Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 36
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR DAGBLAÐIÐ VÍSIR 42. TBL. – 95. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005] VERÐ KR. 295 Íslendingar í ÍraksstríðiForeldrar viljabörnin sín heim Ofvirkur milljarða- mæringur af Skaganum: Gerir stórmynd um Zidane Bls. 14-15 Linda Ásgeirs leikkona fann stóru ástina: Solla stirða ástfangin og ófrísk Bls. 22-23 MEGRUNARÁTAK DV: Hvað vilja konurnar á konudaginn? Jakob Frímann æfurDótturinni meinaðuraðgangur að skólaballi Bls. 55 Valli litli dottinn í þunglyndi Bls. 18 Linda Ásgeirs leikkona fann ástina Solla stirða ástfangin og ófrísk Þegar áhrifa hins aggressíva pönktímabils gætir orðið hressilega í tíðaranda nýrrar aldar, brennur ástsælasta vígi pönkkynslóðarinnar til ösku. Í daglegu tali var hún kölluð Skiptistöðin, en andrúmið minnti á neðanjarðarlestakerfi stórborganna. „Skiptistöðin var staður ungling- anna í Víghólaskóla en mikill rígur var á milli austurs og vesturs,“ segir fyrrverandi Víghólapönkar- inn Hróbjartur Guðmundsson, nú kennari við Menntaskólann í Reykjavík. „Þarna héngu krakkar á bekkjum undirganganna og í loft- inu lágu skilaboð þess efnis að Vesturbæingar mættu ekki koma yfir brýrnar án þess að vera lamd- ir. Hinn almenni borgari var smeykur að labba í gegn, enda oft gerð hróp að fólki, ekki síst ef menn sáu að einhver var hræddur. Þá var gert í því að hræða menn enn meira með því að skyrpa í átt að þeim og vera með stæla, sem ég gerði náttúrlega aldrei,“ segir hann sakleysislegur í röddinni. „Þarna héldu villingarnir til; allavega voru þetta ekki sunnudagaskólakrakk- arnir í Kópavogi.“ Hróbjartur segir blómatíma Skiptistöðvarinnar hafa verið á ár- unum fyrir 1984, en þá var félags- miðstöðin Agnarögn opnuð og orð- inn til fastur samastaður unglinga. „Áður var Skiptistöðin óopinber fé- lagsmiðstöð og ekkert eftirlit lengst af. Seinna hafði Óli húsvörð- ur auga með Skiptistöðinni, en hann var duglegur að spjalla við krakkana og ágætis kall sem tölti niður í göngin og lagði okkur lífs- reglurnar.“ Hitler í strætó Skiptistöðin var vinsæll staður til partístands áður en haldið var með strætó niður á Hallærisplan um helgar. Stundum sauð upp úr og menn slógust, pönkbönd úr Víg- hólaskóla lögðu á tónlistarráðin, menn byrjuðu að reykja og ástin kviknaði og dó. Gunnar Hjálmars- son tónlistarmaður, aka Dr. Gunni, var einn þeirra sem oft kom við á Skiptistöðinni. „Þarna var mikið krotað á veggi og sniffað á árunum 1980 til 1983, enda tískan þá. Það var ekkert við að vera fyrir okkur unglingana og þótt maður heyrði um Fellahelli var langt að fara upp í Breiðholt. Vitaskuld var ansi óvistlegt í göng- unum; þarna blés í gegn og menn sátu í kulda og trekki. Stóð víst alltaf til að gera þarna klósett og huggulega þjónustu, en það voru bara orðin tóm í áratugi.“ Tvíhöfðinn Sigurjón Kjartans- son kynntist göngunum vel þegar hann fluttist á unglingsaldri í Kópavoginn. „Ég fór ekki að koma þangað reglulega fyrr en 1985, svo blóma- skeiðið var á enda runnið, en vinir mínir úr menntaskóla höfðu búið þar með annan fótinn og áttu marga hetjusöguna og ógurlega góðar minningar frá skiptistöðinni. Sjálfur man ég vel eftir Magnúsi Skarphéðinssyni keyrandi Kópa- vogsstrætó og þeim strætóstjóra sem kallaður var Hitler en gekk líka undir nafninu nasistinn. Útlit hans fittaði mjög vel við nafngift- ina, en hann var í því að veiða upp peninga þegar menn reyndu að svindla sér í strætó með rifnum, upprúlluðum tíkallsseðli; kominn með greiðuna á loft til að veiða upp seðilinn og hanka menn. Maður komst ekki upp með mikið hjá hon- um. Það var svo fyrir neðan mína virðingu að þvælast í göngunum enda kominn á menntaskólaaldur- inn. Þeir sem þar héldu til voru að- allega pönkarar og göngin ansi glæpamannsleg í útliti, en ég man ekki eftir að hafa mætt öðru en gömlum konum þar niðri.