarins. Hann er síðan skráður á báta þeirra sem eiga aðild að félaginu. Sigurður Val- ur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að félagið hindri að kvótinn hverfi úr bæjarfélaginu og efli byggð í S a n d g e r ð i : „Engu sveitarfélagi hefur áður tekist að koma bæði stóra kerf- inu, litla kerfinu og fiskverkend- um að borðinu til að takast á við framtíðina.“ Aðildarfélagið um byggða- kvótann var stofnað árið 2003. Meginregla þess er að við hvert úthlutað tonn byggðakvóta þurfa útgerðir að greiða sem nemur leigu á hálfu tonni til félagsins. Þeim er landað í Sandgerði auk sama magns af eigin kvóta eða leigðum. Þannig skilar fimm tonna byggðakvótaúthlutun sér í löndun fimmtán tonna í Sandgerði. Enginn kvóti hefur hins vegar verið keyptur síðan s a m s t a r f i ð hófst en kvóti hefur verið leigður fyrir minni útgerð- irnar. S i g u r ð u r segir vand- kvæði hafa komið upp vegna samn- ingsins. Breyta þurfi þremur ákvæðum hans. Ákvæði um að 75 prósent þeirra sem séu í félaginu þurfi að samþykkja inngöngu nýrra félaga stangist á við lög um úthlutun byggðakvóta. Eins gangi ekki að nýir félagsmenn þurfi að greiða hærra gjald. Ekki sé heldur hægt að verða við því að reikningar og fundargerðir liggi frammi fyrir öllum á bæjarskrifstofunni. Sigurður segir aðalbókara bæ- jarins sjá um reikninga aðildar- félagsins og endurskoðandi fari yfir þá. „Ég hef hins vegar á tveimur fundum spurt hvort ein- hverjir aðrir vildu lána kennitöl- una sína,“ segir Sigurður. Menn treysti hins vegar engum betur. Fari hann ekki vel með peningana sé mann- orðið fokið. gag@frettabladid.is ,,„Við erum með þessu móti að gera mönn- um sem eiga engan kvóta hægt og bítandi kleift að eignast kvóta og verða þar að leiðandi ekki leigu- liðar alla tíð.“ Samstarfssamningur um byggðakvóta var gerður 20. febrúar 2003. Að hon- um standa Sandgerðisbær, fiskvinnslur í bænum og þær útgerðir sem þess óska og hafa heimahöfn í Sandgerði. Samningurinn kallast Joint Venture Agreement. Gildistími hans er ótíma- bundinn. Útgerðum er heimilt að segja honum upp með árs fyrirvara og fá þær þá 90 prósent af því verðmæti sem þær eru skráðar fyrir innan fé- lagsins. Þær útgerðir sem eftir sitja eiga forkaupsrétt á kvótanum sem keyptur hefur verið. SIGURÐUR VALUR ÁSBJARNARSON Segir að hann fái engin laun vegna aðildarfélags um byggðakvótann. Allir pen- ingar sem fari inn á reikn- inginn séu skráðir í eigu við- komandi útgerða auk vaxta að frádregnum þeim skatti sem ríkið taki. AL-KHADIMAIN MOSKAN Árás var gerð við moskuna al-Khadimain í Bagdad. Ashoura-trúarhátíðin: Ráðist á síja-múslíma ÍRAK, AP Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisn- armanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. Mannfallið í Írak í gær er hið mesta síðan þingkosningar fóru fram í landinu um síðustu mán- aðamót. Tvær árásanna voru gerðar þegar bænahald stóð yfir í moskum síja-múslíma. Mouwaffaq al-Rubaie, þjóðar- öryggisráðgjafi Íraka, segir hryðjuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi standa á bak við árásirnar. Súnní-múslímar gerðu einnig fjöldamargar árásir þegar Ashoura-trúarhátíðin stóð yfir í fyrra. Þá lét 181 lífið. ■ SANDGERÐI VERÐBÓLGAN YFIR ÞOLMÖRKUM Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í gær þar sem farið er yfir ástæður þess að verðbólgan er nú 4,5 prósent. Það er hærra en stjórnvöld telja ásættanlegt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 02-03 18.2.2005 22:07 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.