“ Hugvekjandi ófögnuður Margir voru nefndir sem fasta- gestir á Skiptistöðinni; þar á meðal sagðar frægðarsögur af Fræbblun- um, en Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, segir þá fé- laga hafa lítið haldið til í göngun- um, en liðið í kringum þá þeim mun meira. Sama segir Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra, en rámar í að bróð- ir sinn, Árni Magnússon félags- málaráðherra, hafi átt sínar stund- ir þar sem unglingur í Kópavogi. „Sjálfur missti ég alveg af þessu ævintýri, en rölti þar margsinnis í gegn til að taka strætó. Hugsaði oft um skáldsögu Leós Löve um rán í Útvegsbankanum þar sem Skipti- stöðin kom við sögu og fannst skemmtileg pæling.“ Þá skrifaði leikskáldið Valgeir Skagfjörð leikritið Skiptistöðina; um ungt fólk í helgreipum eitur- lyfja á Skiptistöðinni í Kópavogi. Hann segist feginn að kveikt hafi verið í stöðinni. „Mér finnst fínt að þessi ófögn- uður hafi orðið eldinum að bráð, enda lýti á ásýnd Kópavogs frá upp- hafi. Skiptistöðin og undirgöngin eru nöturlegt umhverfi og þóttu til- valinn bakgrunnur fyrir söguna þar sem krakkar hefðu auðveldlega getað lokast inni. Þetta var mikill hangistaður þar sem unglingar sniffuðu lím og reyktu hass. Langt í frá hollt umhverfi ungu fólki.“ Til stóð að Leikfélag Kópavogs sýndi unglingaleikrit Valgeirs, Skítt með það, ofan í neðanjarðar- göngunum. „En það varð aldrei neitt úr því. Það hefði orðið of mikil þröng og óvistlegt fyrir áhorfendur, auk þess að vera óhentugt út frá eldvarnar- sjónarmiðum. Umgjörðin var spennandi, flott graffití á veggjun- um, en um þetta náðist ekki sam- staða, enda ekki góð meðmæli fyrir yfirstjórn bæjarmála að hafa þetta svona og viðkvæmt mál á þeim tíma.“ Friður og spekt Nú um helgina verða rústir Skipti- stöðvarinnar rifnar. Á dagskránni hafði verið að rífa hana til grunna. „Undanfarin ár hefur verið frið- ur um Skiptistöðina og umgengni í góðu lagi; krakkarnir gengu í lið með okkur að hafa aðstöðuna eins snyrtilega og á var kosið. Veggir ganganna eru löngu fullspreyjaðir og fyrir verkum annarra bera krakkarnir virðingu,“ segir Þór- hallur P. Halldórsson deildarstjóri hjá Strætó sem tók við skýlinu eft- ir að Kópavogsvagnar sameinuðust SVR. Undirgöngin og Skiptistöðin voru reist í kringum 1970, um leið og Kópavogsbær gróf í gegnum hæðina og úr varð Gjáin. „Þetta var mikið mannvirki og alltaf ráð- gert að byggja skiptistöð strætis- vagna yfir Gjána, eins og nú er ver- ið að gera þrjátíu árum seinna. Skiptistöðin var því til bráða- birgða. Undir þeim eru löng kross- göng sem nú verða opnuð í báða enda, svo menn koma út og upp undir bert loft,“ segir Steingrímur Hauksson, deildarstjóri hönnunar- deildar hjá Kópavogsbæ, sáttur við málalok enda Skiptistöðin verið vandræðalaus í meira en áratug. thordis@frettabladid.is Musteri minninganna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M O G Ú R SA FN I 38-39 (26-27) Helgarefni 18.2.2005 21:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.